Vísir - 11.06.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 11.06.1911, Blaðsíða 3
V í S í R 55 húsið, ef Jóni verður tildrað þar upp á svaiirnar. Annars er það ekki furða þó menn sjeu í vandræðum með Jón, jafnmikið og hjer er fyrir af standmyndum. Og ekki furða, þó nefndin í vandræðum sínum tæki skólabrúna. En samt vona jeg, að það sje ekki svo fastlega ákveðið enn, að tillaga mín geti ekki komið til greina. Vindar. Vorið ilmandi, Saga frá Kóreu eftir óþektan höfund. ______ Frh. »Það mundi gleðja mig mjög að sjá yður. Jeg er altaf að liugsa um yður síðan við skildum í Cou- ang-hoa-lou. Brjef yðar hefur glatt mig mjög, og bíð jeg yðar með óþreyju.« Gamla konan fór með svar þetta til I-Torengs og hann komst í sjö- unda himin. Honum fanst dagurinn aldrei ætla að líða. Loks komdag- verðartíminn. Hann borðaði, fór aftur upp á herbergi sitt, klæddi sig í kvenmannsföt og læddist út. Hann fór að hitta gömlu konuna og bað han^ að fylgja sjer til Tchoun- Hyang. f Þau komu brátt heim til ungu stúlkunnar og bað I-Toreng gömlu konuna að skilja við sigogfór ein- samall inn. Tchoun-Hyang varð mjö.g glöð að sjá hann og þakkaði vinkonunni ímynduðu fyrir að hún skyldi gera sjer svo niikið ómak að heimsækja sig. Því næst fór hún með hana til móður sinnar og kynti þærog sagði, að hjer væri vinkona sín, sem hún hefði talað um. »Ó, hve tunglið er indælt«, sagði unga stúlkan.« Ættum við ekki að ganga um stund úti í garðinum ?« »Jú, tnjög gjarna«, sagði I-Toreng. Þau fóru út og gengn að þeim stað, sem I-Toreng hafði sjeð Tchoun- Hyang róla sjer fyrsta daginn, sem hann sá hana. »Þarna er róla«, sagði hann. »Ættum við ekki að róla okkur?« Tchoun-Hyang tók því vel. Þau róluðu sjer og I-Toreng sagði: »Mjer þykir mjög Ieiðinlegt að þjer skulið ekki vera ungur karhnaður, því ef þjer væruð það, þá myndi jeg elska yður óendanlega og við myndum eigast.« »Jeg hugsa alveg eins og þjer,« sagði Tchoun-Hyang, »mig langar Meiii háttar útsala á nauðsynjavörum stendur yfir aðeins 5 daga frá mánud. 12. til föstud. 16. júní. Til dæmis hve ódýrt er selt má nefna: 10 pd. Haframjöl 1,18. 10 pd. Hveiti 1,08. 10 pd. Kandis 2,40. 10 pd. Ris 1,10. 10 pd. Rúgsigti- mjöl 0,75 10. pd. Melis 2,35. 0 pd. Hænsab. 0,75. 10 pd. Bankab. 1,00. 10 pd. Kaffi 7,60. Margarine 0,42^/2 áður 48 au. Pálmafeiti, Pylsur, Ostar, Cacao frá 75 au., Sápur o. fl. Alt sem á boðstólum er, er selt með lægra verði en þekst hefur hjer á landi áður. jjgHí" AJdrei betra ■fcækifæri en nú að byrgja sig upp. VERSLUNSN VÍKINGUR LAUGAVEG5 CARLLÁRUSSON. einnig til þess að þjer væruð ungur karlmaður, svo við gætum orðið hjón.« »Jeg get ekki trúað því«, svaraði I-Toreng. »Hversvegna ekki ?«spurði Tcoun- Hyang. »Af því að jeg held að hugur yðar geti ekki verið hinn sami og minn og þjer hljótið að skrökva að mjer.« Tchoun-Hyang svaraði: »Nú skil jeg, Confusius segir, að þeir, sem tortryggi aðra, sjeu sjálfir hrekkjóttir. Þess vegna er það, að þjer trúið mjer ekki, jeg sje að þjer dyljið mig einhvers.* »Já«, sagði I-Toreng hlæjandi, »Jeg vil gjarnan kannast við það, að jeg hef leynt yður nokkurs, svo að þjer hugsiðþáalveg eins og jeg.« »Jeg er ekki vön að tortryggja aðra. Jeg segi ætíð eins og mjer býr í brjósti,« sagði hún. »Jæja þá«, sagði I-Toreng. »Ef svo er, þá ætla jeg að biðja yður bónar.« »Hvað er það?« spurði Tchoun- Hyang. »Jeg reiði mig á orðheldni yðar,« sagði I-Toreng, »og við skulum binda það fastmælum, að ef jeg er ungur maður, þá skulum við eig- ast, og ef jeg er ung stúlka, sjeum við eins og systur. En miglangar til, að við gerum skriflegan samn- ing um þetta.« »Mjög gjarna«, sagði hún. »Við skulum hætta að róla okkur, og skrifum heldur samninginn.« »Jæja.« Þau fóru niður úr rólunni og I-Toreng skrifaði skuldbindinguna. »Skrifið þjer nú undir«, sagði hann þegar hann var búinn. Hún ritaði undir. I-Toreng setti skjalið í vasa sinn bg Tchoun-Hyang sagði í gamni: »Því eruð þjer að gera þetta? Þjer eruð þó ekki karlmaður?« »Ójú, víster jegkarlmaður«, sagði I-Toreng. Frh. Leirvara sjerlega ódýr, nýkomin til Gruðm. Olsen. í 20, 10 og 5 pd. dósum og ýmsar fleiri málningarvörur vandaðar og með góðu verði í verslun G. Zoega. Chr. Juncliers Klæðayerksmiðja í Randers. Sparnaðurinn er vegur til auðs og hamingju, og því ættu allir sem vilja fá gott og ódýrt fata- efni (einnig færeyskt húfu klæði) og láta uíl sína og ullartuskur verða að notum, að skrifa klæða- verksmiðju Chr. Junchers í Rand- ers og biðja um hið margbreitta prufusafn hans. Það er einnig til sýnis á afgreiðslustofu Vísis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.