Vísir - 25.04.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 25.04.1911, Blaðsíða 3
V f S 1 R 51 innar, skal' ákveða tneð reglugerð, er bæarstjórn Reykjavíkur semur og stjórnarráð fslands staðfestir, og skal í henni ákveða, hver skulu greiða þau og innheimta. Fela má bæar- fógeta Reykjavíkur innheimtu á þeim. Herskip og skemtiskip skulu vera undanþegin lestagjaldi. 11. gT. Nú má álita að tekjurnar af gjald- stofnum þeim, sem heimilaðar eru í 10. gr., hrökkvi ekki fyrir árleg- um útgjöldum hafnarinnar, og getur þá bæarstjórnin, með sjerstöku sam- þykki ráðherra íslands fyrir hvert ár, ákveðið að leggja megi aukatoll á að- og út-flutningsgjaldskyldar vörur. Gjaldið má þó aldrei fara fram úr 4% af tolli þeim, er greiða ' ber í landssjóð. Gjald þetta inn- heimtir tollgæslumaður landssjóðs, og fær hann 2°/0 í innheimtulaun. — Gjald þetta, sem og gjöldin samkvæmt 10. gr., má taka lögtaki. 12. gr. Reikningsár hafnarsjóðsins er al- manaksárið. 13. gr.! Fyrir 1. nóvember ár hvert ber hafnarnefnd !að leggja fyrir bæar- stjórn frumvarp til áætlunar um tekjur og gjöld hafnarinnar á kom- andi ári. Áætlun þessa skal ræða á tveimur fundum á 6ama hátt og fjárhagsáætlun bæarsjóðsins og skal hún fullsamin fyrir lok nóvember- mánaðar.— Áætlunin sendist stjórn- arráðinu til samþyktar fyrir árslok, ásamt nauðsynlegum skýringum á einstökum gjaldliðum og tekjuliðum. 14. gr. Nú hefur bæarstjórn í hyggju einhverjar meiri háttar aðgerðir við höfnina, eða hún vill gera einhverjar þær ráðstafanir, er samþykki stjórn- arráðsins þarf til, og skal hún þá senda stjórnarráðinu sjerstaka tillögu um það efni. Skal það gert svo tímanlega, ef kostur er, að samþykki stjórnarráðsins geti komið til, áður en hún lætur fjárhagsáætlun hafn- arinnar frá sjer. 15. gr. Komi það f Ijós, þegar fram á árið líður, að óumflýanlega sje að sinna einhverjum aðgerðum utan áætlunar, eða fara fram úr áætluö- um fjárupphæðum, ber hat'narnefnd að tilkynna það bæarstjórn í tæka tíð. Fallist hún á tillögur hafnar- nefndar, skal þegar leita samþykkis stjórnarráðsins til þess að víkja megi frá áætluninni. Fyr má eigi fram- kvænta verkið nje stofna til tekju- hallans. 16. gr. Við lok hvers reikningsárs og ekki síðar en fyrir lok febrúar skal gera reikning yfir tekjur og gjöld hafnarinnar á hinu liðna ári og efnahagsreikuing hennar. Reikningana skal endurskoða og úrskurða á sama hátt og bæarsjóðs- reikningana. Samrit af reikningnum, eins og hann hefur verið úrskurðaður af bæarstjórninni, sendist siðan stjórn- arráðinu. 17. gr. Aö öðru leyti skal ákveðið með reglugerð, er bæarstjómin semurog stjórnarráðið staðfestir, alt það, er lýtur að greiðri og hættulausri um- ferð um höfnina, góðri reglu og öðru höfninni viðvíkjandi, er viö þykir eiga. í reglugerðinni má ákveða sektir fyrir brotáhenni 10—500 kr. Sektir samkvæmt lögum þessum renna í hafnarsjóð. 18. gr. Sem almenn lögreglumál skal m ð þau mál farið, sem rísa út af brotum gegn 4. gr. laga þessara og reglugerðum þeim, er settar verða s væmt þeim. Vorið ilmandi, Saga frá Kóreu eftir óþektan höfund. ----- Frh. »Er þá ekki best að ganga fram- hjá þarna, sem unga stúlkan er að róla sjer«, svaraði þjónninn. »Jú, það skulum við gjöra«, sagði 1-Toreng. Þeir fóru þangað báðir, og er þeir komu á námunda við róluna, leit 1-Toreng grandgæfilega eftir hinni ungu stúlku. Hún vaf forkunnarfögur. Bak við hina svörtu hárlokka, scm vindurinn sveiflaði framan í hana, leit andlit hennarút eins og tungl milli tveggja skýja. »Ó hvað hún er fögur* hugsaði 1-Toreng. Bros Ijek um varir stúlkunnar og munnur hennar Iíktist »Nenofhar«- blómi, er flýtur á vatni, og þar sem hún rólaði sjer þannig, leið hún gegn um loftið sem fljúgandi svala. Hinn netti fótur hennar spyrnti greinunum til hliðar, svo blöðunum rigndi niður. Hinarhvítu hendurhenn- ar tneð hinum fallegu löngu fingrum hjeldu um rólustrengina. Hinn granni og iiðlegi líkami hennar sveigðistsem trjefyrirvindi. I-Toreng var niðursokkinn í undrun og gagn- tekinn af þessari sjón og fleygði sjer niður í djúpri örvæntingu. Þjónninn reisti hann á fætur. »Hvað á þetta að þýða; ef þjer farið svona að, hef jeg alt að ótt- ast af hálfu föður yðar. Hann mun sjálfsagt hegna mjer. Gjörið svo vel og stillið yður; farið heim og svo skulum við reyna að finna einhver ráð, til að fullnægja yður. Þjer megið ekki örvænta þegar fyrsta daginn.* »Þú segir satt« svaraði l-Toreng, »en hugsaðu um að lífið er óstöð- ugt og við hamingjusamir í dag og ógæfusamir á morgun. Hver veit nema jeg verði dauður á morg- un og því ætti jeg þá ekki að nota tækifærið, sem nú býðst mjer til þess að tala við þessa ungu stúlku?* »Ef þjer hugsið þannig, þá gerið sem yður Iíkar«, svaraði þjónninn. En í þessari svipan stökk hin unga stúlka^ sem var feimin af því að horft var á hana, p,iður úr rólunni, lyfti upp kjól sín^njt og hljóp ljetti- lega hfiim til sín. Litlu fæturnir hennar, bárust varla''fljótar en skjald- baka á sandi, og svo stansaöi hún stundurp og tók qpp steina sem hún kaataöi upp T trjen til þess að styggja -fitglana up£L ,1-Toreng leit á hana, varð enn hugfangnari og aö örvænta, er hann sá hana fara burtu., Þjónninn öað hann þá að snúa víð heim og sagöi að betra væri & láta sitja vió svo kom- ið, en a& f^ðir haris fengi nokkuð að vita, en hann skyldi finna ein- hver úrræði til þess að hann gæti hitt hana í annað skifti. Frh. Frímerki einkum þjónustufrímerki og Brjefspjöld kaupir EINAR GUNNARSSON hæsta verði. LÁ afgr. Vísísis kl. 12—1. >OHC»W(W í I I í I Fcc Asmar — vals — mirils -r-hrafns — sandlóu — skúms — skrofu — riúpu — þórsnana — hrossagauks — sendnngs — álku — teístu — og ýins fteiri, ný og óskemd, kaupir Einar Qunnarsson, Pósthúutrsti HB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.