Alþýðublaðið - 21.03.1957, Síða 4

Alþýðublaðið - 21.03.1957, Síða 4
€ JUb ýjnibtaSIS Fimmtudagur 21. marz 1®57 Askriffasímar biaðsins eru 4900 og 4901. Þjóðleikhúsið: Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. A Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Biörgvin Guðmunddsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. P-rentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. Höfurtdur: Aidous Huxley. Þýðaridi og leikstjóri Ævar R. Kvaran S s s < s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s 'l s s s s s s Fjársukkið í Iðju VIÐSKILNAÐUR komm- únista í Iðju er með fá- heyrðum endemum. Þeir hafa gerzt sekir um slíkt og þvílíkt fjársukk, að engu tali tekur. Stjórnin lánaði sjálfri sér 96 þúsund krón- ur á einum mánuði, og upp- talningin á misnotkuninni mun naumast eiga sinn líka. Þó er mjög vafasamt, að öll kurl séu komin til grafar. Fylgiskjöl Iðju fram að síð- asta ári eru „glötuð“. Þann- jg er hver silkihúfan upp af annarri. Alþýðublaðið rakti í gær ýtarlega framkomnar upplýsingar um allt þetta mál, og þær verða sannar Iega ekki vefengdar. Og nú sést betur en áður, hvers vegna kommúnistar lögðu alla áherzlu á að halda völdum sínum og áhrifum í Iðju. Þeim hefur meðal annars verið í hug að leyna ósómanum. Og vissulega hlýtur sú spurning að vakna af þessu tilefni, hvort fjármálastjórn kommúnista í öðrum verkalýðsfélögum muni eitthvað í líkingu við ráðs mennskuna í Iðju. Hún er ekki nærgætnislega, en ó- neitanlega tímabær. Þjóðviljinn bregzt hins vegar þannig við í gær, að liann Iqfsyngur fjá-rsukkið í Iðju og virðist telja það til fy^irmynd^r. Hvað veldur þeirri afstöðu, að málgagn Sósíalistaflokksins hrífst af ósómanum og vill bera sið- ferðilega ábyrgð á honum? Svarið við þeirri spurningu liggur í augum uppi. Komm Únistastjórnin í Iðju misnot- aði ekki aðeins fjármuni fé- lagsins í eiginhagsmuna- skyni, þó að af þeirri fram- takssemi sé ærin saga. Sósí- alistaflokkurinn hefur notið góðs af ránsfengnum. Áróð- ursrit hans, Vinnan og verka lýðurinn, hefur verið kost- að af Iðju að drjúgum hluta. Og írnynda menn sér, að önn ur verkalýðsfélög, sem kommúnistar stjórna, hafi losnað við svipaða tilætlun- arsemi af hálfu Sósíalista- flokksins? Þar með er feng- in skýring á viðbrögðum og afstöðu Þjóðviljans. Og manninn með ,,glæpinn“, Björn Bjarnason, hafa komm únistar endurkosið formann fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna í Reykjavík sömu dag- ana og ráðsmennska hans í Iðju er gerð heyrinkunn. Slíkt og þvílíkt er siðferðið á bænum þeim. Víti til varnaðar MORGUNBLAÐIÐ segir í gær, að til sanns vegar megi færa þá kenningu Al- þýðublaðsins, -að blöðunum sé fremur sómi að því en hitt að deila um ágreinings atriði, ef það sé gert af dreng skap og rökfestu með þá al- vöru í huga að finna lausn á vanda samtíðar og fram- tíðar. En því finnst mjög á skorta, að rökfestan og dreng gkapurinn njóti sín í mál- flutningi stjórnarblaðanna og endurprentar í framhaldi af þeim ummælum nokkur jnálblóm Þjóðviljans. Sú út- plöntun bi’eytir þó engan veginn þeirri staðreynd, að blaðadeilur í lýðræðislandi eru nauðsynlegar og sjálf- sagðar. Þær eru lýðræði. Hitt er einræði. Aftur á móti er tímabært að viðurkenna, að málflutn ingi blaðanna er oft og tíð- um harla ábótavant. Þjóð- viljinn er óhreina barnið á því heimili og skítugur upp fyrir haus flesta daga. En Morgunblaðið álpast allt of oft í forarpollinn. Þó ætti að mega vænta nokkurrar forustu af því. Það er stærsta og útbreiddasta blað lands- ins og ætti að finna til á- byrgðar. Kannski þokast í rétta átt, en þróunin er ó- sköp hægfara. | Ummæli Alþýðublaðsins um hlutverk blaðadeiln- f anna í lýðræðislandi miðast við málefnalegar og mann- ~ sæmandi kappræður. Og ó- lán Þjóðvilj ans ætti að verða Morgunblaðinu hvöt þess að reynast sjálft eitthvað skárra. „GIACONDAS SMILE“ eft- ir Aldoux Huxley, eða „Brosið dularfulla“, eins og það nefn- ist í sínum íslenzka búningi, er að mínum dómi skemmti- legt lestrar leikrit, en þreyt- andi sjónleikur á sviði. Veld- ur þar fleira en eitt, en þó helzt hinar heimspekilegu vangaveltur bæði í tíma og ó- tíma, sem lesandinn á auðveld ara með að stytta sér leið yfir en áhorfandinn, og fremur lág- kúruleg brögð höfundar til að skapa taugaspennu og; æsingu með áhorfendum, sérh lesand- inn getur hugsað sér skárri en þau reynast í framkvæmd. Hinsvegar er leikritið kunn- áttulega byggt að innviðum, þótt þiljurnar séu með helzt til miklu flúri á köflum, sumar persónurnar dregnar skýrum dráttum, en yfirleitt gerðar til sálfræðile^rar krufningar, og virðist höfundurinn ekki hafa mikla samúð með þeim á yfirborðinu, svo að varla er von að þeim verði vel til samúðar hjá öðrum. Ekki virðist þarna heldur um mein- leg örlög að ræða, öllu frem- ur harmræna krossgátu, þar sem reitirnir fyllast smám saman af þrauthugsuðum þversögnum; persónunum eru skapaðar sterkar ástríður, en þó sú sterkust að ræða rök- fræðilega alla skapaða hluti og óskapaða, og þá helzt er venju legu fólki með venjulegar á- stríður mundi allt síður í huga, og er það heldur leiðinleg á- stríða. Leikendum er mikill vandi á höndum að túlka þetta verk, þar eð brezk hversdagsheim- speki er oft jafn torskilin ís- lendingum og brezk fyndni. Það má því með sanni kall- ast vel að verið, er þeim tekst að leysa það mjög vel af hendi, og túlka sum atriðin Spencer hersliöfðingi, Braddock hjúkrunarkona og GufSbjörg Þorbjarnardóttir. Jón ASils jafnvel þannig að áhorfendum hlýtur að verða minnisstætt. Róbert Arnfinnssyni, sem leik- ur Henry Hutton, auðkýfing- inn, er þar þyngst byrði á herð ar lögð; við lestur finnst manni að Róbert muni hafa fátt til að geta lyft því hlut- verki, og sannar það bezt hve alhliða leikari hann er orðinn, að á sviði virðist manni hann einmitt mjög vel til þeirrar túlkunar fallinn. Einkum kemur það fram í fangelsis- þættinum hve einlægur og sterkur leikur hans er, þar eð það atriði er þannig samið að engu má skeika um leik hans svo að hinar heimspeki- legu rökræður verði ekki áheyrendum svo leiðar, að þeir sæju Henry Hutton helzt tek- inn af lífi sem fyrst. Þar á Har- aldur Björnsson líka miklar þakkir skildar fyrir frábæra nærfærni og hófstillingu í leik í hlutverki læknisins,, — og þó enn meiri fyrir það, að hann skuli megna að gera hina reyf- arakenndu viðUraign liæknis- ins og morðingjans undir lok- , in áhorfendum bærilega. Það I þarf tök til þess, eins og það atriði er frá höfundarins hendi. Gervi Haraldar er mjög gott, ' og leikur hans allur með ágæt- um. Hlutverk Ingu Þórðardóttur er erfitt og átakamikið, en þó 1 að því leyti mun auðveldara j viðureignar en tvö hin fyrr- nefndu, þar sem ástríður henn- |ar eru áhorfendum skiljanleg- ar, ógæfa hennar mannleg. Inga Þórðardóttir sýnir at- hyglisverðan leik í þessu hlut- . verki, sterkan, raunsæjan, stór- brotinn í túlkun haturs og : hefnda. Ef til vill hefur Inga aldrei náð hærra í leik sínum I Ágætur er og leikur Bryndís- ar Pétursdóttur í hlutverki Doris Mead, ástmeyjar Huttons og síðar eiginkonu og ekki er síðri leikur Guðbjargar Þor- bjarnardóttur í hlutverki hjúkr- unarkonunnar. — Þeir Jón ' Aðils, sem leikur hinn aldraða hershöfðingja, og Baldvin Hallddórsson, sem leikur fanga vörðinn, fara báðir mjög lag- ^ lega með lítil hlutvek,, — en ; oft og tíðum er ekki síður vandi að gera þeim sæmileg skil en þeim stærri. Þá eru og enn minni hlutverk, sem ekki j verða talin, og eru aðeins leik- | stjórnaratriði. Ævar Kvaran hefur þýtt leikritið og auk þess hefur hann leikstjórn með höndum. Leikritið er vandþýtt, og þótt ég telji það bera of mikið yf- irbragð þýðingar, er ekki þar með sagt að öðrum hefði bet- ur tekizt. Leikstjórnin virðist vandvirknislega unnin, Ævar hefur áður talsvert fengizt við ekki ósvipuð leikrit, bæði á og í útvarpi, þótt þetta i að teljast hafa meira list rænt gildi en venjuleg glæpa- reyfaraleikrit, en þó því að- eins að fullrar hófsemi sé gætt í túlkun síðustu atriðanna, — og það tekst Ævari mjög vel. Lothar Grund hefur gert leik- tjöldin. Loftur Guðmundsson. Melár í skógrækf Á* ——_____________. Haraldur Björnsson (læknir), Róbert Arnfinnsson (Huíton). ÁRIÐ 1956 varð mesta skóg- ræktarár Norðmanna hingað til. Uppeldisstöðvar sendu frá sér 73 milljón trjáplöntur, sem voru gróðursettar í Noregi. Auk þess sendu þær frá sér um 20 milljón plöntur, sem voru flutt- ar út til Svíþjóðar, Danmerkur og hingað til íslands.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.