Vísir - 11.05.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 11.05.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 87 Frá laugardegi 13. þ. m. ti íaugardags 2. september, ♦ að báðum þeim dögum meðtöldum,er skrifstofu vorri lokað á laugardögum kl. 1. Det danske Petroleums-Aktieselskab. Úr ruslakistu Plausors. i. Yeisluspjölliii í Dal. Frh. »Já það veit hamingjan, að jeg er orðinn glorhungraður*, sagði hringjarinn.« En mjer dettur nokk- uð í hug. Við ættum að geta sjeð í spilum eða kaffigromsi hvortnokk- uð er í ólagi við þessar giftingar.'* »Það er óskaráð«, kváðu allir við í stofunni, »En þá vantar hana Þorkötlu gömlu í Koti til að spá«, sagði hrepp- stjórinn. »Hjer er víst enginn, sem kann það.« «Jeg er ekki góður að spá í spil- um«, sagði hringjarinn, »en í kaffi- gromsi hef jeg stundum sjeð ýmis- legt.« »En þú hefir þó ekki roð við henni Þórkötlu«,sagði hreppstjórinn. »Hún sjer alt í spilunum. Jeg man hvað hún spáði rjett fyrir henni Skjöldu minni í fyrra « þegar hún drapst. — Það ætti því að senda eftir henni.« »Og þá held jeg hún hafi spáð rjett fyrir okkur Gísla, hjerna um árið«, sagði Gróa; »því hún spáði því að við mundum eiga fjögur börn í lausaleik og giftast svo á eftir, og sagði jeg þá að hún skyldi fara bölvuð fyrir spádóminn.« »Og það er nú ekki svo ólíklegt að það komi skarð í peningana hans Gísla, ef hann á að gefa með tveimur krökkum*, sagði Sveinn. »En ekki hefur hún sjeð rjett þá kerlingarsauðurin* sagði Gísli, »því jeg hef aldrei átt nema tvo krakkana, og svo er jeg giftur annari.« »Það var yfirsjón af ykkur, að bjóða ekki henni Þórkötlu í veisl- una«, sagöi hreppstjórinn. 1—2 duglegir sjómenn geta fengið góða atvinnu sem hásetar á þilskipi. Kaup óvenju hátt. Upplýsingar á horninu á Hotel ísland. Klædevæver Edeling, Yiborg, Danmark, sender portofrit 10 AI. sort, graat, inkblaa, inkgrön, inkbrun finulds Cheviotsklæde til en flot Damekjole for kun 8 Kr. 85 0re, eller 5 Al. 2 AI. bredt sort inkblaa, graanistret renulds Stof til en solid og smuk Herredragt for kun 13 Kr. 85 0re. Ingen Risiko! Kan ombyttes eller tilbage- tages. Uld köbes 65 0re Pd. Strikkede Klude 25 0re Pd. p ——Z' ^—eífrp—V— ■r- ~e)at •Z' —~'v" — »Okkur gat ekki dottið í lifandi hug, að þetta mundi fara svona klaufalega«, sagði Magnús. »Og jeg held það hafi ekki farið neitt klaufalega«, tautaði Gísli. »Það er auðsjeð að hjer hafa forlögin ráðið um giftingar, og þeim breyta hvorki spil nje kaffigroms«. »En nú ætlum við samt að reytia það«, sagði presturinn. Viljið þjer ekki skreppa fram, hreppstjóri góður, og biðja konuna mína að koma með bolla af kaffi handa hringjaranum og takið þjer það fram við hana, , að þegar hún hellir á könnuna, þá láti hún renna ofurlítið utan hjá pokanum. »Já, jeg segi henni bara, að það eigi að vera groms í bollanum*. — Svo fór hreppstjórinn fram með skilaboðin, en af vörmu spori kom hann inn aftur og maddaman á eftir meö kaffibolla handa hringjaranum. »Gefið mjer í guðsfriði, madd- ama góð«, sagði hann um leið og hann tók við bollanum og svalg í sig stóran sopa, en kaffiö var svo heitt að hann átti ómögulegt með að kingja því. »Blástu í bollann, maöur, og heltu á undirskálina, svo þú drepir þig ekki«, kallaði hreppstjórinn. «Sötr- aðu kaffið hægt, en keppstu þó við að drekka það, svo við getum sjeð sem fyrst í gromsið«. »Æ, þetta var hefndargjöf*, stundi hringjarinn, þegar hann *var búinn úr bollanum og hafði hálfbrent allar kverkarnar. En nú skulum við líta í gromsið, reyndar er það svö fjandi mikið aö það er alls ekki gott að spá f því. — Þarna sje jeg þó ofur- lítið, elskulegt og innilegt brjef frá unnusta til stúlku*. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.