Vísir - 14.12.1910, Síða 2

Vísir - 14.12.1910, Síða 2
2 V í S I R Alt með afslætti fyrit Konur og Karía. fallegar og hentugar. 101—251 ÍVERZLUNINNI Dagsbrún. Höfnin f Hamborg. Þar er allmikið um skipaferðir, sem kunnugt er. Síðastliðinn október- mánuð kornu þar sextán hundruð kaupför. Gullframleiðsla jarðar- innar fer vaxandi með hverju ári og var í fyrra 1675 miliónir króna- Af því var þriðjungurinn fráTrans- val í Afríku, en það er lang mesta gullland heimsins. Næst komu Banda- ríkin í Norðurameríku með frekan fimta hluta gullsins og Eyjálfan ineð frekan sjöttung en önnur lönd öll til samans tæpa þrjá tíundu hluta. Nýr Robinson. J. R. Davis, einn af fylgdarmönnum Shachletons suðurskautsfara getur þess í ensku blaði aö hann hafi hitt einsetumann á Marcquaire eynni, sem er syðsta eyjan af Nýasjálands eyjaflokknum. maður þessi hjet Vilhjálmur Mac- kibbon, og var hann hinn einasti >búi eyjarinnar og bjó í litlu trje- húsi. Hann var írskur að ætt og hafði verið lengi í iörum, en nú var hann fastráðin í að dvelja þarna framvegis. Hann hafði tvo hunda með sjer og var mjög ánægðuryfir hlutskifti sínu. Þarna á eynni veiðir hann sæljón, mörgæsir og seli og hefir næga vöru að bjóða, þegar skip ber að landi. Hann Iangaði mikið til að eignast seglbát og var að safna sjer til að kaupa liann fyrir. Verkfæri úr gulli. Nýlega er farið að nota skurðlæknigaverk- færi úr gulli. Gullinu er blandað með öðrum málmi (og er þeirri samsetningu haldið leyndri) og hert síðan. Hreint gull er ekki hægtað herða nje heldur skýrara' gull en 18 karata. Þessi gullverkfæri eru beittari en önnur og fellur ekki eins áþau. Fjelageittí Chicago í Ameríku hefir einkasölu á þeim. Dynamif-plæging. Bóndi nokkur í Ameríku tók upp á því að plægja jörð sína með dynamiti, og gafst ágætlega. Hann boraði 3 feta djúpar holur í jörðina í beinum röðurn og voru 2 fet á milli hverrar holu og Ijet dynamit- skot í hverja. Þá tók hann sjer glóðarjárn í hönd og gekk eftir röðunum og kveikti í kveikiþráð- unum, og svo sprakk hvert skotið eftir annað nokkra faðma fyrir aftan hann. Þetta var ekkert hættulegt verk, því skotin voru niiklu minni en þau, sem höfð eru við grjót- sprengingar; en moldin muldist ágætlega. Nú eru aðrir farnir að taka þetta upp. Nýr spilabanki. Cintra, heitir lítill bær 37 rastir í vestur frá Lissabon (íbúar 6300). Þar dvaldi konungur Portúgalsmanna á sumrin. Þar er slot eitt einkar fagurt frá 9. öld, er Márar bygðu landið. Slotið stendur í fjallshlíð og er þar að- dáanlega fögur útsjón. Nú hefur verið stofnað á Englandi fjelag til þess að kaupa slotið og setja þar á stofn spilabanka á við spilabankann í Monte Carlo. — Af þeim banka fara margar sögur og ekki atlar sem fegurstar, enda er hann gjarnan nefndur »spilavítið« — Nú stendur fekki á öðru með þennan nýa banka en að leyfi stjórnarinnar í Purtúgal fáist fyrir stofnun lians. Viiar eru 15 224 á jörðu vorri, stórir og smáir. Af þeim eru 12191 á ströndum Atlandshafsins, 2 288 í Kyrrahafinu, 674 í Indlandshafinu og 88 í íshöfunum. Fljúgandi smýgill. Bóndi nokkur á Frakklandi fann nýlega brjefdúfu, sem hafði rekist á símann og skemt svo vænginn að hún gat ekki flogið. Hann tók hana og hjúkraði, en var þess þá var að eitthvað hart var innaní leðurhring, sem hún hafði um annan fótinn, hann spretti þá á hringnum og koni þá út skínandi fagur gimsteinn. Bóndinn var svo ráðvandur að hann fjekk lögreglunni í hendur dúfuna og gimsteininn, svo að það kæmist til rjetts eiganda. En lögreglan þóttist brátt vita að dúfan myndi hafa verið send með gimsteinin yfir landamæri Belíu, svo ekki þyrfti að greiða toll af aonum. íbúar New-York eru eftir siðasta manntali 4 766 883. Langf lug. Nýlega hefur flug- maðurinn Tabutean flogið 465,7 rastir á 6 klukkutímum og 1 mín- útu; hann hafði -þó lengst af hvass- an mótvind. 25 þúsundir franka hafa verið gefnar til verðlauða þeim, er lengst flygi í einu án þess að lenda og eru verðlaunin bundin við yfirstandandi ár. Ólíklegt er talið, að nokkur verði Tabutean fremri, því hann hefur farið 73 röstum lengra en sá, er lengst hefur kom- ist áður. Haía, meðalið nýa við sára- sótt rnætir mikilli inótspyrriu ýmsra lækna. Prófessor einn við Vfnar- háskóla telur það skaðlegt fyrir augu og eyru manna, og verði því að notast með mikilli varkárni. Dauðadómur iðnfjelags. í Rouen á Frakldandi höfðu kola- keyrslumenn gert verkfall nýlega. Þrír af verkfallsmönnum ní5fðn þó tekið aftur tii vinnu, en voru þegar dæmclir til dauða af fjelögum sín- um á næsta fjelagsfundi nieð 353 samhljóða atkvæðum. Þegar síðast frjettist, höfðu þeir náð í einn hinna þriggja dauðadæmdu manna og drep’ð hann. Stendur nú yfir ran- sókn út af morðinu. Heimsmeisiari í 500 stika sundi varð nýskeð Eyálfumaður, Beaurpaire að nafni. Hann synti (í Lundúnum) vegalengdina á 7 mín. 2Vs sek. Vatnsþróin, sem hann synti í var aðeins 44 yards á lengd, svo að hann varð að snúa sjer 12 sinnum við á sundinu. Sá

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.