Vísir - 26.02.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 26.02.1911, Blaðsíða 2
22 V í S I R 1 1 Bestu UBBimBI silkislifsin mwmmmmmmwmmm* asasm n bbh nmmm i fást í 1 Pósthússtræti 14 B im— wmrnim þeyta eggin, eins og Kvennafræð- arinn kallar það. Sjálfur kemur Th. hvergi nærri. Það eru þráðlausir rafurmagnsstraumar sem gera það segir hann og brosir í kampinn. Þessu næst kemur Th. með bak- araofn. Hann er fet á dýpt og tvö fet á breidd og gerður úr flögu- grjóti með aluminiumplötu í botn- inum. Við skoðum ofninn grand- gæfilega, alt er ískalt. Aðstoðar- maður hans kemur þá með deig í kökur og kex sem er látið í ofninn. Th. tekur úrið upp úr vasanum og horfir á um stund, opnar svo ofn- inn og tekur út fullbakaðar kökur bæði ilmandi og heitar og býður okkur að bragða, og geðjast okkur að þeim ágætlega, Frh. Svarti dauði gengur enn mjög í Austurlöndum, og er nú kominn til Peking. Kínastjórn sæk- ist mjög eftir læknum frá Norður- álfunni, og fara þeir þangað hundr- uðum saman, þó um líf þeirra sje að tefla. í Charbin hefur helming- ur allra lækna dáið. Svartidauði kominn til Norðurálfu. Frá Pjetursborg frjettist að svarti dauði væri kominn í hjeraðið Astra- kan í Rússlandi hinn 11. þ. m. og var þegar á tuttugu og tveini stöð- um þar. í Austurálfu geysrr pest þessi með ógnar ofsa. í borgina Foud- ziadan kom pestin fyrir skömmu, voru þá 40000 íbúar þar. Nú eru aðeins 4000 eftirlifandi. Her- menn halda vörð um borgina og og skjóta vægðarlaust hvern sem reynir að flýja. Suðurskautsför. Hinnll. þ. m. lögðu 27 Japanarfrá Welling- ton í New Zeeland í Suðurskauts- leit. Foringi fararinnar heitirShirase og er hershöfðingi. Er r.ú leiðangur úti úr ýmsum lönduni í sömu erindum ogkappið mikið. Mikill kuldi. Hinn 8. þ. m. var 27 gráða frost á San Stafano á Ítalíu. Það er hið mesta frost sem menn vita til að hafi verið á Ítalíu um síðustu 250 ár. íbúatala StokkhóSms er eftir sfðasta manntali 344000. Singer vjelfræðingur, sem saumavjelarnar eru kendar við er nýlega dáinn í Berlín. Honum fylgdu 250 þúsundir manna til grafar. Frá Sikiley er að frjetta snjó- þyngsli mikil. Snemma í þessum mánuði var svo mikill snjór aðtók fyrir alla flutninga. Menn eiga þar ekki sleða, og eru illa staddir þá sjaldan að snjóar. Eirlíkneski frá árinu 900. Forngripasafnið í Stokkhólmi hefur hlotnast mjög merkilegur gripur. Það er líkneski úr eir, sem fundist hefur í Sudermanland. Myndin er 7 cm. á hæð og er af hinu forna ársæld argoði Norðurlanda, Frey. Talið er að myndin sje um 1000 ára gömul. Úr bænum. Skipafrjettir. E/s Norðurljósið kom 21. frá Stykkishólmi með nokkra farþega. E/s Mjölner kom 23. þ. m. meðnokkra farþega, þar ámeðal Eng- lending til stjórnar gullnámunum í Miðdal og Þjóðverji til efúriits gas- stöðinni. Fiskiskipin eru flest farin út. Eitt þeirra er fyrst fór Sigurfarinn kom aftur hafði brotið »bómuna«. Nú eru aðeins 3 eftir á höfninni. Valurinn kom 22. með enskan botnvörpung tekinn í landhelgi fyrir Oarðsskaga og var hann sektaður um 800 kr. en afli og veiðarfæri voru ekki gerð upptæk vegna ónóg- ra sannanna. Skipstjórinn er dansk- ur maður J. C. Christenser að nafni. skipið heitir Chaliforna. Q. Y. 465. Nelson, betnvörpungur kom inn í gær eftir 12 daga útivist. Hafði aflað 22 þúsundir. E/s Ceres fór frá Færeyjum 24. síðd Hanson og námastjórinn nýi lögðu af stað í fyrra morgun upp í Miðdal. fsinn á tjörninni er nú 9 þuml. þykkur. Mikil ístaka í gær til gamla shússins. f Ekkjufrú Anna BreiðFörð (Bröttugötu 6) andaðist 23. á 77. aldursári. Hún var ekkja Breiðfjörðs sál. kaupmanns og hin besta kona. Bæjarslúður. í bænum geng- ur sú fregn staflaust í dag að ráð- herra hafi við konung tilnefnt eftir- mann sinn Hannes Hafstein. Síðustu blöðin. ísafold 22. febr. Vantraustsyfir- lýsingin (varnir ráðherrans). — Dönskusogin orðskrípi og bögu- mæli. — Rangárbrúin. Viðeigandi ræðutexti ( . . . »þó að ráðherrann láti lífið fyrir »bræðurna«, sem iðra- verkm hafa tekið, hvernig eiga þeir þá allir að komast í sæti hans?«) Fjallkonan 21. febr. Viðskifti íslendinga við aðrar þjóðir. — Frelsi í orði, fjötrar á borði. (Gjöld utanþjóðkirkjumanna og neitun um prestverk þeim til handa).—Skatta- mál. — Þingmálafundargerð N.- Þingeyinga. Lögrjetta 22. febr. Aðskiliiað- ur ríkis og kirkju eftir S. G. — Stjórnarskrárfruinvarp dr. J. Þ. og Bjarna Jónssonar. Ingólfur 23. — Framkvæmd bannlaganna. — Þýðingstóistúkunn- ar Bankanefndin (gamangrefn). ísafold 25. febr. Óhappið unnið. — Dönskusoin orðskripi og bögu- mæli. — Franski bankinn ogfranska lánið. —' Ráð við ofmetnaðar brjál- semi. Lögrjetta 25 febr. Vantrausts- yfirlýsingin — Jökulsá á Sólheima- sandi. — Stjórnartíðindi. — Nokk- ur orð um lán og landbúnað eftir Daníel í Brautarholti. — Þingmála- fundir í Borgarnesi og Miklaholts- hreppi. Reykjavík 25 febr. Vandræða forseti eftir J. Ól. — Hafnarmálið. — Um ísl. landbúnað. Dáin: 20. þ. m. Sigríður Tóm- asdóttir frá Eyrarbakka 59. ára. S. d. Jóhanna Friðrika Árnadótt- ir frá Hergilsey 24 ára. 22. Solveig Lyólfsdóttir ekkja frá Herdísarvík. S. d. Þórður Þórðarson frá Hábæ eystri 67 ára.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.