Alþýðublaðið - 22.03.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.03.1928, Blaðsíða 2
B HLÞÝÐUBIíAÐIÐ 1ALÞÝÐUBLAÐIÐ f kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 91/*—lOVs árd. og kl. 8—9 síðd. Slmar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu simár). „Hver heim til sín!“ „Refirnirhafa greni. Fugl- ar himins sín hreiður, en mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að haila.“ ^ Það kom nokkuð „skrítið“ at- vik fyrir í hinni . friðsömu og blómlegu Danmörku nýlega. Og þetta litla „skrítna“ atvik hefir vakið athygli einniitt þar, sem það 'þurfti að vekja athygli. Það er ekkert á móti því, að lesendur Alþýðublaðsms, íslenzk alþýða, féi að hteyra um þetta „skrítna" atvik. Nú, sem stenidur, er mikið at- vinnuleysi í Danmörku, ekki ein- ungis í. Kaupmannahöfn heMur einnig og jafnvel aðallega úti um lamidið. Fjöldi manna hefir enga atvinnai haft í langan tíma, og er því skórinn farinn að kreppa að hjá þerrn verst settu, en stundum, þegar skórinn kreppir mjög illa að fætinum, þá vætlar blóð upp með vörpunum, og þá gerast þe&si „s.kritnu“ atvik, sem vekja athygli. Nú situr að vöMum í Dan- mörku harðsvíruð stórbænda- stjórn, sem engar atvinnubætur vill hafa, engan atvinnuleysisstyrk vill láta og vill yfirleitt ekki gera neitt, sem verða liann verkalýðn- um til hagsældar og hjálpar. Stór hópur atvinnulausra manna víðs vegar að af Jótlandi tök sig saman og ákvað að fara og hedm- sækja kóngsins Kaupmannahöfn og segja þeim háu herrum, er þar búa, að þeir ættu ekkert, hefðu enga atvinnu, ekkert brauð, ekk- ert heimili og ættu hvergi höfði sínu að að halla. * Og svo fréttust þessi ógurlegu tíðindi einn góðviðrisdag, að stór hópur af „svona lýð“ væri á leið- inni „inn í Staðinn". „Er þetta virkilega satt ?“ spurðu borgar- árnir. Gat það verið, að mennimir ættu ekkert, hef'ðu ekkert, bók- staflega ekkert? Og borgararndr, „gróssérarnir" og banka-„spekú- ian|arnir“ litu hver á annan. Jú, þeir höfðu nú eiginlega vitað þetta ,eða réttara sagt séð þetta fyrr, en þó að eins sem dauða bókstafi í hagtíðmdunum, en þetta, þetta voru tölur hins lifandi lífs. Og fólkið í kóngsins Kaup- anannahöfn varð reglulega hrætt. Ef þeir kæmu nú til bæjarins! Það var hxópað á yfirvöldin og innanríkisráðherrann, og dóms- málaráðherrann kom til skjalanna. Stór hópur vopnaðra lögreglu- manna var sendur til móts við þessa óvelkomnu gesti, sem sagt var að væru á leið „inn í Stað- inn“. Og þegar lögregluþjónarnir lögðu af stað, var sungið „Konig Kristian", og Dannebrog var veif- að og veifað. Ræður voru haldnar og nífalt danskt „húrra“ hrópað. Því í Darimörku gengur alt af mikið á við slík tækifæri sem þetta. En verkamennirnir heimnis- lausu, klaiðiau’su og brauðlausu komust ekki út fyrir Jótland. Fylkingin leystdst upp — af sjálfu sér, og lögregluþjónarnir vopn- uðu og brynvörðu komu aftur heim. — Það var ekkert — „og ári var það“, sögðu borgarnir og klóruðu sér á bak við eyrað. Og nú geta borgaramir, ,grósér- arnix“ og banka-„spekúlantamir“ í kóngsins Kaupmannahöfn dregið andann léttara. En þó er atvikið, þetta litla „skrltna" atvik, enn Iþá lifandi í hugskoti allra mcmim. Því það eru ekki að eins hundruð heldur þúsundir og þúsundir þús- unda í heiminum, sem ekkert hafa, ekkert eiga, ekki heimáli, ekki klæði og ekki brauð. En hvað segja æðstu prestar þjððskipulagsins við þessa menn, — þessa útskúfuðu, flakkandi, f öðurlanidslausu ? Þeir segja: „Farið hver heim til sín!“ Alpingi. Efri deild í gær. Lanidsbankalögum var vísað til 3. umr. og greiddu íhalds-syistkinin með tölu atkvæði á móti því. Má það undrun sæta, að aliur fhaids- flokkurinn skuli treysta sér til þess að ganga svo augljóslega í berhögg við hagsmuni þjóðarinn- ar, sem að vilja ekki láta ríkis- sjóðinn bera ábyrgð á Laridsbanik- anum, í þeim eina tiTIgangi að íeyna með þessu að hlaða undir annan banka, sem er eign út- lendinga. — Framsöguræða fram- sögumanins meiri hluta fjárhagis- nefridar (Jóns Baldvmssönar) verður birt í blaðinu eftir nokkra daga. Til 2. umr. var visað frv. um sjúkraskýli og frv. um, breytingu á slysatryggingarlögunumu MiMar umræður urðu um frvJum breyt- ingar á útsvarsskyldu, en atkv- greiðslu var frestað. Til1 3. umræðu var vísaö frv. um að ieggja niður Þingvalila- prestakall. Urðu um það miklar umræÖur, því íhaldið mat mikiu meira auravon prestsins á Þing- völlum en hag og heiður landsins, og virðist svo, sem Skerjafjarðar- pestin geisi ákaft um állan íhalds- flokkinn. En sem. betur fer getur íhaldið ekki lengur hindrað friðun hinna íomhelgu valla, og fjárvon vígðra manna og óvígðra ekiki lengur tálmað þvi, að þar verði gerðar nauðsynlegar breytingar. Neðri deild. Strandf er ð askipið. í gær voru tillögur Siigurjóns og Hannesar í strandferðaskipS- málinu samþyktar. Þannág breyttu var frv. vísað til 3. umx. með 16 atkv. gegn 12. Greiiddu Al- þýðuflokksmenn og Framsóknar- flokksmienn allir atkvæði með frv., en Ihaldsmenn allir, Gunn- ar og Sig. Eggerz á móti. Frv. er nú þannig: Landsstjórninni er heimilt að láta smíða gufuskip til strandferða af svipaðri stærð og „Esju“. Kostnaður við kaup og rekstur skipsjns greiðist úr ríkis- sjóði. Skipið skal útbúið 70—80 teningsmetra kælirúmi og hafa a. m. k. 40 sjómíina vökuhraða. Far- þegarúm skal vera 1. og 2. far- rými. Heimilt er stjórninni að taka lán til skipskaupanna, eftir því, sem þörf kann að verða á. Láxveiðamál. Frv. um fiskdræktarfélög og um ófríðun sels í Ölfusá voru bæði afgreidd til e. d. Sú breyting var gerð á fiskdræktarfélagafrv., að það fjalli að eins um klak fiska og annað, er þar að lýtur, en taki ekki- til friðunar á fiski né eyðingar sels. Fjármál Fjárstjórn íhaldsins. Þá fór fram 2. umr. fjáraiuka- laga fyrir 1926 og um lands- reikninga sama árs. Það ár fóru tekjur og gjöld hvort um sig svo mjög fram úr áætlun, að mam á 4. milljón kr. Þá ukust lausa- isikuldir rikisisjóðs um rúrnjlíeg'a) V2 milljón kr„ mest við Tandhelg- Issjóð, og á rekstrarsjóð gekk um nærri 39 þús. kr. Að vísu óx innstæða ríkissjóðs í bönkum nokkuð og Flóaáveitufélaginu var veitt rúml. U/2 hundrað þúsund kr. lán, en tekjuhalli á rekstrar- reikningnum varð yfir 200 þúsund krónur. Þannig lítur ríkisreikningurinn út síðasta stjómarár íhaldsins, sem mest hrósaði sér fyrir góða stjórn á ríkisfjárhirzlunni. HalMór Stefánsson, formaöur fjárhagsnefndarinnar, benti á, að greiddar hefðu verið fjárhæðir, sem alþingi hafði áður felt að veita, og aðrar, sem voru sams konar og þær, sem, þingið hafði felt. Haraldur Guðmundsson vítti það, að gjöldin eru ekki sundur- liðuð til fullnustu í landsreikn- ingnum, svo að víða er ekki unt að sjá, fyrir hvað féð hefir verið greitt. Enn fremur benti hann á, áð í Gullbringu- og Kjósar-sýslu, ásamt Hafnarfirði, hefir þaö ár verið gefinn eftir tekju- og eigna- skattur, sem nemur 85 289 kr. 30 aur. og í Reykjavík rúml. 57 þús. kr. („felt úx eftirstöðvum“). Auk þess voru eftirstöðvar í Gull- firíngu- og Kjósar-sýslu rúrnl. 46 700 kr. og í Reykjavík 227 278 kr. 65 aur., en aliur tekju- og eigna-skattur í Gullbringu og Kjosar-sýslu nam það ár 103 835 kr. 77 aur. Haraldur og Hannes víttu þann feluleik, að telja greiðslur í öðr- um staðnum í íslenzkum krónuim, en koma á öðrum lið með auka- gjald sem genigisviðauka. Þannig er konungsmatan, laun sendihcrra o. fl., greidd í dönskum kr., en italin í íslenzkum kr. í fjárlögum. Á þessu hefir svo jafnvel ekki1 verið leitað aukafjárveitingar. Kallaði Haraldur þá aðferð víta- vert bessaleyfi. — Magnús Krist- jánsson vildi halda áfram að greiða konungsmötuna í dönskum krónum. Taldi hann, að konung- urinn væri „starfsmaður“ ríkisinS, Haraldur benti á, að skoðun M. Kr. eða hvers annars getur ekki breytt f járlögum ríkisins, og krón- úr í íslenzkum Tögum eru auðvit- að íslenzkar krónur, en ekkl idanskar, þar sem annað er ekki tekið fram, Þá vítti Haraldur, að íhalds- stjómin hafði ekki borið undir þingið greiðsluna á netjabótunumí handa Vestmannaeyingunum, sem áðtir hefir verið getið, heldur greitt hana án heimildar. Þessu og fleiru svaraði Magnús Guð- mundsson á þann veg, að svara öðru heldur en að var fundið og réttlæta þannig annað en það, sem um var deilt. Er sú aðferð undanbrögð ein. Um réttmæti kröfunnar er ekki deilt, heldur uxn hitt, að Siamþykkis alþingis var ekki lleitað. Enn benti Haraldur á, að réttara ara er í aUa staði, að starfsmönn- um ríkisins iséu greidd föst líf- vænleg laun fyrir fulla vinnu, heldur en að þeir þurfi að vinna aukavinnu, stundum hjá sömu stofnun og þeir eru starfsmenn við, svo sem verið hefir í sumum þessara stofnana, ekki sízt stjórn- arráðimu. T. d. gegndi einn starfs- máður í stjórnarráðinu þrennum störfum þ,ar samtímis og hafðil llaun í þrennu lagí, og þar að auki vann hann við aðra ríkisstofnun. og hafði þar f jórða launahlutann. Slík starfsbútun er óheppileg. Haraldur vitti konigskomubruðl Ihaldsins. M. a. gat hann um, einn lið, sem er taJinn til óvlssra gjálda í landsreikningnum og mörgum mun víst virðast verá með ólíkiridum. Það er: vín handa ríkisstjórnmni 1340 kr. 50 aur. Aftan við landsreikninginn fylgir þessi skýrlng, sem er svar núv. fjármálaráðherra við fyrirspuns endurskoðunarmanna landsreikn- inganna: „Vín þetta var að til- Mutun forsætisráðherra keypt I Kaupxnannahöfn vegna konungs- komunnar." — Eftir hvaða lögum hefir íhaldsstjórnin látið flytja: Vínið inn í landið? Einnig gat Haraldur þess, að landhelgissjóiður á rsiðhesta, og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.