Vísir - 20.04.1911, Blaðsíða 2
42
V í S I R
(**£***JcktekJcktekictek.
VÖRUHÚSIÐ.
Ef þjer ætlið að kaupa yður ný föt, þá
fáið þjer þau best og ódýrust í
Austurstræti 10.
mewu, attt Jvá fwuJU
Ut \t\a, me5 vesU, fcuxur, Jatitia, -
o§ Jxa&fca, )pá sem \)\t\a, J^tu á3e\x\s
tu, a\ua.
*
f
skrár og reikningar, en ein sendi-
brjef frá Assyríukonungi til Akabs
konungs skráð á máli Assyríumanna.
Að kunnugra sögn er svo um
þenna fund sem aðra þar eystra;
hann staðfestir frásagnir Gamlatesta-
mentisins.
5. G.
vottur
3U\^a\>\&u*.
Stjórn íþróttasambandsins sendi
nú fyrir skömmu brjef til helstu
manna hjer í bæ, til þess að
þreifa fyrir sjer, að það segir,
um undirtektir manna um hjálp,
til þess að koma upp íþróttavelli
handa sambandinu, og furðar
mig á þessari málaleitun, betl
mætti nefna það, frá mönnum,
sem segja, sjer vera mjög ant
um þetta fyrirtæki, mönnum, sem
að sjálfsögðu ætti að vera inn-
anhandar án hjálpar að koma
þessu fyrirtæki áfram, ef þeir
aðeins sjálfir hefðu trú á því,en
það mun vera það, sem vantar
hjá þeim, traustið og trúin, og
þá eiga aðrir að Ieggja fjeð til,
menn, sem að sjálfsögðu per-
sónul. lítið eða ekkert gagn eða
gaman hafa af slíkum leikvelli.
Pykir mjer þetta betl til hvers, sem
er, fara að verða þungur kross á
íbúa þessa bæjar og lýsa hálf-
lúalegum hugsunahætti og van-
trausti á sjálfum sjer, sem kannske
eigi er svo fjarri lagi.
Hjer kemur aðalþátturinn úr
brjefi þessu:
»íþróttasamband Reykjavíkur var
stofnað í fyrra sumar af íþróttafjelög-
um bæjarins, til þess að vinna að
hvers konar efling og blómgun lík-
ams-íþrótta í höfuðstaðnum.
íþróttasambandið taldi þaðfyrsta lífs-
skilyrði allra íþróttaframfara að koma
sem allra fyrst upp íþróttavelli vel
löguðum til venjulegra íþróttaiðkana
sumar og vetur.
íþróttasambandið sneri sjer til
bæjarstjórnarinnar og fór þess á leit
að fá af bæjarins hálfu útmælt, gjald-
laust svæði hentugt til íþróttavallar
og styrk nokkurn í því skyni.
Bæjarstjórn brást vel við. Völl-
urinn er fenginn suður á Melum,
suðvestanvert við kirkjugaröinn. Enn-
fremur veitti bæjarstjórn 2500 kr.
styrk til fyrirtækisins.
En allur kostnaöur við gerð íþrótta-
vallarins nemur, samkvæmt ítarlegri
áætlnn Jóns Þorlákssonar lands-
verkfræðings, allt að 10,900 kr.
Enn er því íþróttasambandinu vant
allmikils fjár til þess að koma fyrir-
tækinu í framkvæmd.
Oss hafði komið til hugar að reyna
að gera fyrirtækið að hlutafjelagi, en
hurfum aftur frá þvf ráði, bæði vegna
þess, að eigi er tilætlunin, að íþrótta-
völlurinn verði gróðafyrirtæki ein-
stakra manna, heldur renni ágóði
allur til þess að gera völlinn og
I aðbúnað allan æ betur úr garði —
i og eins vegna hins, að á þessum
! tímum verður hlutafje eigi tekið upp
úr steinunum — peningar eigi svo
miklir handa í milli.
Um fjárhagshlidina er það að
segja, að að vjer teljum fullvíst, að
íþróttavöllurinn muni margborga sig.
Að honum mundi dragast allar
íþróttasýningar sumar og vetur. Þær
eru eigi fáar nú, en mundu þó að
sjálfsögðu aukast aö miklum mun,
er íþróttavöllurinn væri kominn á.
Fyrir hverja sýningu mundi íþrótta-
völlurinu fá goldna leigu. — En
auk þess verður vitaskuld tekin leiga
af hverju einstöku íþróttafjelagi, sem
völlinn notar, svo mikil sem þarf
til þess, að fyrir-ækið standist.
Um aðsóknina að íþróttasýning-
um hjer má benda á, að leikfimis-
sýningu íþróttafjelagsins í Barna-
skólagarðinum í fyrra sóttu 8—900
manns, við Íslandsglímuna í fyrra
voru allt að 1500 manns. Við
glímur hjer er ætið að heita má
troðfult hús, við skautakapphlaup
æði margt fólk. Hraðhlaup þau,
er hjer hafa verið háð, hafa og
verið vel sótt, þótt mjög hafi skort
á allan aðbúnað. Við íþróttavöllinn
vinst það, að að hægt er að fylgjast
með hraðhlaupunum allan tímann.
Fótboltakappleikar eru enn óþektir
hjer — en erlendis er engin íþrótta-
sýning, sem meira dregur fólk að
sjer eða borgar sig betur. Hjól-
veðreiðabraut er og ætlast til, að
komi á íþróttaveilinum með tíð og
tíma.
Sundurliðaða áætlun um tekjur og
gjöld vallarins getum vjereigigert enn
— að eins fært þessar ofantöldu
sterku líkur fyrir því, að fyrirtækið
margberi sig.
Sjálf hafa og íþróttafjelögin og
hver einstaklingur þeirra mjög rík-
an huga á að vinna að því öllum
kröftum að borga lánið ti vallarins
sem allra, allra fyrst — leggja sig
í alla framkróka um það.«
g Hrólfur.
‘Jtá A\\^\.
Lög um dánarskýrslur.
1. gr
Prestur má ekki jarðsetja iík neins
manns, er dáið hefur í kauptúni, sem
er læknissetur, fyr en hann hefir
fengið dánarvottorð hans frá lækni
þeim, er stundaði hinn Iátna í bana-
legunni. Vottorðið skal læknir láta í
tje ókeypis, ritað á eyðublað, er
landlæknir lætur gera; skal þar til-
greina nafn hins látna, Iögheimili,