Vísir - 11.06.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 11.06.1911, Blaðsíða 2
54 V I S I R Amerika og Yöstur-íslendingar. Eftir Sigurð Vigfússon. ----- Frh. Þegar komiðeraf hafi undir Ný- fundna land, blasir St. Lawrence- flóinn við. Síðan tekur við fljdtið sjálft. St. Lawrence fijótið hefir verið gjört skipgengt alla ieið upp í stór- vötnin, er síðar verður minnst. Ganga nú línuskipin upp til Montreal að minnsta kosti. Það mun meiga telja sem næst fjögra dægra siglirig frá Nýfundnalandi og upp til Quebec sem eraðal lendingarstöð innflytjenda. En 6-8 stunda sigling þaðan upp ti! Montreal. Litlu fyrir ofan Montreal nær fljótið landamærum Kanada og Bandaríkjanna og slítur þeim eigi eftir það svo langt sem vötnin ná. Vötn þessi eru nafnkennd mjög fyrir að vera stærst allra innyatna í heimi. Þau eru 6 að tölu. Neöri vötnin þrjú eru smá á borð við hin og eru nefnd minni vötnin. Efri vötnin þrjú eru aptur með stærstu vötnum heins, og því nefnd »stóru vötnin.« Vötn þessi eiga mikinn þátt í því að greiða samgöngur og verslun við hina innfi Iandshluta, og hafa á ströndum þeirra risið upp tiokkrar af hinum stærstu versl- unarborgum Kanada og Bandaríkja. Til þess að komast vatnaleiðina á enda verður að siglagegnum fimm vötnin. Hið fyrsta neðan frá er Onlario-vatn 240 fet (ensk) yfirsjáfar- flöt. Það er annað minnsta vatnið en þó sem næst ^/g af flatarmáli íslands. Við efri enda vatns þessa stendur Toronto borg, rnerkisborg í Kanada. Litlu ofar tekur við Erie- vatnið, nokkru stærra en hitt, 566 fet yfir sjáfarmál, ogerhinn heims- frægi Niagara-foss á milli vatnanna. Við efri endann á Erie-vatninu beygist vatnaieiðin til norðausturs og liggur í gegn um smávatnið St Clare, er liggur 100 fetum hærra yfir sjáfarflöt um Erie-vatnið. En stuttu þar eptir tekur við hið fyrsta af stórvötnunum þremur, sem nefn- ist Huron-vatn, og er á stærð við rúman helming af voru landi. Beygir vatn það aptur til norðvesturs. Við efri endami á Huron-vatninu skiptist Ieiðin um tvö efstu stórvötn- in, Michigan og Superior. Michigan -vatnið, sem er á stærð við tvo þriðj- unga af íslandi, beygist í hásuður og liggur á sömu hæð að kalla má. Við suður endann áþví vatni ligg- ur hin nafnkennda Chicago borg, sem víðfræg er fyrirsinn bráðgjöra þroska. \ Superior-vatn. (Efra vaín), hið síð- asta og efsta af öjlum vötnunum, liggur í norðvestur og er, 26 fetum hærra en Huron vatn, eða als 602 fet upp frá sjáíarmáli. Er það stærst allra vatnanna, eða á við s/4 hluía íslands. Við norðaustur strönd vatns þessa liggja borgirnar Fort William og Port Arthur, sem eru nafnkenndar verzlunarborgirí Kanada. Við suð- vestur rönd þess liggurafturá móti verzlunarborginn Duluth í Minnesota fylki sunnan »línunnar«, og er þá komið nærri liátfa leið inn á hið víða meginland. Það hefur kostað Kanada ærið fje að endurbæta þessa vatnaleið, og byggja nauðsynlegar flóölokur og kvíar til þess að lyfta skipum upp fyrir alla þá fossa sem fyrir koma á þessari 600 feta hæð ofar fleti sjáfar. jeg hefi fjölyrt nokkuð um vatna- leið þessa sökum þess, að hún að mínu áliti á megin þáttinn í því að íslendingar á fyrstu landnámsárum sínum festu byggð í Minnesota fylki og Dakota, en svo aptur síðar í Manitoba. Frh. almcnnings. pteinhús. Hjer á árunum — fyrir 15—20 árum —- voru reist nokkur steinhús hjer í bæ, en þá kunnu menn ekki að verja þau vatnsaga sem skyldi. Grjótið er gljúpt og húsin urðu saggasæl. — Var því aftur horfið að timburhúsasmfð, svo að varla var reist nokkurt íbúðarhús úrsteini í mörg ár. Nú er byrjað á steinhúsunum á ný. Það eru steinsteypuhús en ekki úr höggnutn steini. Þau eru ódýrari, öllu traustari og fljótlegra að koma þeim upp. Nú er engin vandi að verja húsin raka. Það er gert með jarðbiki. Þessi hús eru lítið eða ekkert dýr- ari en timburhús, en endast vitan- lega margfalt lengur. Myndarlegasta steinsteypuhúsið, sem gert hefur verið síðan Ingólfs- hvoll var reistur, er hús Ara alþm. Jónssonar. — Auk þess eru fáein steinhús í smíðum hjer íbæ. Lang- stærst þeirra verður hús Guðmundar Egilssonar við Laugaveg; Þorsteinn skáld Erlingsson á eitt, Lúther Lárus- son (Luðvígssonar) annað o, s. frv. —Aftur sjest nú hvergi timburhús í smíðum. Þetta er hin mesta framför. Þegar þjóðin fer að gera hús sín ursteini, þá hefst nýr þáttur í menningarsögu landsins. Þá sjá menn lolcs ein- hvern stað verka sinna og ekki hrynur alt á hæla þeim jafnharðan, eins og verið hefur nú í þúsund ár. — Þjóðin hefur átt margan »Vegghamar«, en hvar eru vegs-um- merkin eftir aldastörf þrjátíu kyn- slóða? Steinhúsagerðin eykur atvinnu í Iandinu, sparar landinu fje, því að minst af efninu er frá útlöndum keypt. í sveitum fleygir steinsmíðunum einnig áfram. Nú er varla ger nokkur húskofi í öllum Borgarfirði, nenia úr sjeinsteypu. Timbur hefurhækkað mjögíverði, en steinlím er ódýrara en fyr. Þetta er með öðru hvöt til þess að menn hverfi algerlcga frá timburhúsasmíði. (Þetta er þó líklega ekki allskostar ráðlegt, þar sem jarðskjálftahætt er.) »Steinöld« þessi er eða ætti að vera, upphaf að nýrri »gullöld« ís- lendinga. Steinmóðr Þorsteinsson. Hvort vigtar meira? Það var, eins og Vísir tók fram í gær, óvenjuieg hugulsemi af dönsku leikendunum, að bjóða börnunum á skemtunina (»EIverhöj«). — En — hvort skyldi vigta meira, ánægja barnanna, sem fyrir happinu urðu eða hrygð hinna, scm eingan að- gönguniiða gátu fengið? Eða hvaða : börnum var þessi skemtun ætluð? Barnavinur. Standmyndin. Margar og misjafnar eru upp- ástungurnar um það, hvar Jóns Sigurðssonar myndin eigi að standa. Jeg vil nú koma með mína tillögu og vona að það sje ekki of seint. Það er að setja standmyndina upp á Völundar- strompinn. Þar mundi hún njóta sín mjög vel, að mínu áliti. Auð- vitað að taka ójöfnurnar af stromp- inum og hvíttahann, einsog hinn heiðraði uppástungumaður segir að þurfi að gera við alþingis-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.