Vísir - 28.04.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 28.04.1911, Blaðsíða 2
58 V I S 1 R Reykjavíkurdeildar Bókmentafjel. til ferðakostnaðar á afmælihátíð Krist- janíuháskóla. 99. Sigrún ísleifsdóttir ekkja B. Ólafssonar augnl. s. u. eftirlaun og styrktil barna sinna; sama og embm. ekkjur t'á. 100. Þ. J. Thoroddsen stonemplár s. u. 2000 kr. árl. til stórsúkunnar. 101. Stephan B.Jónsson á Reykj- um s. u. 5000 kr. til að koma til verklegra framkvæmda nokkrum nytsömum huginyndum. 102. fyrri þm. R.víkur s. u. 500 kr. árl. til alþýðufræðsluStúdennafjel. (Sama upphæð og áður). 103. Stjórn Fiskifjel. íslands s. u. 12000 kr. árl. styrk. Fjárlögln voru til 2 umræðu í efri deild í gær og stóðu umræður frá há- degi til miðnættis. 108 breytingartillögur voru bornar fram og náðu margar fram að ganga: Tillag til kvennaskólans fært niöur um 1000 kr. árl. (í 6000) og skil- yrði sett að 1500 veitist annarstaðar frá. (10 : 2). Aftur er námsmeyum veittur alt aö 2000 kr. styrkur árl. (í einu hl.) Unglingaskóla Ásgr. Magnússonar veittur 500 kr. árl. (9: 1). Birni Jakobssyni leikfimiskennara veittur ferðastyrkur til Odense 300 kr. f. á. (9 samhlj.) Ungfrú Ingibjörgu Brands veittur árl. 450 kr. til leikfimiskenslu (8: 1). Til Hannesar Þorsteinsson 2500 kr. árl. (10 samhlj.) Til Sig. Guömundssonar cand. mag. 600 kr. árl. (f einu hljóði.) Feldur styrkur til Pjeturs Jóns- sonar, 800 kr. árl. (7 : 3.) Lög um brúargerð á Jökulsá á Sólheimasandi. 1. gr. Til brúar á Jökulsá á Sólheimasandi má verja alt að 78 þús. kr. úr landsjóði. 2. gr. Lög þessi koma til framkvæmda, þegar veitt er fje í fjárlögunum til brúargerðarinnar. Lög um fiskiveiðar. 1. gr. þegar útlend síldarveiða- skip eru á landhelgissvæðinu, þá er þeim skylt að hafa báta sína uppi á skipinu á venjlegum stað og nætur inni í skipinu, en þó ekki í bátunum. 2. gr. Brot gegn ákvæðum laga þessara varða sektum frá 100—1000 krónum, og má leggja löghald á skip, afla og veiðarfæri og selja að undangengnu fjárnámi til lúkningar sektum og kostnaði. Lög um skoðun á síld. 1. gr. Á svæðinu milli Hornsog Langaness skal skoðun fara fram á allri nýveiddri síld, sem ætluð er til útflutnings og veidd er í herpinót eða reknet og söltuð er á landi eða við land. Auk þess skal öllum á þessu svæði gefast kostur á að fá mat á saltaðri síld, hafi hún legið hæfilega lengi í salti. Háskólinn kemur. Stofnaður 17. júní. í gær gerðist sá atburður á þingi, sem margir voru orðnir mjög vonlitlir um, að báðar deildir samþyktu háskólann. í neðri deild var það á aukafjár- lögum samþykt með 14 : 10, er í efri deild á fjárlögum með 7: 4. Sjera Sigurður kyr í flokknum. 9. gr. Brotá ákvæðum þessara laga varða 50—2000 kr. sekt, sem renna í landssjóð, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt hin- um almennu hegningarlögum. 10. gr. Lög þessi öðlast gildi 20. júlí 1911 og gilda til ársíoka 1913. Hr. ritstjóri! Þjer getið þess í síðasta Vísi, að hægt væri að fara milli Bern og Mílano í járnbrautar- vagni á 5-6 stundum, þegar Lötsch- bergs-jarðgöngin sje fullgerð. Viljið þjer ekki láta lesenduma vita hversu eimlest er lengi milli þessara staða nú? Daglcgur kaupandi. 11—12 klst. f stórmenskublaði landsins stendur að Skafti Ólafsson skipstjóri og y.m. Kristín Theodora Árnadóttir, Hverfis- götn 3 hafi verið gift 15. apríl. Er það rjett? Útg.m. , Jeg hef leitað upplýsinga fyrir Útg.m. Á Hverfisgötu 3 verslar Ámundi Árnason og hefur enginn skipstjóri verið þar og engin hjón gefin saman. Prestarnir vita ekki heldur um þessa giftingu. Sam- nefndur trjesmiður hefur kvongast þenna dag og er kona hans Ármans- dóttir (Sveinborg) og voru þau á Hverfisgötu 30. Sje ekki um þessi hjón að ræða má fullyrða að þetta hefur ekki skeð í Reykjavík (hjerna- megin). Brjef þetta barst sjera Sigurði Stefánssyni á miðvikudagsmorgun og var það til þess, að hann tók aftur úrsögn sína úr flokknum: Vér undirritaðir sjálfstæöisflokks- menn lýsum hér með yfir, að oss þykir mjög leitt, að það hefur komið fyrir, sem flokksbróðir vor Sigurður Stefánsson hefurfundið sig svo móðg- aðann af, að það hefur gefið hon- um tilefni til að skorast undan að fylla flokk vorn bg að vér fullyrð- um að flokur vor telur sig ekki og vill ekki eiga neinn hlut aö því, sem orðið er. Jafnframt þessari yfirlýsing eru það rík tilmæli vor til þessa flokks- bróður, að hann eftir sem áður vilji i fylla flokk vorn og stiðja hann með i hinu mikilsverða fylgisínu og áliti. ! Á flokksfundi sjálfstæðismanna 25. apríl 1911. i Benedikt Sveinsson. Kristinn Dan- i íelsson. Ari Jónsson. Sigurður Hjör- j leifsson. Gunnar Ólafsson. Jósef J. | Björnsson. Björn Kristjánsson. Bjarni j Jónsson frá Vogi. Þorleifur Jónsson. Ólafur Briem.JónJónssonfráHvanná. j Jón Þorkelsson. Sigurður Sigurðs- J son. Skúli Thoroddsen. Jens Pálsson. j Hálfdán Guðjónsson.SigurðurGunn- j arsson. Björn Sigfússon. Magnús Blöndahl. I Hjer fylgir synjun þess, að jeg i hafi ætlað mjer í gær að móðga j sjera Sigurð Stefánsson með ræðu j minni í bannlagafrestunarmálinu, j eða að jeg hafi beint þá til hans ! móðgandi orðum og bið jeg hann að virða á betri veg þau orð í nefndri ræðu, sem honum þóttu j mógðandi fyrir sig. Björn Þorláksson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.