Vísir - 09.06.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 09.06.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 51 5 og 10 potta brúsar 16 aura pr. pott »Sólskær Standard White*. 5 — 10 — — 17 — — — »Pennsylvansk Standard White*. 5 — 10 — — 19 — — — »Pennsylvansk Water White.« 1 eyrl ódýrarl f 40 potta brúsum. Brúsarnir Ijeðir sklftavinum ékeypis. Wlenn eru beðnir að gæta þess, að á brúsanum sje vörumerki vort bæði á hliðunum og á tappanum. Ef þið viljið fá góða oliu, þá biðjið um þessi merki hjá kaupmönnum ykkar. I I I i i ! sem hrissan ekki er búin að kara — svo ungur er hann. — Jeg, en ekki bróðir minn — hlaut áverkan, og hann er farinn eitthvað vestur í land, — jeg veit ekki hvert. — En umfram alt skrifaðu — svo að allir sahibar, geti lesið það og smán hans verði fullkomin — skrif- aðu, að Ram Dass, bróðir minn, sonur Purun Dass majahun frá Pali sje svín og nætur þjófur, manndráp- ari og kjötæta, — tóuhyolpur — án fegurðar eðatrúar, eða hreinlætis eða sæmdar!« Póstmáia og síma nýungar á Englandl. f fyrra mánuði voru þessar ný- ungar í póstmilum og síma tilkyntar í breska þinginu. Þær koma flest- ar til framkvæmda krýningardaginn, 22. þ. m. Ný frímerki með mynd Georgs konungs gefiu út, Verðið tilgreint í tölum og bókstöfum en nafn lands- ins ekki nefnt. Gefin verða út þunn 1 d spjaldbrjef og Y* É brjef- spjöld. Frímerkin fást í 2 sh. bókum, er innihalda jafnvirði þeirra, en ekki 1 sh. II1/* d sem áður. Burðargjald undir böggla til ís- lands og annara landa fært niður um nálægt 20 °/0. Símskeytagjald innan lands fyrir vanaleg skeyti (ekki dulmál) fært niður um helming. Tvær nýar loftskeytastöðvar gerð- ar önnur í Newcastle-on-Tyne, hin á eyunni Valentia. Þess er og getið að ársgróöi póststjórnarinnar sje fullar 75 milj- ónir króna, er rennur í ríkissjóð. Daily Mail. Vorið ilmandi. Saga frá Kóreu eftir óþektan höfund. _____ Frh. • Foreldrarnir finna ætíð að því, er maður kemur of seint. Þess vegna verð jeg nú að skilja við yður til þess að komast hjá ávítun- um móður minnar.« I-Toreng, vildi ekki sætta sig við skilnaðarhugmyndina en spurði. »Hvenær getið þjer aftur gengið með mjer?« »Jeg fer ekki oft út«, svaraði hún »viljið þjer koma heim til mín?« »Mjög gjarnan*, sagði I-Toreng, »en hefur móðir yðar ekki neitt á móti því?« »Óne, hún verður þvert á móti mjög ánægð að að sjá mig lesa og leika mjer með einhverri vinkonu.* Svo kallaði Tchoun-Hyang á gömlu konuna. »Það er orðið framorðið* sagði hún við hana. »Ef þjer viljið, þá höldum við allar af stað.« »Já«, sagði gamla konan. 1-Toreng gekk með þeim að brúnni og kvaddi þær þar, en Tchoun-Hyang fór heim með gömlu konunni. Þegar hún var komin heim þakkaði hún henni kærlega fyrjr þaö ómak sem hún hafði haft. »Það er ekkert að þakka«, sagð' gamla konan í því að hún kvaddi. — Tchoun Hyang fór að finna móður sína og sagði henni alla söguna hvað fyrir hafði borið og sjerstaklega hvað henni hefði þótt vænt um að mæta dóttur manda- rinsins, sem hún hafði gengið með og talað við. »Það er ung stúlka vel upp alin og greind, sem mun oft koma hingað og lesa með mjer.« »Skelfing er það gott, dóttir mín, sagöi móðirin.« Þjónninn hafði strax farið til gömlu konunnar þegar hann hafði skilið við I-Toreng og þakkaði honum og sagði að I-Toreng hefði verið mjög ánægður og sent henni gjöf.« Gamla konan varð glöð í bragði og þakkaði fyrir peningana. Tehoun-Hyang fór inn í herbergi sitt og háttaði, þar sem hún var orðin mjög þreytt, og sofnaði hún þegar. Hana dreymdi að dreki mikill kom og vafði sig ulan um hana. Hún varð mjög hrædd og hrökk upp af svefni og fór þegar á fætur. »Þetta er undarlegur draum- ur sagöi hún.« Hún lagöi sig aftur upp í rúmið, en þegar hún gat ekki sofnað tók hún sjer bók í hönd. Þannig leið nóttin. Morgun- inn eftir flýtti hún sjer til móður sinnar. »Jeg hef ekki getað sofið fyrir hræðslu«, sagði hún, »mig dreymdi að dreki vafði sig utan um mig.« »Það hefur verið mara, af því að þú hefur verið þreytt á sál og líkama eftir gönguna af samtölum ykkar og Ieikum ykkar. Þú skalt ekki vera hugsjúk út af því! Tchoun-Hyang fór nú upp í herbergi sitt aftur. I-Toreng hafði heldur ekki getað sofið nje lesið því hugur hans var allur hjá hinni ungu stúlku. Þegar um morguninn ásetti hann sjer að skrifa henni til og tilkynna heim- sókn sama kveld. Hann ljet kalla á gömlu konuna og bað hana að bera brjefið. Hún tók við brjefinu og færði Tchoun-Hyang það þegar. Hin unga stúlka opnaði brjefið og las það með ánægju og flýtti sjer að svara því. Frh. Útgefandi: EINAR GUNNARSSON, Cand. phil.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.