Vísir - 30.05.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 30.05.1911, Blaðsíða 2
18 V í S I R leysingjaflokki, en þessi flokkaskifting er yfirborðsskifting og fellur, ekki saman við hina áðurgreindu skift- ingu. Við tilnefningu og kosninguþing- manna ættu kjósendur að kynna sjer vel hugarfar þingmannaefnanna. Þeir verða varla þeim leikarahæfi- leikum gæddir að ekki megi finna hvert hugur þeirra stendur. Flesíir hafa efalaust haft eitthvert opinbert starf á hendi, og oft má af litlu marka. Dagur. lýr lestrarskóli. Heiðruðu feður og mæður! Á öðrum stað í blaði þessu er auglýstur skóli í stöfun og lestri fyrir smábörn á aldrinum frá 6—8 ára. Þessar línur miða að því að vekja nánari athygli á nefndum skóla. Það er allmiklum erfiðleikum bund- ið að mæla fram með sjálfs síns stofnun. Reynzlan er þar að sjálf- sögðu rjetti dórnarinn. Svo mikið má þó fullyrða, að hjer er um al- gjörlega nýja stofnun að ræða, er eigi á sinn líka, enn sem komið er, á þessu landi. Eigi er heldur fyrir- tæki þetta stofnað í athugunarleysi, heldur samkvæmt gætilega undir- lögðu ráði, studdu með uppörfun- um og heillaóskum frá mörgum merkum mönnum og konum, sem sýnist eins og mjer að þess konar stofnum ætti að reynast heppileg og gagnleg um sumartímann fyrir smábörn á þessu reki. Ein stund á dag getur eigi þreytt barnið, en nægir þó til að stuðla að því að draga úrvilluhætti þeim, sem óhindr- að götulíf svo gjarna skapar hjá slíkum. Hvað þörf á nefndri stofnun við kemur, má geta þess að almenn kvörtun um skort á viðunanlegum árangri í lestrarnámi barna er orð- in svo rík, að menn eru fyrir löngu orðnir sannfærðir um, að hin gamla lestrarkennsluaðferð sje allt of sljó- gerð og því sje þörf á, að ráða bót á henni. Tímamót þau, sem vjer stöndum á, krefur nýrra um- bóta í menntalegum efnum, og þá ekki sízt í smábarna menntun, með- fram sökum þess, að fáir eru gjarnir á að stunda þá grein menntafræð- innar. Allt fram að þessum tímum virðist svo sem menn hafi Iátið sjer nægja með að börnin lærðu eitt- hvað, og ekki reiknað svo mjög upp á verðmæti tímans. Á þessu ber að ráða bót. Allt þarf að ganga fijótt og fljúgandi á þessum upp- lýstu tímum. Menn þurfa að leggja allt kapp á að kenna sem mest og bezt á sem stytztum tíma. Kennslan er dýr, því skyldu menn þá láta sjer standa á sama urn árangurinn? Hjer er eigi tími tij að fara út í að lýsa kennsluaðferð þeirri, sem liggur til grundvallar fyrir hinni fyrirhuguðu kennslu í þessum nýja skóla. En margra ára athygli og nokkur reynzla gefur mjer von um, að geta sýnt meiri árangur en menn almennt eiga að venjast. Skal eg blátt áfram viðurkenna, að fyrirtæki mitt hafi misheppnast, geti eg eigi með stundarkennslu á dag gjört með- algreint barn læst á almennt mál á fjórum mánuðum. En það er sá tími, sem eg bind mig_viö, og vil eg lielzt haldá batninu allan þann tíma. Að öðru leyti leyfi eg mjer að heita því, að kennslan skuli verða stunduð rneð vakandi áhuga; fyllstu viðleitni beitt til þess að koma inn hjá börnunum glöggum skilningi á hljóðbyggingu málsins ásamt stöf- unarreglum, til ljettis fyrirrjettritunar- nám síðar. Meðljúfum undirtektum yðarvona eg, að geta veitt börnum yðar, á ofangreindum aldri, gagnlega mennt- un. sem verði þeim jafnframt eins og leikur. Og því einu get eg áreiðanlega Iofað.að gætaað hegðun þeirra á meðan þau eru undir minni hendi. Reykjavík 29. maí. Sigurður Vigfússon. Aíhs. Þar eð komið er svo nærri hvítasunnuhátíðinni, mun eigi taka því að byrja kennslu fyrr en upp úr henni. En umsóknir óskast þcgar í stað, svo kostur sje á að hafa allt undirbúið þá. Smjörlíki ættuð þjer að reyna frá mjer. Jeg hefi til fjórar tegundir af því á 45, 50, 55 og 60 aura pundið. Mag,nús Þorsteinsson, Bankastræti 12. Ur bænimi. Skipafrjeiiir. E/s Austri koni í morgun. E/s Ceres fór í gærkveldi til útlanda og með henni nokkrir útl. ferðamenn, sem hingað komu með henni,og 25 Vesturfarar. Utan við leikúúsið. Góðir bræður Ego, Halldórr og Pollux. Mikið skrifið þið og merki- Iegt, um hina dönsku Ieika í Iðno, en þó líkar mjer ekki við ykkur. Þú Ego hiun danski berð auð- vitað lof á landa þína og er það afsakanlegt, en aftur á móti verður það ekki afsakað að þú skulir látast hafa- verið á leikhúsinu og skrifa svo viðvaningslega að auðsjeð er að þú hefur aldrei komið þar. Þú Halldórr hinn íslenski ritar eins og íslendingur og er það ekki að lasta en þú verður að gá aö því að við erum að vaxa upp úr því að amast við Dönum og svo varstu ekki skarpskyggn er þú sást ekki að Ego hafði aldrei í leikhúsið komið. Þá er nú Pollux minn. Þú sem ert hvorki Baunverji eða Mörlandi, ættir að geta litið óvilhalt á málin, en þú ert alt of lærður til þess að geta haldið þjer við efnið og heldur er þjer illa við Dani. Jeg hefði gaman að því að þú værir ritstjór um stund og fengir bílæti fyrir að klappa. Ætli að þú stæðir þig bet- ur en hinir? Jæja, bræður góðir. Jeg vil Ieggja það til að við förum nú allir fjór- ir á leikana í kvöld og skulum við sjá hvort jeg get ekki komið ykkur á mitt mál, er við tölumst við und- ir 8 augu. Jeg kemst altaf í gott skap við að sjá Dani og því meiri rembing- ur sem í þeim er, því betri skemtun. Viðar. TjörnSn enn. Nýlega skrifaði einhver í. »Vísir« um það, að tjörnin hjer væri heppi- eg til hafnargerðar, og taldi margt til torveldis að gera höfnina þar sem til er ætlast nú, og alt til ágætis tjörninni í þessu augnamiði. Ekki get jeg verið þessum manni samdóma í því, að tjörnina eigi að gjöra að höfn, þar finnst mjer flest

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.