Vísir - 17.04.1911, Blaðsíða 3
V1 í S I R
39
Stærstu AtlandsMsskip
eru farþegaskip Cunardlínunnartvö,
sem heita Mauretania og Lusitania
og eru bæði nákvæmlega eins að
gerð og stærð.
Vjer flytjum hjer myndafMaure-
taniu, sem nýlega hefur farið yfir
Atlandshafið báðar leiðir á styttri tíma
en nokkurt annað skip: á tæpum
12 sólarhringum, og stóð samt 2
daga við í New-York og hreppti
illveður á leiðinni aftur til Englands.
Þessi skip, Mauretania og Lusi-
tania, eru hvort um sig einar 32,500
smálestir að stærð og eru því hjer
um bil 35 sinnum stærri en okkar
millilandaskip.
Lengdin er 785 fet, breiddin 88
fet, dýptin 60 fet.
Vjelar hvors -skipsins um sig hafa
68,000 hestöfl. og fjórar skrúfur
knýja ferlíki þessi áfram.
Farþegarúm er: á 1. farrými handa
500 manns, 800 á 2. og 1600 á 3.
farrými.
Vorið ilmandi,
Saga frá Kóreu
eftir óþektan höfund.
—i---
Saga þessi er af sönnuni viðburðuni.
Afkomendur söguhetjunnar I-Toreng
eru nú í Seul (höfuðborg Kóreu). Þetta
er uppáhaldssaga þjóðarinnar, en höf-
undurinn er ókunnur og er það svo
með flestar skáldsögur þar í landi af
því að þær eru oft nokkuð berorðar í
garð landstjórnar og yfirvalda.
í Kóreu eru þau lög að ekkjur meiga
Starfsmenn skipanna eru í hvoru
um 900.
Loftskeyta-áhöld og allskonar
þægindi önnureru á skipunum. Til
dæmis er þar prentsmiðja sem dag-
lega prentar allstórt blað með loft-
skeytafrjettum og ýmsum fróðleik.
Verzlun á ýmsum skrautvarning1
er þar, og banki sem skiftir alls-
konar peningum og tekur á móti
ávísunum til manna á fastalandi og
útborgar ávísanir frá þeim. Far-
þegar komast stundum að raun um,
að þeir hafa með sjer of lítið af pening-
um. En bankinn hjálpar upp á þá, ef
þeir annars eru í efnum; þá sendir
maðurinn, sem fje þarfnast, loftskeyti
heim, og frá banka á fastalandi er
svo sent loftskeyti til bankans um
að borga út ávísun, og alt er það
gert á svipstundu.
Oarnall farþegi.
ekki giftast aftur, þar sem svo er litið
á að þær brjóti með því tryggðir við
maka sinn dáinn. Og börn, sem ekkjur
eiga, eru »ólögleg« og njóta ekki fullra
borgaralegra rjettinda. Sje konan rík
fær sonur hennar þó gott uppeldi, en
þar seni hann getur ekki komist í
embætti í ríkitiu verðnr hann nokkurs-
konar munkur og lifir þá á ritverkum.
En efni þeirra allra er að sýna fram á
galla mannfjelagsskipunarinnar. En eðli-
lega eru þessi ritverk misjöfn að gæð-
um, allt frá aumasta bulli og upp í
snildarverk.
Vf;YRRUM lifði í fylkinu Tjyen-
lato í bænum Nam-Hyong,
embædismaður nokkur, sem hjet I-
Teung og átti hann son að nafni
I-Toreng*. Hann var lóáragam-
all er saga þessi gerðist og var
með bókfróðustu mönnum í land-
inu og óx þekking hans með degi
hverjum.
Morgun nokkurn í fögru heið-
skíru veðri, skein sólin glatt og
vindurinn bærði trjen og hristi blöð-
in, en skuggi þeirra titraði á jörð-
inni, fuglarnir flugu milli runnanna,
kölluðust á og sungu í kór á grein-
unum. Trjágreinar beigðu sig niður
í vatnið, svo sem væru þær að veiðum
og fiðrildi flugu frá einu blómi til
annars. En I-Toreng, sem sá alt
þetta kallaði á þjón sinn. »Líttu á
þessa undrafögru náttúru,sagði hann.
»Mig vantar hjarta til þess að
vinna þegar jeg sje hana svona fal-
lega og mjer dettur í hug um þá
sem lifa manna lengst, þetta fastað
100 árum, að þetta eru þó ekki
nema 36 þúsund dagar í fátækt,
sorg og veikindum. Æ! væri það
ekki æskilegra að lifa altjend fáeina
daga fullkomlega sæll. Því á mað-
ur að vera aítaf að vinna, altaf að
lesa og lesa. Veðrið er svo gott
að jeg verð að ganga eitthvað úti.
Bentu mjer á einhvern stað í borg-
inni sem maður getur farið á.«
Þjónninn sagði að .best væri að
fara til Couang-hva-lan** »þar sjest
yfir ána og fjalla hringurinn blasir
við all umhverfis.*
»Það vil jeg sjá«, sagði I-Toreng,
»Kondu þangað með mjer«.
Þjónninn*** fór með honum og
komu þeir brátt að höllinni og
gengu inn og upp á svalir. Gekk
I-Toreng þar fram og aftur og dáð-
ist mjög að landslaginu. Hann
hresti lengi hjartað með hinni fögru
fjallasýn. Tindarnir voru klæddir
skýum og þokubólstrar í dölunum.
Er hann hafði virt þetta fyrir sjer
enn um stund fór hann að þakka
þjóninum fyrir að hafa vísað sjer
á svo fagran stað. Þjónninn varð
mjög glaður í bragði og sagði í
spaugi að hjer væri mjög gott að
lifa fyrir munka. Frh.
*) Ættarnafnið er hjer 1 og allir synir
I-Teungs myndu hafa heitið fyrst og
fremst I-Toreng og ef þeir hefðu verið
fleiri en einn, þá hefði enn verið þriðja
nafnið til þess að greina þá að. Hefði
þá einn t. d. heitið l-Toreng-Ou.
**) C o u n g-h v a-1 a n er stórt hús, sem
bygt er á brú yfir ána, sem um bæinn
rennur og er það opinber bygging. Þar
er gengið á veggsvölum í stað þess
sein Norðurálfubúar ganga í skemti-
görðum.
***) Þjónninn er bundinn við embættið
og því þaulkunnugur í bænum.