Alþýðublaðið - 08.11.1956, Qupperneq 1
Afmælikveðjur til
H. C.
Hansens
fimmtugs, sjá„ 5. s.
„Stefnuyfirlýsing
H. K. L.‘S sjá
rammagrein á 8. s.
XXXVII. árg.
Fimmtudagur 8. nóvember 1956
256. tbl.
s
| Alþýðusambandið faidi ófram-
að hafa 5 mín-
ICFTU óskaði eftir því, að ísl. verka-
lýður leggði niður vinnu í 5 min. í
samúðarskyni við Ungverja.
ALÞÝÐUSAMBANDI ÍSLANDS barst í gær skeyti
frá A|þjóðasambandi frjálsra yT’kalýðsfélaga, ICFTU,
um að gangast .fyrir því, að íslenzkur verkalýður hefði
fimm mínútna vinnustöðvun í dag í mótmælaskyni við
árás Sovétríkjanna á Ungverjaland og til þess að votta
Ungverjum samúð í baráttu þeirra fyrir frelsi sínu.
Alþýðublaðið átti í gær tal við Hannibal Valdimars-
son, forseta Alþýðusambands íslands. Kvað hann skeytið
hafa borizt of seint til þess að unnt yrði að skipuleggja
aðgerðir. Vinnuhléið hefði átt að vera fyrir hádegi í
morgun, en skeytið ekki borizt fyrr en síðari hluta dags
í gær.
Tilgreindi hann þá ástæðu, að ekki hefði verið unnt
að kalla saman miðstjórnarfund í tæka tíð til þess að
afgreiða málið. Öðrum tókst þó framkvæmdin.
Stjórn Kadars afþakkar aðsíoð
vesturvelda en þiggur rússneska
Sjálíboðaliðsiveii siofnuð í Mílanó.
VÍN, miðvikudag. (NTB-AFP). — Hermenn í ung-
verskum einkennisbúningum, en með rauða stjörnu
á búningum, komu skyndilega í ljós á nokkrum landa-
mærastöðvum við landamæri Austurríkis í dag, en
aðrar landamærastöðvar voru þó enn í höndum ung-
verskra frelsisunnenda. Nokkra kílómetra frá landa-
mærunum fara skriðdrekar Rússa reglulega um vegi.
Vínarblaðið Weltpresse
skýrir frá því, að rússneskar
hersveitir hafi tekið sér stöðu
meðfram járnbrautalínunni,
sem tengir Komaron og Szom-
bathely í Vestur-Ungverjalandi.
AFÞAKKA AÐSTOÐ.
I>tvarpssendingú Budapest
útvarpsins í dag vísaði hin
nýja ungverska kommúnista
stjórn á bug tilboði vesturveld-
anna um hjálp, en þakkaði
hjálp þá, sem Sovétríkin hefðu
Fólk víða um lönd léf í Ijós andúð sína á at
ferlS Rússa í Ungverjal. á bylfingardaginn
Kveikt í skrifstofum kommúnista í París.
Kransar lagðir á gröf óþekkta her-
mannsins. Þingmenn mættir.
Sendu mat Rússanna til Ungverja-
landshjálparinnar.
PARÍS og KAUPMANNAHÖFN, miðvikudag. — Mótmæla-
Samkomur og almennar fjarvistir manna frá hátíðahöldum
BúsSa á Vesturlöndum vegna byltingardagsins gaf í dag ljós-
lega til kynna hver hugur manna er gagnvart Rússum fyrir
aðfalúr þeirra í Ungverjalandi. í París kveiktu fjöldagöngu-
menn í aðalskrifstofu kommúnistaflokksins, en aðrir lögðu
kransa á gröf óþekkta hemannsins í Sigurboganum í minningu
fallinna manna i frelsisbaráttu Ungverjalands. í Kaupmanna-
höfn kom til ákafra mótmæla og gestum rússneska sendiherr-
ans var tekið með skammahrópum af mannfjöldanum fyrir
utan.
(Með hrópum, eins og „Lengi
lifi frjálst Ungverjaland11,
„Sovét-morðingjar“, „Niður
með kommúnistaflokkinn“ og
„Frelsið Budapest“, gengu
10000 Parísarbúar niður
Champs Élysée síðari hluta
dags í dag. Fjöldi kransa var
lagður á gröf óþekkta hermanns
ins í Sigurboganum og 300
þingmenn sungu „La Marseilla
ise“, þjóðsöng Frakka, er þeir
gengu framhjá gröfinni.
Lögreglumenn stóðu vörð
við kommúnistablaðið Human-
ité, til þess að koma í veg fyr
ir endurteknar árásir á þygg-
inguna, en mótmælafundar-
menn af Champs Élysée tóku
stefnu á aðalskrifstofu komm-
únistaflokksins. Hófust strax
átök við kommúnista, sem stóðu
vörð þar. Varðmennirnir voru
ofurliði bornir og fóru menn
síðan upp á aðra hæð, köstuðu
öl'lu lauslegu út um.gluggann,
áður ep þeir kveiktu 1 hús-
inu.
Þúsundir manna höfðu safn
azt saman utan við sendiráð
Sovétríkjanna í Kaupmanna-
höfn og höfðu meðferðir 10—12
ungverska fána. Þrátt fyrir
fjölda lögreglumanna, reynd-
ist ómögulegt að halda mann-
fjöldanum í skefjum og rudd-
ust menn svo langt, að þeim
tókst að brjóta glugga í sendi-
ráðinu. Síðar safnaðist ævareið
ur mannfjöldi saman við skrif
stofu kommúnistablaðsins
Land og Folk og braut þar enn
fremur nokkra glugga.
í Róm héldu stúdentar mót-
mælafund þriðja daginn í röð
óg afhentu forsætisráðherran-
um, utanríkisráðhérranum og
forsetanum mótmælaskjöL
í Brússel ákvað bakararnir,
sem pantaður hafði verið hjá
matur í móttöku rússnesku
sendiráðsins, að senda matinn
heldur til Ungverjalandssöfn-
unarinnar.
í Luxemburg hélt forsætis-
ráðherrann, Joseph Bach, út-
varpsræðu og ávítaði þó mót-
mælafundamerín, sem kveiktu
í rússneska sendiráðinu í gær.
Allir útifundir voru bannaðir í
dag.
Af NATO-löndunum sendu
Danir og íslendingar einir dipló
matíska fulltrúa til göngunnar
á Rauða torginu. Frétzt hefur,
að hérumbil algjört „boykott“
hafi verið á hátíðahöldum
Rússa vegna byltingardagsins í
London, París, Haag, Brussel,
Bonn og Kaupmannahöfn.
í Helsingfors var 500 manna
móttaka með Kekkonen, for-
Framhald á 2. siðu.
boðið. „Stolt vort kemur í veg
fyrir að taka á móti hjálp frá
hinum kapítalísku ríkjum“,
sagði í tilkynningunni.
MATUR, LYF OG KLÆÐN-
AÐUR HLEÐST UPP.
Geisilegt magn af lyfjum,
mat og klæðnaði hleðst upp í
aðalstöðvum Rauða krossins í
Austurríki, sem árangur söfn-
unar fyrir ungversku þjóðina og
hina um 13.000 ungversku flótta
menn, sem nú dvelja í Austur-
ríki.
SJÁLFBOÐASVEITIR
STOFNAÐAR.
í dag var skýrt frá því í Mil-
ano, að stúdentafélög borgarinn
ar hefðu með stuðningi verka-
manna og embættismanna
myndað fyrstu deild sjálfboða
liða, sem bjóðast til að koma
ungverskum frelsisúnnendum
til hjálpar. Stúdentarnir hafa
hafa sett upp áróðursspjöld um
allan bæinn, þar sem unglingar
eru hvattir til að stofna aðrar
sjálfboðasveitir, Æskulýðsfélög
margra stjórnmálaflokka hafa
hafið söfnun til kaupa á vopn-
um hana herdeildum þessum.
Sjálfboðaliðarnir hafa beðið
um að vera sendir til Ungverja
lands eins fljótt og auðið sé.
ÞJÓÐVERJAR TAKA VIÐ
3000 FLÓTTAMÖNNUM.
Vestur-þýzka fréttastofan
DPA skýrði frá því í dag, að
vestur-þýzka stjórnin hefði á
kveðið að gera á að gizka 3000
ungverskum flóttamönnum
kleift að setjast að í Þýzka-
landi. Mun stjórnin nú semja
við austurrísku stjórnina um
formsatriði viðvíkjandi flutn-
ingum á flóttamönnunum.
BRETAR TAKA VIÐ 2500.
Bretar hafa lýst sig fúsa til
að taka við 2500 ungverskum
flóttamönnum. Var það til-
kynnt í efri málstofunni í dag.
Gaf Reading lávarður þær upp
lýsingar í deildinni frá utanrík
isráðuneytinu, að óbreyttir borg
arar í Ungverjalandi hafi orðið
fyrir ógurlegu tjóni í bardög-
unum síðustu daga. Útgöngu-
bann er allan daginn, og hver,
sem sést á götum úti, á það á
hættu, að rússneskir hermenn
skjóti hann. Að því er lávarð-
urinn vissi bezt hafði rússneska
stjórnin enn ekki svarað álykt-
un allsherjarþings Sameinuðu
þjóðanna um stöðvun aðgerða
af hálfu Rússa í Ungverjalandi
og leyfi fyrir eftirlitsmenn frá
Framhald á 7. síðu.
Yoltið ungverskri þjóð samúð
og hæftið vinnu kl. 11-11.05
ALÞJÓÐASAMBAND frjálsra verkalýðsfélaga
(ICFTU) hefur' sent áskorun til allra verkálýðssam*
banda innan vébanda sinna um að gangast fyrir fimm
mínútna vinnustöðvun í dag til þess að votta ung-
versku þjóðinni samúð sína á þann hátt og um leið
mótmæla ofbeldisárás Rússa á Ungverjáland.
Stjórnir neðantaldra stéttarsamtaka eru þess full-
vissar að meginhluti íslenzku þjóðarinnar er sama
sinnis og stjórn alþjóðasambandsins, og skorar því á
félagsmenn sína og alla aðra launþega að leggja nið-
ur vinnu í dag frá klukkan 11 til 11,05 f. h.
Sjómannafélag Reykjavíkur.
Hið íslenzka prentarafélag.
Verkakvennafélagið Framsókn.
Múrarafélag Reykjavíkur.
Félag íslenzkra rafvirkja.
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja.
Verzlunarmannafélag Reykja-
víkur beinir því ennfremur
vinsamlega til félagsmanna,
að þeir hafi vinnustöðvutt
eins og getið er um að ofan.