Alþýðublaðið - 19.12.1956, Síða 1
s
V
s
s
}
s
s
s
s
s
$
s
Með Strandljierg í
leit að paradís, sjá
4. síðu.
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
>
s
Rússar geirást lið-
hiaupar í Ung-
verjalandi, sjá 8.
SÍðlil.
XXXYII. árg.
Miðvikudagur 19. desember 1956
291. tbl.
Ríkisstjórniii leggur fram tillögur sínar
aivinnue
og vinn
Aðeins sex dagar eru nú til jóla. Ber höfuðborgin þess greini-
lega merki, að iólin nálgast. Myndin sýnir Bankastræti í
jólaskrúða. — (Ljósm.: Stefán Nikulásson).
Stefna USAaðstyðja leppríki Rússa
til að ná sjálfstæði, segir Ðulíes
Mernaðarfilutfali Rússlands og
urveldanna stórbreytt.
vest-
WASHINGTÓN, þriðjudag. — John Foster Dulies, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því á biaðamannafundi
í dag, að Bandarkin óskuðu ekki eítir að nota sér ástandið í
Austur-Evrópu til eigin framdráttar sem hluta af pólitískfi
stefnu, er beint væri gegn Sovétríkjunum. Hann fullvissaði
Rússa um, að Bandaríkin hefðu engan hug á að gera Austur-
Evrópuríkin aS bandamönnum sínum, né stilla Rússlandi upp
á móti fjandsamlegum ríkjum, svipað hugmynd Frakka eftir
fyrri heimsstyrjöldiiia um öryggisbelti í Evrópu.
Dulles lýsti yfir, að á fundi
NATO um daginn hefði verið
rætt um fækkun brezkra her
deila, er staðsettar eru á meg-
inlandi Evrópu. Hann kvaðst
ekki vita um neina áætlun, er
gerði ráð fyrir fækkun banda-
rískra herdeilda í Evrópu
,,Ekki hefur verið tekin nein á-
vörðun um það“, sagði hann.
BJÓÐA TITO HEIM?
Dulles skýrði frá þvf, að
'handaríska stjórnin hefði til at
hugunar að bjóða Tito, forseta
Júgóslavíu, til viðræðna í Was-
hington, og kvaðst hann álíta,
að slík heimsókn gæti orðið báð
um aðilum til góðs.?
Er Dulles var spurður, hvort
Bretar hefðu skýrt frá því, að
þeir hyggðust fækka í her sín-
um á meginlandinu, dróg hann
við sig svarið, en sagði síðan.
að málið hefði verið rætt á fund
inum í París og á sérfundum.
Ekki kvað hann neinar sam-
þykktir hafa verið gerðar í mál
inu.
ADSTOD VIÐ FRIÐSAM-
LEGA ÞRÓUN.
Um ástandið í Austur-Ev-
í'ópu sagði Dulles, að bæði
hann og Eisenhower hefðu
gert það Ijóst, að stefna Banda
ríkjanna væri að aðstoða við
friðsamlcga þróun til þess að
leppríkin geti náð sjálfstæði.
Dulles áleit, að hlufallið milli
hernaðarstyrkleika Sovétríkj
anna og vesturveldanna hefði
breytzt upp á síðkastið. Fyrir
tveim árum hefðu Rússar get
Síjórnin hefur náð samkomulagi
við samíök launþega, bænda
og úígerðarmanna
Engin ný gjöld lögð á nauðsynjavörur og
rekslrarvörur útflutningsalvinnuveganna.
RÍKISSTJÓRNIN mun í dag leggja fyrir Alþingi tillögur
sínar um lausn efnahagsmálanna. Undanfarnar vikur hefur hún
unnið sleitulaust að þessum málum, enda steðjar að mikill
vandi. Það var orðið Ijóst fyrir mitt þetta ár, að grípa yrði til
gagngerðra ráðstafana nú um áramótin til þess að tryggja á-
framhald útflutningsframleiðslunnar og koma í veg fyrir algert
öngþveiti í atvinnumálum þjóðarinnar. Vitað var, að bæta þyrfti
við verð það, sem fæst fyrir útflutningsvörur þjóðarinnar er-
lendis, til þess að unnt væri að greiða framleiðslukostnaðinn
innanlands,, auk þess sem fyrrverandi ríkisstjórn skildi eftir
sig ýmsar skuldbindingar, sem óhjákvæmilegt er að greiða.
Ríkisstjórnin lagði á það höfuðáherziu, að hafa sem nánust
samráð við samtök launþega og framleiðenda um ráðstafanir
til úrbóta. Þegar ríkisstjórnin hafði markað stefnu sína í meg-
inatriðum, var málið rætt ýtarlega við stjórn Alþýðusambands
íslands og efnahagsmálanefnd þá, sem síðasta Alþýðusambands-
þing kaus, stjórn Stéttarsambands bænda, stjórn Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja og samtök sjómanna og útgerðar-
manna, auk þess sem efnahagsmálanefnd sú, sem ríkisstjórn-
in skipaði á síðastliðnu hausti, fjallaði um málið, en í henni
eiga sæti fulltrúar bæði launþega og framleiðenda.
Þessi starfsaðferð ríkisstjórn
arinnar hefur nú borið þann
stórmerka og heillaríka árang-
ur, að samkomulag hefur náðst
við alla helztu aðila, sem starfa
þurfa saman til þess að tryggja
áframhaldandi framleiðslu og
að gert ráð fyrir 60 herdeiíd-! vinnufrið. Verkalýðssamtökin-
um frá leppríkjunum, en nú hafa lýst því yfir, að þau telja
liti svo út, sem þau mundu j þessar ráðstafanir nauðsynleg-
ekki berjast með Rússum, og | ar til þess að tryggja atvinnu-
(Frh. á 5. síðu.) ' öryggi. og leggja heilbrigðan
Pineau vill að Veslurveldin
semji við Rússa um hlut-
leysi Ungverjalands
Hélt
ræðu í
vakið
er
franska þinginu í gær,
hefur heimsathygii.
PAUÍS, þriðjudag (NTB). — Christian Pineau, utanríkis-
ráðherra. Frakka, hélt ræðu í íranska þínginu i dag um utanríkis-
mál. Sagði haun í ræðunni. að Vesturveldin yrðu að hefja samn-
inga við Sovétríkin um að trvggja hlutleysi Ungverjalands og
ekki væri unnt að liorfa aðgerðarlaus á atburðina í Ungverja-
landi.
Ræða Pineau hefnr vakið
mikla athygli hér -í París og um
allan heim. Lagði Pineau á-
herzlu á það í ræðu sinna, að
tryggja bæri Ungverjalanái;
sams konar hlutleysisstöðu og
Austurríki. Moskvuútvarpið
hef*r fordæmt ræðuna harð-
lega og segir, að um íhlutun um
innanríkismál Ungverja sé að
.rseða.
(Fi’h. á 7. síðu.)
grundvöll að varanlegum kjara-
bótum, og er vinnufriður þar
með trvggur. Sjómannasamtök
in hafa jafnframt fengið fisk-
verðssamninga, sem tryggja
þeim hliðstæðar kjarabætur og
launþegar í landi hafa hlotið.
Stéttarsamband bænda hefur
lýst yfir stuðningi við ráðstaf
anirnar. Og fulltrúar útgerðar-
manna hafa samþykkt að
stunda veiðar á þeim grund-
velli sem gert er ráð fýrir í til
lögum ríkisstjórnarinnar.
ALDREI FYRR JAFNVÍÐ-
TÆKT SAMKOMULAG.
Síðan famleiðslumál þjóðar-
innar komust á þann grundvöll,
sem þau hafa verið á nú um
alllangt skeið, hefur það aldrei
tekizt fyrr en nú að fá alla hlut
aðeigendur til þess að fallast á
þær ráðstafanir, sem gerðar
eru. Ýmist hafa verkalýðssam-
tökin eða samtök útvegsmanna
talið sig órétti beitt. í fyrra
tókst m. a. s. svo illa til, að hvor
ugur þessara aðila vildi una fyr
irætlunum ríkisstjórnarinnar
með þeim afleiðingum, að báta
flotinn var ekki starfræktur
allan janúarmánuð, til gífur-
legs tjóns íyrir þjóðarbúsakp-
inn allan. Nú munu allir at-
vinnuvegir þjóðarinnar starfa
með eðlilegum hætti og fram-
leiðslan vaxa. Er þar með lagð
ur grundvöllur, að batnandi lífs
kjörum þjóðarinnar í heild.
Fé það, sem nauðsynlegt er
að afla til aukinna útflutnings-
uppbóta, gréiðslu skudbindinga
við framleiðsluna frá þessu ári,
til atvinnuaukningar, raforku-
framkvæmda og fleiri aðkall-
andi þarfa, til lækkunar á vöru
verði innanlands og til þess aS
mæta fyrirhugaðri skattalækk-
un á lágtekjum og auknum,
skattfríðindum sjómanna, nem-
ur alls um 230 millj. kr. Þess
er aflað með því að leggja yfir-
færslugjald á gjaldeyrissölu í
bönkunum, innflutningsgjald á
vöruinnflutning, gjald á sölu
farmiða til og frá útlöndum og
ýmis tryggingariðgjöld, með
því að hækka leyfisgjöld af inn
fluttum bifreiðum og ferða-
kostnaði erlendis og gjald af
innlendum tollvörutegundum
og með nokkurri hækkun á nú-
verandi gjöldum af innlendri
iðnaðarframleiðslu og þjónustu.
Ennfremur niunu bankarnir
greiða helming yfirfærsluþókn
uhar sinnar og gengismunar
(ca. 10 millj. kr.). Þá er og fyrir
hugað að leggja á stóreignar-
skatt, sem á alls að nema 80
millj. kr. og á að greiðast á
nokkrum árum. Þegar álagn-
ingu er lokið er reiknað með 15
millj. kr. og eiga þær að ganga
til húsbygginga, fyrst og
fremst til byggingarsjóðs verka
manna.
ENGIN NÝ GJÖLD Á
NAUÐSYNJAR OG REKSTR-
ARVÖRUR.
Á það ber að leggja sérstaka
áherzlu, að ekkert nýtt gjald er
lagt á brýnustu nauðsynjar al-
mennings og helztu rekstrar-
vörur sjávarútvegs og landbún
aðar. Að svo miklu leyti, sem
innheimt verður yfirfærslu-
gjald af þessum vörum. hefur
innflutningsgjald af þeim ver-
ið lækkað sem því svarar. Sá
innflutningur, sem þannig verð
ur gjaldfrjáls, nemur rúmum
400 millj. kr. eða meira en.
þriðja hluta alls innflutnings.
Yfirfærslugjaldið er jafn á all
ar vörur, sem það er innheimt
af á annað borð, 16% innflutn-
ingsgjaldið er mishátt eftir þvi,
hversu nauðsynleg varan er tal
in. Eru gjaldflokkarnir 6 og
nemur gjaldið frá 8—80%. í
flokkum, sem greiða skal af 35
% gjald eða meira eru vörur,
sem áður voru á bátalista og
greiddur var af 30% tollur til
framleiðslusjóðs, ásamt vörum
sem gert er ráð fyrir að hækka
gjald á.
BÁTAGJALDEYRIR, FRAYL
LEIÐSLUSJÓfE>SGJAL» OG
SÖLUSKATTUR AFNUMID.
Mikilvægar fyrirkomulags-
breytingar eru gerðar bseði á
fjáröfunarkerfi því, sem komið
hefur verið á undanfarin ár.til
stuðnings útflutningsframleiðsl
unni, og tilhögun á greiðslu út-
(Frih. á 2. síðu.)