Vísir - 25.04.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 25.04.1911, Blaðsíða 2
50 mmm V I S 1 R yom\í \ *\)etsi 5) sLoí\3 n$u voYuxtvat, sem vetía aUat feomnat upp \ ^essatx v\Lu. • • —— Hafnarlög fyrir Reykjavíkur- kaupstað. 1. gr. Til hafnargerðar í Reykjavík veitast úr landssjóði alt að 400,000 — fjögur hundruð þúsund — krónur gegn þreföldu — 1,200,000 — framlagi úr hafnarsjóði Reykjavíkur. Fjárhxð þessi greiðist bæarstjórn Reykjavíkur að sömu tiltölu og hafnarsjóöur leggur fram til fyrir- tækisins árlega. 2. gr. Ráðherra íslands veitist heimild til að ábyrgjast fyrir hönd landsjóðs alt að 1,200,000 króna lán, er bæarstjórn Reykjavíkur kann að fá til hafnargerðar. 3. gr. Sjerhver er skyldur til að láta af hendi mannvirki og land, er þarf til að gera höfnina, eöa undir brautir og vegi í þarfir hafnarinnar, svo og leyfa að tekið verði í landi hans hvort heldur er grjót, möl eða önnur jarðefni og þola þær eignarkvaðir, óhagræða eða takmörkun á afnota- rjetti, sem hafnargerðin hefur í för með sjer, alt gegn því, að fullar bætur komi fyrir. Náist ekki sam- komulag um bæturnar, skulu þær ákveönar meö mati tveggja dóm» kvaddra manna, að tilkvöddum báð- um málsaðilum. Kostnaðurinn við matið greiðist úr hafnarsjóði Reykja- víkur. Nú vill annarhvor málsaðila ekki una mati og getur hann heimt- að yfirmat, en gjöra skal hann það innan 14 daga frá því að matsgjörð er lokið. Yfirmatið skal framkvæmt á sama hátt af 4 dómkvöddum mönnum. Kostnaðurinn við yfir- matið greiðir sá, er þess hefur krafist, ef matsupphæðinni verður ekki breytt meira en sem nemur 10% af hinni ákveðnu endurgjalds- upphæð. Ella greiðist kostnaðurinn ur hafnarsjóði Reykjavíkur. 4. gr. Meðfram strandleggjunni umhverfis höfnina má ekki gjöra í sjó fram neina bryggju eða önnur mannvirki, nje heldur breytaþeim mannvirkjum, sem nú eru, og ekki fylla upp nje dýpka út frá landi, nema samþykki bæarstjómar komi til. Sá sem gjöra vill eitthvert slíkt mannvirki, skal senda hafnarnefnd- inni beiðni um það, og skal beiðn- inni fylgja lýsing á því, svo og uppdráttur, ef með þykir þurfa, í tvennu lagi, og heldur hafnarnefndin öðru eintakinu af hvoru þeirra eftir. Hafnarnefndin afgreiðir síðan málið til bæarstjómar, er ákveöur, hvort leyfið skuli veitt Skjóta má þó þeirri ákvö.rðun undir úrskurð stjórnarráðsins. Sá sem fengið hefur leyfi til að gjöra slíkt mannvirki skal skyldur að halda því svo við, að engin hætta stafi af því. Brot gegn þessari grein varða sektum frá 10—200 krónur, og hafnarnefndin getur látið nema burt mannvirkið á kostnað eiganda. Nú hefur bryggja eða annað mannvirki í sjó fram legið ónotað í 5 ár samfleytt og er þá hafnar- nefnd heimilt að láta taka það burt án endurgjalds til eiganda. 5. gr. Bæarstjórn Reykjavíkur hefur á hendi stjóm hafnarmálefnanna undir yfirumsjón stjórnarráðs íslands. 6. gr. Framkvæmd hafnarmála og eftir- lit með höfninni skal fela hafnar- nefnd, er bæjarstjóm kýs á sama hátt og aðrar nefndir, eftir því,sem mælt er fyrir í samþykt þeirri, er fyrir bæinn gildir. í hafnarnefnd sitja 5 menn, 3 bæarfulltrúar og 2 utao bæarstjórnar, annar úr tölu kaupmanna en hinn úr tölu sjómanna. Geta þeir ekki skorast undan endurkosningu fyrri en þeir hafa setið í nefndinni 6 ár samfieytt. Nefndin sjer um viðhald og um- bæturá höfninni, stýrir öllum fram- kvæmdum, er þar að lúta, og ann- ast fjárhald hafnarinnar og reikn- ingsskil fyrir hönd bæarstjórnar. 7. gr. Bæarstjórnin skiparstarfsmenn hafn- arinnareftirtillöguhafnarnefndarínnar. 8. gr. Eigum hafnarsjóðsins má að eins verja í þarfir hafnarinnar. Bæarsjóð- ur ábyrgist skuldir hafnarsjóðsins og bæarstjórnin hefur ábyrgð á eigum og fje hafnarinnar. 9. gr. Bæarstjómin má ekki án sam- þykkis stjórnarráðsins selja eða veð- setja fasteignir hafnarsjóðsins eða kaupa nokkra nýa fasteign, taka stærri lán eða lán til lengri tíma, en að þau verði borguð aftur af tekj- um þess árs, sem fer í hönd, nje endurnýa slík lán eða fresta borg- unartímanum, og ekki heldur gjöra nein þau mannvirki við höfnina, sem eru svo stórvaxin, að árstekjurnar hrökkva eigi til að koma þeim í framkvæmd. 10 gr. Til þess að standast straum af kostnaði við byggingu og viðhald hafnarvirkja og til árlegs reksturs- kostnaðar hafnarinnar er heimilt, að innheimta gjöld þau, er hjer segir, af skipum og bátum, er hafna sig á hinni löggiltu höfn Reykjavíkur, eins og takmörk hennar verða ákveðin með reglugjörðinni, og farmi þeirra: 1) Lestagjald. 2) Vitagjald. 3) Vörugjald. Undanskildar skulu þó vörur þær, er samkvæmt farmskrá skipsins eiga aö fara til annara hafna á landinu, ef þær eru ekki settar á land. 4) Bryggjugjald af skipum,erleggj- ast við bryggjur hafnarinnar. 5) Festargjald af skipum, er nota festar hafnarsjóðs. Gjöld þessi, sem og gjald fyrir afnot af öðrum eigum hat'nar-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.