Vísir - 02.04.1911, Blaðsíða 3
V í S I R
2
Fiskiskipin, komin:
Valtýr með 14 þús.
Ása með 15'/2 þús. Þetta skip
var áður komið með 8 þús. og er
lang afla hæsta fiskiskipið lijer.
Færeyskt Iifrarkaupa-gufuskip
kom í gær. Þess starf er að sveima
milli fiskiskipa og kaupa og bræða
lifur.
Botnvörpuskipin eru kom-
in:
Marz með 35 þús.
Leiguskip, skipstj. Jón Jóhannss
með 36 þús
Freyr — 20 —
Geir, björgunarskipið, fór í fyrri-
nótt austur til Seyðisfjarðar til þess
að sækja frakkneska skonnortu, sem
spítalaskipið »La France« sigldi á
og hafði brotið töluvert.
í Slippnum eru nú 4 skip í
aðgerð: Sigriður (nær fullgerð)
Hrólfur, Sljettanesið og Resolut.
Síðustu blöðin.
ísafold l.apríl: Stjórnarskrármál-
ið á þingi — Silfurbergsmálið (sagt
frá viðskiftum fyrverandi ráðh. B.
J. og Tuliníusar í því máli)—Þing-
ræðisbrotið — Símskeytið góða og
ráðherratilnefningin — Afarmikið
ranghermi (símskeyti Hannesar).
Þjóðólfur 31- mars: Stjórnar-
skrámálið — Fjárveitingar til safn-
anna — Kosning borgarstjóra —
Smyrsli (um fylgi við Sk. Th.).
Reykjavík 1. apríl: Sönnunar
gögnin — Ráðherraeftirlaun —
Hvar eru peningarnir — Rangár-
brúin.
Tilraunafjelagið hjer er í miðils-
hraki, eftir því sem frá er skýrt í
síðasta Norðurlandi. «Það má vel
vera að einhverstaðar á landinu sjeu
menn, er hafa góða miðilshæfileika.
Það væri vert fyrir slíka menn að
gefa sig fram við Tilraunafjelagið —
—. Þett mætti vera þeim og fje-
laginu til gagns. Er íllt til þess að
vita ef slíkir hæfileikar væru til og
ekkert athugaðir«.
Næst er fyrir Reykvíkinga að gefa
sig fram.
‘Jvá afy\w$\.
Efri deild kýs gæslustjóra.
Með brjefi frá 27. f. m. baðst
ráðherra lausnar frá gæslustjóra-
störfum við Landsbankann og var
þessvegna kosinn nýr gæslustjóri
fyrir deildina. Kosningin fór fram
í gær og hlaut Jón Ólafsson al-
þingismaður kosningu með 7 atkv.
en Jón Qunnarsson samábyrgðar-
stjóri hlaut 6 atkv. Kosningin
gildir þann tíma, sem eftir var af
kjörtíma Kristjáns Jónssonar, eða til
1. júní 1914.
Samþyktir um heyforðabúr
eru 3. lögin frá alþingi f ár.
1. gr.
Heimilt er sýslunefnd að gera
samþykt um heyforðabúr fyrir hvern
hrepp innansýslu, sem óskar þess.
5. gr.
í samþykt má ákveða:
a. Um heyásetningseftirlit.
b. Ustofnun forðabúrs, svosem með
því, að hreppsnefndin semji við einn
ega fleirr menn, að þeir hafi til
ákveðinn forða af góðu heyi handa
þeim búfjáreigendum í hreppnum,
er kynnu að Ienda í heyþroti, ellegar
á annan hátt tryggja það, að ákveð-
inu heyforði sje til í hreppnum til
hjálpar í heyþroti.
c. Um ákvæðisgreiðslu úr sveitarsjóði
fyrir hver 100 kg af heyi (töðu eða
útheyi) til þeirraer heyforðann ábyrgj-
ast.
d. Um verð, fyrirfram ákveðið, á
heyi úr heyfórðanum og innheimtu
þess og gjalddaga.
e. Umumsjón hejforðans, enda sje
hann jafnan undir eftrliti sveitar-
stjórnar.
Fjárlögin eru þessa dagana til
2. umr. í neðri deild. Á föstu-
dagskveld var gengið lil atkvæða
um 14 fyrstu greinarnar og voru
þar við 109 breytingartillögur. í
gær voru ræddar síðari greinar lag-
anna og er hætt var í gærkveldi
höfðu 10 beðið um orðið. Við
þennan síðari kafla eru 89 br.tillögur.
"VJLtaw aj lawdv
Bændanámsskeið stendur nú yfir
á Hólum í Hjaltadal. Er þar að-
komandi Sigurður Einarsson dyra-
læknir og heldur fyrirlestra.
Kristbjörg Jónsdóttir kona
Magnúsar Einarsonar söngkennara
á Akureyri andaðist á sjúkrahúsinu
þar 14. f. m. eftir langvinna van-
heilsu.
E|s Jón Signrðsson.
Varðskip íslendinga.
í Gjallarhorni frá 16. f. m., sem
kom með pósti í gær, er grein þess
efnis, að að minning Jóns Sigurðs-
sonar verði heiðruð með samskotuni
til varðskips handa okkur. Hug-
myndin er fögur, en ervitt mun um
íramkvæmdir. En þeir, sem aldrei
víkja.hafa sitt fram um síðir. Hjer
þarf ötula forgöngumenn. Verkið er
ekki ókleift.
—..■iffT....... * f---------
Tínt
— komið í safnið.
Nú er það ekki konunginn sem
vantar, bankareikningana eða vara-
sjóð landsbankans, heldur dálitla
glepsu úr landsjóði: Fjöldi manns
er farinn að leita — eins og fyrri
skiftin — en enginn árangur enn.
Hvað segðuð þið um ef 200000,00
kr. hafa hripað niður úr landsjóðt?
Hjer er ræðustúfur eftir ráðherra
um þetta efni, tekinn úr Reykjavík-
inni í gær.
»Jeg vil ekki efa«, mælti ráðherra
(Kr. J.), »að fje þessu hafi verið
varið eftir tilætlun þingsins, eða
þá að það sje einhversstaðar
óeytt.. En þrátt fyrir eftirgrenslun
mína í Landsbankanum, þar sem
jeg hefi gefið nánar gœtur að öllu,
einnig að reikningum gjaldkera
landsjóðs, og þrátt fyrir eftirgrenslun
embættismannanna í stjórnarráðinu,
sem jeg hefi lagt fyrir að rannsaka
þetta, hefur oss enn ekki tekist að
finna, hvernig fje þessu hefur
verið varið eða hvar það er niöur
komið*.
Þingvísur:
3.
Kaflar ur ræðu siðra þm.Flóamanna.
Nú skal sjer fyrir bændur beitt,
svo blómgist kirkja og hagi
mót allri mentun — »yfirleitt«
»einkum og sjerílagi*.
Um Flóamenn í fáu er skeytt,
jeg »fjalla« um þeirra hagi
með orðagjálfri — »yfirleitt« —
»eirtkum og sjerflagi«.
Frumvarp enn hjer flyt jeg eitt,
flest er af sama tagi:
annara smíði — »yfirleitt« —
»einkum og sjerílagi*!1
1) Vísur þessar vora uppáhald deild-
armanna, þar til þeir komust að þeirri
sorglegu raun að maðurinn notar yfir-
leitt ekki þessi orðatiltæki einkum og
sjer í lagi ekki einkum og sjer í lagi.