Vísir - 22.12.1910, Blaðsíða 3
V í S I R
19
Söngbækur,
spjöld,
Bókaverzlun
Jólagjaflr.
JÓLABÓKIN I. og
Fræðibækur,
Jólakort,
luðm. ©amalíclssonar.
Mynibreyiing. Svíar og
Norðmenn tala nú mikið um að
breyta myntinni hjá sjer og taka
upp frankamynt í stað krónu. Virð-
ist flest mæla með þessu nýmæli.
Þórður langi.
Skólasaga eftir Zola.
III.
Þórði langa þótti skemtileg skóla-
vistin og það furðaði okkur hina
mjög á. Eitt var það þó, sem
kvaldi hann og píndi, en það var
sulturinn, því Þórður langi varaltaf
hungraður. En hann þorði ekkiað
minnast á það mannsins máli.
Jeg hefi eflaust aldrei sjeð slíka
matarlyst. En hann, sem annars
var svo drambsamur og hafinn yfir
okkur smælingjana, hann gerði
stundum svo lítið úr sjer að leika
einhver fíflabrögð ef að hann fjekk
brauðbita fyrir það, eða eitthvað
að nasla. Hann var vanur nægum
mat í sveitinni þarna undir Máres-
fjöllunum og viðbrygðin voru hon-
um margfalt meiri en okkur hinum,
þetta nauma fæði, sem við höfðuin
við að búa í skólanum.
Venjulega var það fæðan, sem
við ræddum urn, er við vorum úti
í skólagarðinum, og hjeldum við
okkur þá gjarnan út við múrinn,
þar sem skugga bar á. Við vorum
töluvert matvandir. Jeg man sjer-
staklega eftir að okkur þótti vond-
ur þorskur í rauðri ídýfu og baunir
í hvítri ídýfu. Dagana, sem þessir
rjettir voru á borðum þá vorum við
óánægðir frá morgni tii kveids.
Og Þórður langi kvartaði ogkvein-
aði með okkur, aftómri skyldurækni
því að hann hefði getað jetið af þess-
ari fæðu að minstakosti þaðsemætl-
að var sex af okkur.
Annað var það eklci seni gjekk
að Þórði langa en að hann fjekk
aldrei nóg að borða. Forsjónin
hafði verið svo hláleg að skipa
honum til sætis við lilið umsjónar-
mannsins, sem var ungur náungi
og eftirlátur og lofaði okkur að
reykja þegar við vorum á gangi úti.
Sú hefð var í skólanum aðkennar-
arnir gátu fengið helmingi meiri
mat en við hinir. Og þið hefðuð
átt að sjá hornaugun sem Þórður
Iangi gaf báðum litlu pylsunum,
sem láu á diski umsjónarmannsins,
þegar pylsur voru á borðum.
»Jeg er helmingi stærri en hann,«
sagði Þórður langi eitt sinn við
mig, »og þó fær hann helmingi
meira að borða en jeg. Raunar
hefir hann ekki heldur of mikið,
því aldrei leyfir hann!«
IV.
En foringjar drengjanna höfðu
ákveðið að við skyldum nú loks
gera uppreisn gegn þorskinuni í
rauðri ídýfu og baununum í hvítri
ídýfu.
Auðvitað var Þórði langa boðið
að taka að sjer aðalforustu sam-
særismannanna. Fyrirætlun foringj-
anna var hetjulega óbrotin: Þeir
hjeldu að það væri nóg að láta
matarlystina gera verkfall og neita
að borða nokkuö, þar til brytmn
lýsti því hátíðlega yfir að maturinn
skyldi batna. Það er eitthvert feg-
ursta dæmi um sjálfsafneitun og
hugrekki, sem jeg þekkji, að Þórð-
ur langi skyldi fallast áþessa tillögu.
Hann tók að sjer forustu þess-
arar hreifingar með hinu sama
rólega hugrekki, sem hinir fornu
Rómverjar, er fórnuðu sjer fyrir vel-
ferð æíljarðarinnar.
Því hverju ljethann sigþað skifta
þó hanu sæi þorskinn og baunirnar
hverfa aftur’ Hann sem hafði að-
eins eina ósk, og það var að fá
meira af þeim, fá fulla saðningu!
Og Það var þó farið fram á það
við liann að hann fastaði.
Hann kannaðist við það löngu
síðar er jeg hitti hann, að aldrei
hefði reynt eins og þá á lýðveldis-
dygðina, sem faðir hans hafði inn-
rætt honum — að leggja sjálfan
sig í sölurnar fyrir velferð almenn-
ings.
Um kveldið, daginn sem við
áttum að fá þorsk í rauðri ídýfu,
byrjaði verkfallið í borðstofunni
með fyrirmyndar samheldni. Við
máttum ekki smakka á öðru en brauð-
inu. Fötin með þorskinum voru
borin inn en við snertum ekki við
honum, borðuðum aðeins okkar
þurra brauð, alvarlegir eins og við
vorum vanir og án þess að hvíslast
á. Saint skríkti í þeim minstu.
Þórður langi var ágætur. Hann
fór svo langt fyrsta kveldið að hann
smakkaði ekki einu sinni á brauð-
inu. Hann studdi báðum olnbog-
unum á borðið og leit með fyrir-
Iitningarsvip á umsjónarmanninn
sem át máltíð sína.
Meðan á þessu stóð kallaði eítir-
litsmaðurinn á brytann sem kom í
hendings kasti inn í borðstofuna.
Hann hjelt þrumandi áminningar-
ræðu yfir okkur og vildi fá að vita
hvað við hefðum út á matinn að
setja. Hann smakkaði á matnum
og lýsti yfir því að hann væri
ágætur.
Þá stóð Þórður langi upp.
»Herra minn,« sagði hann, »fisk-
urinn er úldinn við getum ekki melt
hann.«
»0’nei!« kallaði umsjónarmaður-
inn og gaf brytanuin ekki tíma til
að svara, »hin kveldin hafiðþjerþó
jetið hjerumbil alt af fatinu einsam-
a 11.«
Þórður langi varð kafrjóður. Þetta
kveld var okkur blátt áfram skipað
í rúmið með þeim ummælum að
við myndum liafa áttað okkur á
þessu á morgun.
fl Rakarastofan í Austustr.171
¥ opin frá 8—8 hvern virkan ¥
J dag, 8—12 á sunnudögum.— §
Hreinleg, fljót og góð afgreiðsla. ¥
Eyj. Jónsson, frá Herru. í
Einar M. Jónasson
yfirdómslögmaður,
Laufásvegi 20.
Venjulega heima kl. II —12 og 6—7.
Útgefandi:
EINAR GUNNARSSON, Cand. phil.
Prentsm. D. Östlunds