Vísir - 04.04.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 04.04.1911, Blaðsíða 3
V í S I R Misskilnmguriim. Eftir Rudyard Kippling. Frh. »Þakka yður fyrir«,greip Wilton fram í »jeg veit hvað á eftir kemur — síðan Vilhj. Bastarður kom til Englands og Karl konungur faldi sig í reykháfnum á lestinni. Þjer eruð alveg jafnvitlaus og aörir í Englendingar. Ef lestin er búin að j ganga svona lengi þá er meira en mál komið til þess að stöðva hana ! einu sinni eða tvisvar.« Nú fór að smábrydda á að Wilton var Ameríkumaður. Hann gat ekki haft hendurnar kyrrar eitt einasta augnablik. »Setjui nú svo að þjer hefðuö stöðvað keisarahraðlestBandaríkjanna , eða kyrrahafslestina?* »Jú setjum nú svo. Eg þekki Otis Hawey, eða þekti hann að minsta kosti einu sinni. Eg hefði sent honum símskeyti og þá hefði hann skilið að það var af mikilvæg- um ástæðum. Það er það sem eg hefi verið að segja þessu enska stein- gjörfingafjelagi.* »Hafið þjer svarað brjefunum án þess að leita til lögfræðings?* »Já auðvitað.* »Hver þremillinn! Jæja, haldið þjer áfram Wilton.* »Jeg skrifaði þeim að mjer væri sönn ánægja í að tala við formann fjelagsins og útskýra máliö fyrir honum með fáum orðum.« »E það fjekst ekki. Það lítur út fyrir að formaðurinn sje nokkurs- konar guð. Hann átti mjög ann- ríkt — þjer getið annars lesið það sjálfur, svo heimtuðu þeir útskýring- ar.« Stöðvarstjórinn í Arnberly, sem annars er vanur að skríða í duftinu fyrir mjer, heimtaði skýringu. Yfir- foringinn á St. Bololps stöðinni 4—5 — og hans hágöfgi yfirasna- kjálkinn, sem ber olíu á gufuvagn- ana heimtaði skýringar á hverjum degi.« »Jeg sagði þeim þetta sama sem jeg er búinn að segja hundrað sinn- um ; eg stöðvaði þessa heilögu tign- arlegu lest af því að jeg ætlaði að komast ,um borð‘ í hana. Ætli að þeir haldi að jeg hafi ætlað að þreifa á slagæðinni á henni.* »Þaö hafið þjer þó vonandi ekki sagt?« ♦ Þreifa á slagæðinni. Nei auð- vitað.« »Nei jeg á við um borð í lest- ina.« »Hvað hefði jeg annars átt að segja ?« »Kæri Wilton! Það er þá árang- urslaust að frú Sherbourne og Clays og við hin höfum unnið að því í 4 ár að gjöra úr yður Englending úr því að þjer komið með aðra eins fjarstæðu eins og þetta í fyrsta sinn sem yður rennur í skap.« »Jeg lít ekki framar við frú Sher- bourne eða neinu af öllu liðinu. — Þá vil jeg heldur Ameríku. Hvað hefði jeg annars átt aðsegja? ,Með leyfi1 eða ,Þakka yður fyrir' eða hvað?« Nú var ómögulegt lengur að vera í vafa um hverrar þjóðar maðurinn var. Málæði, hreyfingar og göngu- lag sem búið var að kenna honum j með mikilli fyrirhöfn var horfið á vetfangi. Hann var auðsjáanlega j sonur hinnar yngstu þjóðar, sem átti rauða Indiána að forfeðrum. Rödd hans var orðin há og skræk. j Augnaráð hans lýsti ýmist óþarfri mælsku, öfgakendri gremju, snögg- um og tilgangslausum hugsunum, ' barnalegri óstýrilátri hefnigirni og j hinni! skilningslausu undrun barn- anna þegar þau reka sig á borðs- horn. Og eg vissi að hinu megin var fjelag sem ekki skildi heldur nokkurn skapaðan hlut í þessu öllu saman. I |: Jeg gæti keypt allar þessar and- skotans járnbrautir þeirra og það 1 þrisvar sinnum«, tautaði Wilton og æddi fram og aftur um gólfið. »Jeg vona að þjer hafið ekki sagt þeim það!« ! Hann gegndi ekki; en jeg sá j: þegar jeg las brjefin, að hann hafði sagt þeim hitt og annað. j Búkanska fjelagið hafði spurt um | hversvegna Induna lestin hefði ver- ! ið stöðvuð, en svo hafði þeim : ekki fundist upplýsingarnar nógu ! alvarlegar. Þessvegna rjeði fjelagið j! »Herra Wilton Sargent* til að láta j málaflutningsmann sinn ná viðtali j við málaflutningsmann fjelagsins, eða svo minnir mig að hin lögfræðis- legu orðatillæki væru. ______________________ Frh. Andakt (Eftir Carl Ewald —þýtt úr Dönsku). Óli litli var góður og guðhrædd- ur drengur. Hann var ávalt hlýð- inn foreldrum sínum, og vissi vel að Drottinn situr á himnahæð og 7 sjer þaðan allar gjörðir mannanna. Þegar hann var búinn að baða sig á kvöldin, kraup hann ætíð á knje fyrir framan rúmið sitt, fórnaði höndum, horfði uppíloftið og þuldi bænina, sem mamma hans hafði kent honum. — Um jólaleytið kom Franz Iitli frændi Óla að heimhækja hann. — En Franz var ekki líkt því eins góður drengur eins og Óli. — Hann gerði allt sem honum var bannað, og lá undir ávítun frá morgni til kvölds. Hann hljóp út á stræti og barð- ist við götustrákana. Hann gaf gömlu Maríu »langt nef« og stal sykri úr búrskápnum.— Hann þurkaði aldrei forina af fótum sjer þegar hann kom inn, og barðist í rúminu sínu með svæflunum- Hann stalst undan að þvo sjer þegar hann gat því mögugulega við komið. — Einn daginn striddi hann kanarí- fuglinum þangað til hann drapst og sama daginn braut hann boga Óla og batt skaftpott í rófuna á kettinum. — Um kvöldið fóru báðir dreng- irnir í bað eins og vant var. — Þegar þeir voru búnir að baða sig bauð mamma Óla þeim góða nótt, og sagðist vonast til að þeir myndu sig um að lesa kvöldbæn- ina sína, og fara svo undir eins siðsamlega að hátta og sofa. — — Svo fór hún. — ÓIi kraup á knje og fór að þylja bænina: Nú legg eg augun aftur Ó guð þinn náðarkraftur veri mín vernd í nótt. — Ó! hó ! Apakötturinn þinn — kallaði Frans úr rúminu sínu. ÓIi litli leit til hans og fanst nú nóg komið af svo góðu og mælir synda hans væri nú fullur orðinn. — Hann fórnaði höndum sínum svo hátt sem hann gatogsagði: Góði guð! Viltu bíða augna- blik á meðan jeg gef Frans á hann. — Svo spratt upp eins og stálfjöður og sveif“ ,á Franz og lúskraði honnm allþpyrmilega — Að því búnu kraup Óli litli aftú'r á knje, fórnaði höndum, horfði upþ í loftið og hjelt áfram bæninni — »Æ, virst mig að þjer taka þinn engil láttu vaka yfir mjer, svo eg sofi rótt.«

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.