Vísir - 02.04.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 02.04.1911, Blaðsíða 2
i Sunnud. 2. apríi 1911. Só! í hádegisstað kl. 12,31' Háflóð kl. 7,13' árd.og kl. 7,36‘:síðd. Háfjara kl. 1,25' síðd. Póstar. Kjósar- og sunnanpóstar fara. Afmæll. Frú Amalia Sigurðardóttir. Haraldur Sigurðsson verslúnarm. 29 ára. Einar Ólafsson vjelastjóri 37 ára. VÍSíR. Með síðasta blaði var lokið öðrum flokki hans og hefst hinn þriðji með blaðinu í dag. Hann verður sömuleiðis 25 blöð og kostar 50 aura fyrir á- skrifendur í Reykjavík (tekinn á afgreiðslunni) en 60 aura sendur út um land og 70 aura (20 cents) til útlanda. 1. flokkur fæst enn og kost- ar 25 aura. 2. flokkur fæst enn og kost- ar 50 aura. Einn af sálarfræðingum bæ- arins, sem í kyrþei er að rann- saka þingið, hefur lofað Vísi ] skýrslu sinni. Þingvísnasafnið kemur úr há- tíðunum. Ferðamaimasýning í Berlín. í gær átti að opna »aiþjóða- ferðainannasýningu« í Berlín þar sem Pýskaland, Austurríki, Sviss, Holland, Belgía, Finnland, Svíaríki, Noregur og Danmörk keppast um að gylla fyrir mönnum hvedásam- legtsjeaðferðast á sínum sióðum. Danska ríkisþingið hefur iagt fram 12þúsund krónur til sýning- arinnar og mun það vera lang lægsta tillagið. P>ó virðist svo sem töluvert hafi verið hægt að gera fyrir þetta fje. Danmörkhefur 170 ferstikna stóran góifflöt í sýningarskálanum til umráða og er honum skift í fjögur herbergi. í einu þeirra er þakið málverkum af einkennilegu dönsku landslagi, en á gólfinu standa 3 glerskápar með dönskum postulínsiðnaði. í öðru herberginu er synd ströndin við Helsingjaeyri, sjeð frá skógin- um við»Julebæk« og sjest »Ma- rienlyst« og »Krónborg« í fjarska. í þriðja herberginu er dönsk ferðamannaskrifstofa, þar sem gefnar eru allar upplysirigar um ferðir til og um Danmörku. Eru veggirnir þar þaktir af ljósmynd- um af landslagi þar ogstórt Dan- merkurkort er þar einnig. Þar fást gefins prentuð rit, sem ætluð eru til að vekja löngun til að ferð- ast um landið og Veitingahús, Baðstaðir ogfl. þessháttar auglysa sig þar, sem best þeir geta. í fjórða herberginu er synt hvernig' menn komast hægast frá Þyska- landi til Danmerkur (Ferjan milli Gedser og Warnemiinde) og er þar sýnd eftirgerð ferjan. Daglega verða hafðar ijósmynda- sýningar og fyrirlestrar um Dan- mörku. Hjer er aðeins stuttlega farið yfir sögu. En þetta má gera fyrir einar 12 þús. kr. Á þessa sýningu hefði ísland átt erindi, en að sjálfsögðu verður forðast að nefnaþað, fremur en ekki væri það til. — Hjer er al- varleg keppni milli landanna. Kæmi einhvertíma árvökur stjórn í landið yrði svona tækifæri not- að. Eflaust hefði »Hamborgar- Ameríkulínan«, sem hingað send- ir ferðamannaskip árlega, lagt drjúgan styrk til íslandssýningra, ef farið hefði verið fram á það. Danmörk hefur lítið að sýna, en Svíaríki, sem ekki er neitt sjer- legt ferðamannaland heldur, lagði til sinnar sýningar — hundrað þúsund krónur. Grímur! Skýrslugreinin of harð- orð. Fæst hún ekki mildari? Úr bænum. Hringurínn, kvenfjelagið, Ijek tvo sjónleika í lðno á fimtudagskveldið til ágóða íyrirberklasjúklinga. Voru leikarnir svo vel sóttir, að margir urðu frá að hverfa. Þetta þótti hin ágætasta skemtun. Ljeku tómar jómfrúr, þótt í ýmsu gerfi væru. Mun ekki örvænt, að leikarnir verði endurteknir einhvern næstu daga. Norðan-og vestanpóstur komu í gærkveldi með Ingólfi. Málverkasýning Einars Jóns- sonar er opin í dag. Fyrirlestur um Qull heldur Ásg. Torfason, efnafræðingur í Iðnó kl. 5 í kveld. Aðgángur 10 aura. Skipafrjettir. E/s Patria fer til útlanda í kveld. Tekur pósl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.