Vísir - 26.03.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 26.03.1911, Blaðsíða 2
86 V I S I R. allskonar ÁTEXTI með lægsta verði í bænum. Lög um vita, sjómerki o. fI. Afgreidd frá þinginu í gær. Það eru önnur lögin frá þessu þingi og hljóða svo: 1. gr. Vita, leiðarljós, sjómerki, dufl eða önnur leiðbeiningarmerki fyrir skip má ekki setja upp nema með leyfi stjórnarráðsins. Sá, sem óskar að koma upp einhverju þesskonar leið- beiningarmerki, hvort sein það er hafnarnefnd, sýslunefnd, hreppsnefnd eða einstakur maður, verður að senda stjórnarráðinu beiðni um leyfi til þess, ásamt nákvæmri lýsingu á hinu fyrirhugaða merki, legu þess og tilgangi. Stjórnarráðið bindur leyfið þeim skilyrðum, er þurfa þykir, eða neyt- ar um það, ef merkið telst skaðlegt. 2. gr. Eigandi eða umráðandi Ieiðbein- ingarmerkis ber ábyrgð á því, að merkinu sje ávalt haldið í góðu standi og það fullnægi skityrðum þeim, sem sett voru þá er leyfið var veitL Vanræki hann þetta, má stjórnarráðið eftir atvikum láta taka merkið burt á hans kostnað. 3. gr. Leiðbeiningarmerkjum má ekki breyta nema með leyfi stjórnarráðs- ins og verður því umráðamaður, sem breyta vill merki, að Ieita til þess leyfis sitjórnarráðsins að minsta kosti 2 mánuðum áður en hann ætlar sjer Lð koma breyting- unni á. Nú vilja umráðamenn leggja niður merki, sem eigi ber skylda til að halda við áfram og skal þá tilkynt stjórnarráðinu með tveggja mánaða fyrirvara að minsta kosti. Sje merki þannig burtu numið,skal j það gert svo rækilega, að á því verði ekki vilst á eftir. 4. gr. Nú bilar leiðbeiningarmerki, og skal þá eigandi eðaumráðandi senda tafarlaust stjórnarráðinu tilkynning um bilunina með símskeyti eða hraðboða eftir atvikum, ogberhon- um að koma merkinu í lagsemallra fyrst. Þegar merkið er komið ílag, skal hann senda stjórnarráðinu til- kynning um það. 5. gr. Ákvæði laga þessara um viðhald og niðurlagning leiðbeiningarmerkja ná einnig til merkja þeirra, sem til eru, þegar lögin öðlast gildi. 6. gr. Auglýsa skal í Lögbirtingablað- inu allar breytingar, er verða á vitum og öðrum leiðbeiningarmerkjum fyrir skip, og ennfremur gerirstjórn- arráðið ráðstafanir til, að þær verði auglýstar utanlands, eftir því sem þarf og á þann hátt, sem tíðkast hefir hingað til. 7. gr. Stjórnarráðinu er heimilt aðfyrir- skipa eða gera það að skilyrði fyrir staðfesting hafnarreglugerða ,að sett sje við hafnir nauðsynleg leiðar- merki á kostnað hafnarsjóðs, enda sje kröfum um það hagað eftir tekjum sjóðsins og efnahag. Hafnarnefndum er skylt að Iáta nema burt úr höfnum eða leiðum inn á þær skipsflök eða annað, er hefir sokkið þar eða rekið þangað og getur valdið skaða skipum, er þangað leita eða þar liggja. Jafnan skal hafnarnefnd Iáta leggja j dufl út til viðvörunar, þar svo er ástatt, þangað til fullnaðarráðstöfun hefir veriö gerð. Kostnað þann, sem af þessu leið- ir, greiðir hafnarsjóður. Fari kostn- aður frani úr 300 krónum, greiðir landsjóður það, sem umfram er, eftir reikningi er stjórnarráðið úrskurðar. Kostnað af duflum ber þó hafnar- sjóður einn. Nú verður ágreiningur um það svæði, er telsf til hafnar eða leiðar á höfn, og sker stjórnarráðið þá úr. 8. gr. Nákvæmari ákvæði um starfrækslu vila og sjómerkja, og um ráðstafanir til að afstýra hættum og farartálm- um á höfnum og skipaleiðum um- hverfis landið, ska! setja í reglu- gerð, er stjórnarráðið semur. 9. gr. Þegar hafnsögumenn verða þess varir, að leiðbeiningarmerki á því svæði, þar seni þeir eru hafnsögu- menn, eru í ólagi, ber þeim að gera hlutaðeigandi lögreglustjóra viðvart um það tafarlaust. 10. gr. Brot gegn- lögum þessum varöa sektum alt að 200 kr., og fer um mál út af þeim sem um almenn Iögreglumál. Lofiskeytamálið á alþingi. Á fimtudag sendi landssímastjór- inn til útbýtingar í neðri deild al- þingis prentað skjal allmikið þess efnis, að ráða þingmönnum frá að Ijá atkvæði sitt til loftskeytasam- bands við Vestmannaeyar. Málið var þá til 3. umræðu. Stundu fyrir hádegi barst skjalið í hendur Vilh. Finsen, sem undir eins brá við og ljet prenta svar til Forbergs. Hittist svo á að báðum var útbýtt s a m t í m i s í deildinni skömmu eftir hádegi. Er sagt að landsímastjórinn hafi orðið »langur í andlitinu«, þegar hann heyrði þetta, og auðvitað var skjal hans árangurslaust. V. F. er bæði fljótur og fylginn sjer, enda er hann vanur blaðamensku frá útlöndum. Hallbjörn. Skrítlur. Þegar jeg verð lasinn fer eg til læknis að leita ráða. Hann skrifar mjer lyfseðil og egborgahonum— læknirinn þarf að lifa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.