Vísir - 14.02.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 14.02.1911, Blaðsíða 3
V I S I R 3 er nú komið í verslunina KAUPANGUR við Vitatorg. e§\xx\d\n ev aMpe^ &5 §æ5wtf\ o$ vev5\8 á5 vauda. P^TKaupendur gefi sig fram áður en byrgðir þrjóta. Misjafnt drukkið ölið. A jólanóttina kom fátækur maður inn á Iögreglustöðina i Hellerup i Danmörku. — Jeg óska að vera settur inn, sagði hann. Lögregluþjónninn leit hissa upp frá skrifborði sínu. Maðurinn bar aftur fram ósk sina. — Hvað hafið þjer þá gert ilt af yður? spurði lögregluþjónninn. — Jeg er sekur um betl. — Fyrir það þurfið þjer ekki að láta setja yður inn á jólanótt, þeg- ar aðrir hálda hátíð. — Yður er óhætt að fara allra yðar ferða. — Það er einmitt til þess að njóta hátíðahaldanna sem miglang- ar í hegningarhúsið. Eftir einn kíukkutíma fá allir fangarnir flesk- steik og rauðkál og það er minn uppáhaldsrjettur. Það ersvofjarska langt síðan jeg hef fengið saðningu mína, og það kemur vatn í munn- inn á mjer þegar mjer detlur steikin í hug. Jeg á hvergi samastað. Mig vant- ar hlýtt rúm og hreinan fatnað, svo að að þjer gerðuð mjer mikinn greiða með því að taka mig fast- ann. Það er svo í raun og veru að jeg hef betlað, en eg hef varla fengið neitt. Fólk er hætt að gefa nokkuð lieima fyrir. Að hálfri stundu liðinni var mað- urinn á fleygiferð í bifreið til næsta hegningarhúss. Honurn þótti mjög gainan í bifreiðinni. Þegar hann kom í hegningarhúsið fjekk hann heitt bað, hrein föt og fangaklefa, sem honum þótti ólíku notalegri en útihýsin, sem hann hafði orðið að hýrast í næturnar á undan. Ogþegarjólaklukkunum varhringt, þá fjekk hann líka hina margþráðu flesksteik. Hann var frá sjer numinn. TÆKIFÆRISKAUP á Smiths Premier Ografin og V. grafin Q. V Si s ritvélum hjá G. Gíslason & Hay, Reykjavík. Eitt hið vandaðasta ÍBÚÐARHÚS í bænum er til sölu. Lysthafendur snúi sér til til ritstj. Vísis. Útgefandi: EINAR OUNNARSSON, Cand. phil. Prentsm. D. Östlunds. Arnar — vals — smirils —hrafns — sandlóu — skúins — skrofu— rjúpu — þórshana — hrossagauks — sendlings — álkti — teistu — og’ ýms fleiri, ný og óskemd, kaupir Einar Ounnarsson, Pósthússtræti 14 B. g|TAPAÐ-FUNDiÐ(Q Lyklakippa fundin hjá Apótekinu. Eigandi vitji á afgr. Vísis gegn greiðslu þessarar auglýsingar. Regnhlíf í óskilum á afgr. Unga ís- lands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.