Alþýðublaðið - 25.10.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.10.1956, Blaðsíða 4
I 4 AlþýgubiaHlg Fimmtudagur 25. okt. 1956 Útgefandi: Alþýöuflokirarinn. Eitst]óri: Helgi Sæmundsson. Fréttastiöri: Sígvaldi Hjálmarsson. Blaðamerm: Björgvin GuðmundMon og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Saináelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Afgieiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðj an, Hnerfisgðtn 8—10. N S $ s s c < s s s S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s í s s s s s s s s s Heyr á endemi! ÓLAFUR THORS hefur komizt svo að orði í ræðu á Yarðarfundi, að Sjálfstæðis- menn muni mikið til vinna og hart að sér leggja ef lík- legt þyki, að auðið verði að stöðva verðbólguna. Um þetta má segja: Heyr á end- emi! Enginn flokkur er ó- líklegri til þessa en íhaldið. Afstaða þess til ráðstafana ríkisstjórnarinnar í efnahags málunum talar vissulega sínu máli. Hún sker úr um það einu sinni enn, að íhald- ið er flokkur verðbólgunnar og dýrtíðarinnar. Leikaraskapur Ólafs Thors á Varðarfundinum blekkir engan. Orðin skipta hér engu máli. Verkin vitna gegn manninum. Ólafur Thors hefur verið forsætis ráðherra undanfarin ár og reynzt huglaus og duglaus gagnvart dýrtíðinni. Hún hefur stjómað honum, en hann ekki ráðið við hana og ekki einu sinni íil þess reynt. En um leið og nú- verandi ríkisstjóm byrjar á því, sem Ólafur Thors hefur vanrækt, þá ætlar í- haldið að ærast. Orsökin er auðvitað sú, að dýrtíðar- braskararnir, sem jafn- framt eru máttarstólpar Sjálfstæðisflokksins, vilja öfugþróunina af því að hún fryggir þeim fljóttekinn gróða. Og svo kemur Ólaf- ur Thors á Varðarfund til að þvo hendur sínar líkt og Pílatus forðum! Núverandi ríkisstjórn verð ur áreiðanlega að sjá um það, að Sjálfstæðismenn leggi hart að sér til að auðið verði að stöðva verðbólguna. Þeir munu aldrei inna þá skyldu af höndum af sjálfs- dáðum. Hins vegar gefur að skilja, að þeim skuli gert að rækja hana. Sérgæðingarnir, sem grætt hafa á dýrtíðinni og verðbólgunni, eiga að skila þeim illa fengnu pen- ingum, svo að hægt sé að bæta fyrir mistök og yfir- sjónir íhaldsins. En þá verð- ur fróðlegt að sjá og heyra Ólaf Thors á leiksviði Varð- arfundar. Attt gott og blessað ÞJÓÐVILJINN læzt una stórvel þeim atburðum, sem nú eru að gerast austan járn tjalds. Hins vegar forðast hann að ræða fyrri afstöðu sína til alls þessa. Honum gleymist að rifja upp, hvað hann hafði að segja um Rajk fyrir sjö árum. Hann víkur ekki aukateknu orði að því fyrirbæri, að Gomulka, sem setið hefur í fangelsi fyrir pólitískar villukenn- ingar, skuli allt í einu teljast forustuhæfur í Póllandi. — Kommúnistablaðið hefur ekki fyrir því að gefa skýr- ingar og rökræða breytt við horf. Því þykir bara allt gott og blessað austan járntjalds- ins! Nú herma fregnir, að nýju vaidhafarnir í Pól- Iandi telji óeirðirnar í Poznan af allt öðrum rót- um runnar en Þjóðviljinn gaf upphaflega í skyn. Þær eiga að hafa stafað af ó- stjórn og ofstjórn. Þjóð- viljinn fullyrti hins vegar, að Bandaríkjamenn hefðu hér verið að verki bak við tjöldin. Hvaðan fékk kom- múnistablaðið þá línu? Sennilega alla leið austan úr Rússlandi. Atburðirnir austan járn- tjalds eru harla eftirminni- legir. Kommúnisminn er að dæma sjálfan sig. Og aldrei hefur sézt betur en nú, hvert er eðli hans og tilgangur. Samt fyrirfinnast á Vestur- löndum menn, sem dýrka þessa svívirðingu og telja hana fyrirmynd. Fyrri af- staða liggur þeim í léttu rúmi. Hlutverk þeirra er það eitt að snúast eftir því, sem austanvindurinn blæs. Gerísl áskrlfendur biaðslns. AlþýðublaSiS MÉR SKILST nú, að hæst- virtur 2. þingmaður Eyfirð- inga, Magnús Jónsson, sem hér lauk máli sínu, beri í raun réttri allmiklu meira traust til hæstvirtrar ríkisstjórnar held- ur en hann viU vera láta, því mér skilst, að hann hafi vænzt þess, að hún gæti lagt fram núna fyrir þetta Alþingi frum- varp til fjárlaga, sem hann glögglega sýndi á hvern hátt ætti að bæta fyrir sjö ára af- glöp og óstjórn af hálfu hans flokksmanna í ríkisstjórninni. Sjálfum er honum þó fullvel um það kunnugt, að fjárlaga- frumvarp þetta eins og öll önn ur frumvörp hlýtur að byggj- ast á þeirri löggjöf, sem hefur áhrif á fjárlög. Annars veg- ar um tekjuöflunina. Þar verð- ur að sjálfsögðu að miða við þá löggjöf, sem í gildi er, þeg- ar fjárlagafrumvarpið er sam- ið, og hins vegar þær skuld- bindingár, sem að lögum hafa verið lagðar á ríkissjóðinn og hann ekki getur komið sér und an án stórfelldra breytinga á löggjöfinni. Mér skilst því, að hæstvirtur ræðumaður hafi ætlað stjórn- inni of mikið, treyst henni of vel, ef hann hefur búizt við, að hún gæti á þessu tveggja mánaða tímabili verið búin að breyta löggjöfinni í það horf, að hægt væri að semja fjárlög, miðuð við hinar nýju aðstæð- ur, sem væntanlega verður að mæta á komandi tíma. Háar upphæðír. Samkvæmt því frumvarpi, sem nú liggur fyrir til fjárlaga fyrir árið ’57 og hér er til um- ræðu, þá var gert ráð fyrir, að tekjur og gjöld ríkisins verði um 713 millj. kr. á árinu. Mest af þessu eða um 650 millj., mest af gjöldunum, er gert ráð fyrir að verði hrein rekstursgjöld hjá ríkissjóði. Af tekjum ríkissjóðs er á- ætlað, að um % hluti, rétt um 120 milljónir króna, sé lagður á borgarana eftir efnum og ástæðum, það er að segja tek- inn með tekju- og eigna- skatti. Tekjur af sölu tóbaks- og áfengis eru áætíaðar nokkru hærri eða um 130 mill jónir króna, en langmestur hluti teknanna, milli 400 og 500 milljónir króna, eru toll- ar og gjöld, sem lagðir eru á neyzluvörur almennings og vega þar þyngst söluskattur- ínn, sem er áætlaður 135 millj. kr., og verðtolli^rinn, sem er áætlaður 203 millj. kr. 713 millj. kr. er geysihá upp- hæð, um það er ég sammála hv. þm., sem síðast talaði, og það jafnvel þótt tekið sé til- Iit til þess, hversu krónan hefur smækkað undanfarin ár. Þó fer því fjarri, að öll kurl séu komin til grafar, þegar lokið er lestri fjár- lagafrv. Hvorki bátagjald- eyrisálagið, né heldur gjöld- in til framleiðslusjóðs, eru þar talin með. Gjöldin til framleiðslusjóðs voru á þessu ári áætluð um 140 millj- ónir króna samkvæmt lög- um frá seinasta alþingi, og ætla má, að bátagjaldeyr- isálagið nálgist sömu upp- hæð. Hvorútveggja þessi gjöld eru í eðli sínu neyzluskattar eins og önnur innflutnings- gjöld, þótt fyrrv. hæstv. ríkis- stjórn hafi talið heppilegra að halda þeim utan fjárlaga með það fyrir augum að freista að leyna almenning þessum álög- um. Ræða Feluleíkrmin sé hætf. Það er von mín, að hæstv. núverandi ríkisstjórn hætti slíkum feluleik, og að fjárlög- in verði að þessu sinni gerð svo úr garði, að þau segi- satt og rétt frá um það, hversu miklar álögur eru lagðar á landsfólk- ið og hversu því fé, sem þannig er af því tekið, er varið. Sé þeim upphæðum, sem bátagjaldeyrisálagið og fram- lagið ti) framleiðslusjóðs nem- ur, bætt við upphæð fjárlaga, þá kemur í ljós, að álögur á landsmenn er áætlaðar nokkuð yfir eitt þúsund milljónir króna, nokkuð yfir einn millj- arð á árinu 1957. Er þá að sjálfsögðu miðað við, eins og ég áðan sagði, gildandi tolla- og skattalöggjöf og önnur þau lagafyrirmæli, sem áhrif hafa á fjárlögin. Það mun láta nærri, að fólk á starfsaldri á þessu landi, sé um eitt hundrað þúsund manns. Þessi upphæð svarar því til þess, að tollar og skattar til ríkissjóðs og í þær stofnanir, sem 1 ég | áðan nefndi, nemi rétt í kringum tíu þúsund krónum á hvern einasta karl og konu á öllu landinu á aldrinum milli 16 og 67 ára eða á starfsaldri eins og venjulega er talið. i»rif§ji hver pen- ingyr. Engar skýrslur liggja fyrir um það, hversu þjóðartekjurn- ar verða miklar eða eru áætl- aðar miklar á þessu ári. Ýmsir sem þessum málum eru kunn- ugir, áætla, að á síðastliðnu ári muni þær hafa verið ná- lægt þrjú þúsund milljónum króna. Sé gert ráð fyrir svip- aðri upphæð nú, þá lætur nærri, að þriðji hver pening- ur af tekjum þjóðarinnar í heild, sé tekinn af ríkinu og til þeirra stofnana, sem ég áðan nefndi. Er þá ótalið skattar og gjöld til sveita og héraðs- og sýslustjórna, svo og sú feikna álagning, sem fellur í hlut milliliðanna á upphæðir toll- anna og annarra innflutnings- gjalda. I þessu sambandi þykir mér rétt að endurtaka það, sem ég fyrr sagði, vegna ummæla hæstv. 2. þingmanns Eyfirð- inga, að allar þær áætlanir um . tekjur og gjöld, sem þetta fjár lagafrumvarp er byggt á, er miðað við gildandi löggjöf, gildandi tekjulöggjöf og gild- andi löggjöf um hverjar greiðsl ur beri að inna af hendi úr ríkis sjóði og þeim sjóðum, sem ég hef drepið hér á áður. Þessi löggjöf var sett og mótuð í framkvæmd, áður en hæstvirt núverandi ríkisstjórn tók við, af fyrrverandi ríkisstjórn og þeim, sem hana studdu. Þetta er því sá arfur, sem fyrrverandi ríkisstjórn lætur eftir sig í hendur hæstvirtrar núverandi ríkisstjórnar á sviði fjármála ríkisins. Þörfin er metin samkvæmt þeim skuld- bindingum, sem hvíla á ríkis- sjóði nú, nokkuð yfir eitt þús- und milljónir króna, sem tek- ið er af fólkinu með sköttum og álögum. Gryeidvöllyrinn. Vissulega eru fjármál ríkis- ins og fjárhagur ríkissjóðs þýðingarmikið t fyrir þjóðina alla, engum dettur í hug að neita því, en því má þó aldrei gleyma, að afkoma ríkissjóðs er aðeins einn þátturinn í þjóðarbúskapnum í héild, af- koma atvinnuveganna til lands og sjávar er sá grundvöllur, sem búskapur þjóðarinnar og lífskjör hennar byggist á. Til lengdar verður ekki hægt að tryggja fjárhag ríkissjóðs nema þessi grundvöllur sé traustur. En svo er ekki nú. Það er vit- að og viðurkennt af öllum, sem ekki neita bláberum stað- reyndum, bláköldum stað- reyndum. Hæstvirtum fjármálaráð- herra er þetta ljóst, eins og at- hugasemdir þær, sem hann lætur fylgja frumvarpinu, bera með sér. Þar segir svo, með leyfi hæstvirts forseta: „Fjárlagafrumvarpið er miðað við núverandi ástand í efnahags- og framleiðslumál- um landsins. Á hinn bóginn er það vitað mál, að þannig er nú um þau efni ástatt, að til fram- búðar getur ekki staðizt án nýrra ráðstafana. Stendur nú yfir athugun á þessum málum öllum, og að henni lokinni verða teknar ákvarðanir um, hvað aðhafzt skuli. Verður fjárlagafrumvarpið að sjálf- sögðu að taka þeim breyting- um í meðförum á Alþingi, sem nauðsynlegar kunna að reyn- ast í samræmi yið úrlausnir ^ þær, sem ofan á verða í efna-1^ hagsmálunum. Sama gildir og um frumvörp þau, sem fram eru lögð um framlengingu lagaákvæða um tekjur ríkis- sjóðs.“ Nýrra úrræðia þörff. Með þessu undirstrikar hæstvirtur ráðherra skýrt, að hann haldi sig að sjálfsögðu við. samningu frumvarpsins við gildandi lagaákvæði, en játar hins vegar, að svo sé ástatt í efnahagsmálunum, að hér þurfi nýrra úrræða til og beri þá að sjálfsögðu að breyta tekjulöggjöfinni og fjárlaga- frumvarpinu í samræmi við þær niðurstöður, sem ofan á verða. í orðum hans er vissulega hófsamlega og vægilega að orði komizt. Ástandið í at- vinnumálum og efnahagsmál- um og þá fyrst og fremst á sviði sjávarútvegsmálanna, er þannig, að alger stöðvun blasir við, ef ekki er að gert hið bráðasta í þessum efnum. Hversu ástatt er. Um síðustu áramót stöðvaS- ist nær allur fiskiflotinn um mánaðartíma í byrjun vertíð- ar, meðan þáverandi ríkis- stjórn leitaði úrræða til að koma honum á flot. UrraeðiS var sem kunnugt er, stofnun framleiðslusjóðs og nýjar á-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.