Vísir


Vísir - 19.03.1911, Qupperneq 1

Vísir - 19.03.1911, Qupperneq 1
24. Kemur út virka daga ki. 11 árdegis, nema laugardaga kl. 6 síðd. Sunnud. 19. mars 1911. Sól í hádegisstað kl. 1,2,35' Háfióð kl. 7,57' árd. og kl. 8,15 síðd. Háfjara kl. 2,9 síðd. Póstar. E/s Ingólfur til Ciarðs. E/s Botnia frá útlöndum. E/s Ve8ta frá úti. norðan mn land. Afmæli. Frú Steinunn Hjartardóttir 42 ára. Ekkja Sigþrúður Friðriksdóttir 81 árs. Veðrátta í dag. Loftvog £ ÍS 'C Vindhraði Veðurlag Revkiavík 768,2 + i,o A 1 Skýjað Isafj. 768,7 — 6,4 0 Heiðsk. Bl.ós 769,6 — 5.2 S 3 Ljettsk. Akureýri 769,8 - 7,0 SV 1 Heiðsk. Grimsst. 733,5 — 8,0 SSV 2 Heiðsk. Seyðisfj. 771,2 — 5,1 0 Heiðsk. Þorshöfn 771,9 2,2 0 Skýjað Skýringar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = Iogn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = goia, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 = hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. ISIæsta blað á morgun. Úr bænum. Skipafrjettir. Jón Forseti botnvörpungur kom inn í gærkveldi hlaöinn af fiski, voru 30 þdsundir undir þiljum og 10-15 þúsundir á þilfari. E/s Botnia kom í gærkveldi með fjölda farþegja. Meðal þeirra voru frá útlöndum Einar skáld Bene- diktsson og frakkneski ræðismaður- inn nýi Blanche meö konu og börn. Frá Vestmannaeyum komu mjög margir. Síðustu hlöðin. Ingólfur 16. mars: Bankamál- ið á mánudaginn. — Trúfrelsi. — Fylgi bannlaganna. Þjóðviljinn 18 mars: Ráðherra- tilnefningin, þingræði traðkað. — Hr. Pjetur Zophoniasson! — 25 blöð (að minsta kostiý til marzloka. Eintakið kostar 3 au. ísafold 18 mars. Þingræöis brotið — Endurreisn gæslustjóranna. - Elja og atorka gömlu bankastjórnarinnar. — Sýn- ing Ásgríms. — Aðflutningsbann áfengis. — aj tawd\. Frá Miðnesi að frjetta landburð af fiski veiddan í lóðir. í Garðinum byrjað að fiskast í net. Frá alþingi. Loftskeytasamband við Vest- mannaeyar samþykt í neðri deild í gær með 14 : 10. Háskól nn. Samþykt í gær í neðri deild fjárveiting til hans svo að hann geti tekið til starfa í haust. Vantrausfið í neðri deild í gær. ' Það var 7. málið á dagskrá þar. Frarmögumaður var Skúli Thorodd- sen og er hjer ágrip af ræðu hans frá þingfrjettaritara Vísis. Vantrauststillöguna má lesa í síð- asta blaði. Skúli Thoroddsen: Sagði að Kristján hafi ekki traust meiri hluta þjóðkörinna þingmanna og með því að taka við ráðherraembættinu ; hafi framið brot á þingræðisreglum sem komist hafi á með skipun tveggja undanfarandi ráðherra. Það vita allir hvað þingræði er áríðandi fyrir góða samvinnu þings. og stjórnar. Undir þingræðinu sje heill þjóðarinnar komin og henni hætta búin ef þingræðið sje brotið. Kristján hafi brotið gegn 1. og 4. grein ráðgjafaáhyrgðarlaganna með því að takast á hendur ráðherra- embættið. Afgreiðsla í Pósthússtræti 14. Opin allan daginn. Ráðherra, en ekki konungur,ábyrg- ist hverja stjórnarathöfn, jafnvelsjer- rjettindastörf konungs eru framkvæmd á ábyrgð ráðgjafa. Hver gerð kon- ungs sje á ábyrgð ráðherra, jafnvel rœður er hann flytti erhanntekurá móti útlendum sendiherrum. Að- eins krossar og titlar væru ekki á hans ábyrgð. Að það hefði verið vilji konungs að þingviljinn einnig að þessu sinni rjeði um ráðherra- skipunina, sást glöggt af símskeyti konungs til forseta sameinaðs þings 28. febr. Þar sem stendur: »Kaupmannahöfn 28/2 1910. Með skýrskotun til símskeyta, er mjer hafa borist, tel jeg heppilegt, svo að úr málum greiðist, að veita tíma til rólegs áframhalds samninga- umleitana þeirra, er nú eiga sjer stað, og vænti þess, að fá síðar skýrslu itm það, hversu málum er komið, er eg kem heim frá Svíþjóð 11. mars. Óskað er, að foringjum þingflokk- anna sje skýrt frá þessu. Fredrik /?.« Af þessu símskeyti virðist Ijóstað konungur vilji skipa ráðherra að vilja þingsins. Sem sönnun fyrir því að hann hafi haft stuðning nieiri hluta þjóðkjörinna þingmanna les hann upp símskeyti sjálfstæðis- flokksins til konungs um vilja meiri hlutan. Þetta símskeyti hafi orðið til á flokksfundi, en auk þess liggi hjer fyrir sjer skrifleg yfirlýsing 19 þjóö- kjörinna manna, og auk þesshefðu tveir menn lýst yfir fylgi við sig í votta viðurvist. En hlægilegt þætti sjer þegar andstæðingarnir þættust vita betur um gerðir flokksins en flokkurinn sjálfur. Kristján gat því aðeins haft 13 þjóðkjörna og 6 konungkjörna. Hann og sjera Sig- urður Stefánsson hafa farið til Krist- jáns og skorað á hann að fylgjast að málum með flokknum en Krist- ján neitaði. Kristjáni tjáði ekki að bera fyrir sigr að hann hafi verið í 1 meiri hluta þar sem hann alls ekki

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.