Alþýðublaðið - 16.01.1957, Síða 5
Miðvikuclaguv 16. jan. 1957
A I b ý 5 u b l a 5 SS
ÞETTA er sagan um sj'st-
urnar þrjár, Olgu, Mösju og
írinu, sagan um vordraum
'þeirra og haustkvíða, um sum-
arið, sem aldrei kom. Og þó
Mýtur sumarið að koma.
Þeim mætti líkja við þrjár
hríslur, í jarðvegi, sem orðinn
er snauður að næringu. Sú hin
fj'rsta ber engin blöð, kannski
hefur hana kalið; þó virðist
manni rótin heil og óskemmd.
En hún er elzt og hún er hæst,
hún tekur á móti næðingnum
cg veitir hinum skjól. Sú hin
önnur ber lauf um haust, ör-
skamma stund. Sólin gægist til
hennar undan gráu skýi, brosir
angurvær, hverfur á ný bak við
grátt ský. Sú hin þriðja spring-
'ur vissulega út um vor, hikandi
og þó með fögnuði. En áður en
varir er komið haust, og á haust
3n falla laufin.
Það er sem sólin vermi aðra
bletti. Og þangað stefnir þrá-
in. En hríslan er föst í sinni
mold og kemst hvergi. Þó er
eins og henni þætti bærilegra,
ef hún vissi. hvers vegna þessu
er svo háttað.
—o—
Leikskáldin eru ólík. Surnum
er það mest í mun, að boða
áhorfendum skoðanir sínar,
lausn sína á einhverju vanda-
máii. láta fátt ógert til að vekja
athygli á vizku sinni eða fyndni,
mannfólkinu lýsa þeir frá ýms-
um hiiðum með snjöllum orð-
um sínum. Slíkur var G. Bern-
ard Shaw, sem Leikfélag
Eeykjavíkur fékkst við síðast.
Yerk hans eru. oftast samin
af miklu hugviti.
. En svo eru önnur verk, sem
mann langar helzt til að segja,
að samin séu að eins konar hug-
fcoði. Höfundar þeirra eru heyr-
endur og sjáendur, og ekki
ræðumenn. en ef áhorfandinn
leggur vel við hlustirnar og
skerpir athygli sína, kunna
þeir að leiða hann í þann heim,
sem býr undir ytra borði mann
Jífsins. Ef það er gert af heið-
arleik. skáldlegu innsæi, og
mærðarlausri samúð, kann að
vera, að sá heimur verði hug-
stæðari og verðmætari en flest
það. sem meira lætur vfir sér.
Slíkt skáld er Anton Tsékov,
skáldið, sem Leikfélagið glímir
við sextugt.
Anton Pavlovitsj Tsékov er
fæddur í Rússlandi árið 1860.
Faðir hans var smákaupmaður,
afi hans ánauðugur bóndi. Son-
urinn gekk menntaveginn og
lauk læknisprófi; honum \»ar
óskapfellt að boða skáldlist
sína, „ég er eiginlega læknir“,
Irma (Krístín Anna Þórarinsdóttir), Olga (Gu.ðbjörg Þorbjarn-
ardóttir), Masja (Helga Valtýsdóttir).
er þá haft eftir honum. En töfrum, skortir tónagaldurinn,
snemma fór hann samt að fást undiröldu iæriföðurins.
I við ritstörf, og þegar hann lézt j Bygging leikrita Tsékov,
úr tæringu 44 ára gamall. lágu t. d. ..Þriggja systra", var
eftir hann verk, sem gefið hef- nýstárleg um aldamótin, og
ir þetta um Þrjár systur: Hinr
undursamlegi flvgili ómar, þf
að lokið sé læst.
Það hefur dregizt vonurr
lengur, að kynna leikrit Tsé
kovs íslenzkum leikhúsgestum
Veldur því eitt með öðru. a?
þau eru afar vandleikin. Hljóð
fall er til dæmis eitt af því, serr
mest er um vert að geta túlkaí
vel í sýningu á leikriti eins oj
Þrernur systrum. Ljóðrænr
hinna hversdagslegu orðsvarf
þarf líka að njóta sín, án þess
gripið sé til óeðlilegra áherzlna
Ekki auðveldar það leikendum
heldur túlkunina. að lítið er
um eiginleg samtöl í leiknum.
Það sætir tíðindum, þegar ein-1
hver persóna nær sambandi við |
aðra. Oftast er setið og beðið
eftir því, að náunginn Ijúki sér
af með eintal sitt um drauma
og vonir, svo tekur maður sjálf-
ur við og hefur nú vfir sína í
eigin drauma. Það kann að virð j
■ast undarlegt að tala hér um
samlcik, en eigi að síður er það ;
svo, að fá leikrit gefa meiri i
tækifæri til nákvæmari, fínni •
og blæbrigðaríkari samleiks. j
En er þetta þá ekki dauflegt
og tilbreytingariaust? Þeim,1
sem kemur í leikhúsið til þess
eins að slappa af, kann að þykja
svo, segja, að þeir skilji betta
ekki (en skilja þeir þá lífið?).
Lífið og maðurinn, eru þau
hugtök, sem nútíminn þvkist.
J bera mesta lotningu fyrir. En j
1 þessi hugtök mætti gera að eink
unnarorðum fyrir leikrit Tsé-
kovs. Og þegar um er fjallað af
mannþekkingu. kærleika og að
auki þó nokkurri kímni, má sá
áhorfandi vera furðuónæmur,
’jós og staðsetningar samsvara
ér betur. En yfirleitt voru þó
taðsetningar afburða góðar.
joks, í fjmrnta lagi: Helming-
ir þeirra persóna, sem fyrir
coma í leikritinu, eru hermenn.
ínginn þeirra sýndi þó minnstu
íermannlegu tilburði, þeir
neira að segja heilsuðu og
kvöddu rétt sísona eins og aðr-
'r. Eg er enginn sérfræðingur
am aga og siðu rússneska hers-
ins á síðastliðinni öld, en bágt
á ég með að trúa því, að þeir
hafi borið sig að eins og leik-
ararnir niðri í Iðnó: einhverjar
heræfingar hljóta þeir að hafa
stundað, einhver merki þess
væri, hvernig þeir bera sig.
Búningar Magnúsar Pálssonar
virðast mér hafa tekizt Ijóm-
andi vel, sízt kannski klæðn-
aður Natösju. Leiktjöld hans
í þriðja þætti finnast mér prýði
leg, og ótrúlega stórt hefur
honum tekizt að gera sviðið í
I. og II. þætti. Því miður hef ég
ekki texta við- hendina á er-
lendu máli til samanburðar, en
ekki hreif mig þýðing Geirs
Kristjánssonar. Málfærið virt-
ist lítt sérkenna persónurnar,
en oft virtust tilsvörin ekki
tungutöm og valda leikurunum
óþarfa erfiðleikum.
—o—
Guðbjörg Þorbjarnardóttir
er Olga, sú elzta. I upphafi leiks
ins var sem orðin vildu ekki
lifna hjá henni, en eftir því
eftir Anton Tsékov*
AFMÆLÍSSÝNINGÖ LEEKFÉLAGSENS-
Brynjólfur Jóhannesson
sem herlæknirinn.
u.r verið hin stolta. einkunn:
heimsbókmenntir. Það eru smá-
sögur hans, enginn þykir hon-
um jafnsnjall í þeirri erfiðu
grein nema Maupasant. Og það
eru leikrit hans fjögur hin síð-
ustu, Máfurinn, Vanja frændi.
Þrjár systur og Kirsuberjagarð
urinn.
Persónur þær, . sem Tsékov
lýsir í leikritum sínum, eru
börn síns tíma i Rússlandi, og
leikrít hans eru í bókmennta-
sögunni börn síns tíma. Þau eru
skyld fin du siecle bókmennt-
unum frönsku. og þau eru skyld
verkum svmbólis'tanna eða
táknsæismannanna. t.d. Maet-
erlinck. Ibsen var þó sá leik-
ritahöfundur, sem Tsékov mat
mest; má sjá þess merki t.d. í
Máfinum, og eíns í Þrem systr-
um. Lífi fólks í smabæ kunna
þeir báðir öllum mönnum bet-
ur að lýsa: báðir bera sama hug
til smábæjarins: hann smækk-
ar mennína.
En um leið eru leikrit Tsé-
kovs sérstæð. Verk ,.les silen-
i cieux“ (..hinna þöglu“) intim-
(istanna frönsku, eða verk eins
og „ýögguvísá“ Spánverjans
. G. 'S'ierra Martinez eru nokkuð
; ir. >öru móti, þó að þau héfðu
ka .i aldrei verið skrifuð. ef
Tsékov hefði ekki verið uppi
(áður. Og leikrit nútímahöfunda,
lærisveina hans, eins og t.d.
N.C. Hunters hins brezka, eru
í minná t-eti og með minni
harla ólík Ibsens. Hin gamla
kenning um díalektiska upp-
byggingu átakanna að leikrit-
um, var hér virt að vettugi.
Mörgum þótti líka skorta sam-
hengi og reisn. sögðu leikritið
renna út í sandinn. En.seiður
þess var sterkur og sleppti ekki
I tökum á hug áhorfenda eða
hjarta. Og brátt þóttust menn
hafa fundið leiknum innri rök.
j Það var lífið sjálft með rök-
um sínum eða rökleysum, sem
Tsékov vildi draga upp.
Ekki voru nú allir sammála
um, hversu eðlilegt þetta „líf“
væri. Leo Tolstoj, sem mat mik
ils smásögur hans, á að hafa
sagt þetta um leikritin: „Þér
viitið, að mér þykir lítið til
Shakespeares koma, en leikrit-
in yðar, Anton minn Pavlovitsj,
^ eru ennþá Iélegri“.
j Honum þóttu þau tilgerð-
• arleg. En víst er um það,
I að það er ekki fyrir „nat-
! úralisma“, að þau eru lista-
i verk. Engin stefna er end-
J anleg eða æðst, hitt skiptir máli,
, að efni. andi og form hæfi hvað
öðru. Framrás lisíanna verður
heldur ekki stöðvuð, uppsprett-
1 an verður að halda ferskleika
sínum. Oftast verður heldur
ekki skýrt, þetta, sem munar,
] eftir að öllum fyrirskriftum
hefur verið fullnægt. En það má
hafa um það falleg orS. Kunr.'
. ur bókmenntagagnrýnandi seg-
!eða honum er lítil alvara, ef
’ honum bykir vistin daufleg.
Það er að segja, ef leikurinn
tekst.
Fyrst Leikfélag Reykjavíkur
valdi sér ekki íslenzkt afmæl-
isleikrit, þá var því að minnsta
kosti sómi að þvi að velja sér
ekki verk þar, sem sigurinn var
auðunninn. Gunnar R. Hansen
var sjálfkjörinn leikstjóri. í
Þremur systrum fengi næmi
hans og nærfærni, smekkur
hans og tónskyn verðugt við-
fangsefni, óbeit hans á grunn-
færnisleik, á uppgerðaákafa.
Sýningin. ber þessu öllu vitni.
Hinu er eigi að levna, að á
henni er samt hálfgerð brota- j
löm. Hygg ég nokkrar æfingar j
í viðbót hefðu ekki skað-j
að. En þar er sjálfsagt ekki j
leikstjóra um að saka. í fyrsta
lagi er leikhraðinn of lítill. ■
Sum tilsvörin eru fíutt svo
hægt, að það er sem þau séu j
lögð í bleyti, en mega ekki við
útvötnun. I öðru lagi brestur
nokkuð á, að hlutverkum séu
gerð full skil; þau eru mörg og
öll erfið, meitlaðar og hnitmið-
aðar mannlýsingar. I þriðja
lagi eru ýmis smáatriði í svið-
setníngu, sem deila má tim, t.d.
byrjun samtals þeirra Írínu og
barónsins í fyrsta þætti. Hin
atriðin eru þó mildu fleiri, sein
leyst eru með ótvíræðum sóma.
í íjóroa lagi máttu á stöku stað
Gísli Halldórsson
sem Sóljónij.
sem á leið leikinn. óx henni ás-
megin, og í fjórða þætti birtist
hún manni sem sú Tsékovleik-
kona, sem maður hafði vonað
og trúað hún væri. Leikur
hennar, er þau kveðjast, Masja
og Vérsjínín, og eins í leikslok,
er íslenzkri leiklist til mikils
sóma. Olga er kennslukona;
Guðbjörgu glevmist ekki, að
starfið mótar oft manninn: lítið
á hreyfingar hennar og við-
brögð.
Helga Valtýsdóttir er Masja,
sú í miðið. Leikur hennar er
ójafnari, en hún kemur meir á
óvart. Ég hef skilið Mösju sem
svo, að hún eigi að vera „blas-
eraðri“ en hún er í meðförum
Helgu, og stundum virtist
manni, sem ekki væru eðlileg
tengsl rniflli þeirra tóntegunda,
Ci’i'ó. a 7. siðu.ji