Vísir - 14.06.1911, Page 1

Vísir - 14.06.1911, Page 1
72 16 Kemurvenjulegaíít kl. 11 árdegis sunnud. þrjðjud., miðvd., fimtud. og föstud. 25 biöðin frá 21. maí. kosta: Á skrifst. 50 a. Send út um land 60 au. — Einst. blöð3 au. Afgr. áhorninuá Hotel Island 1-3 og 5-7 Oskað að fá augi. semtímanlegast. {Vliðvikud. 14. Júní 1911. Sól í hádegisstað kl. 12,28' Háflóð kl. 6,50' árd. og kl. 7,10' síðd. Háfjara kl. 1,2* siðd. Afmæli. Oarðar Gíslason, kaupmaður. Maguús Sigurðsson. yfirrjettarmála- flutningsmaður. Veðráíía í dag. Loftvog E '< VindhraðiJ Veðurlag Reykjavík 764,2 +10,0 s 3 Alsk. Isafjörður 761,8 + 9-3 vsv 1 Ree:n Blönduós 763,5 + 10,2 s 2 Skýað Akureyri 763,2 +13,0 s 3 Skýað Grímsst. 728,4 -1-10,3 ssv 4 Skýað Seyðisfj. 764,6 -+- 6,2 0 Ljettsk. Þórshöfn 766,0 + 7,0 0 Skýað Skýringar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = go!a, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 = hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. > Ur bænum. Skipafrjettir. E/s Sterling kom í morgun og með honum 89 farþega. Nokkrir Vesturíslendingar komu. Frá Kyrra- hafsströnd ísleifur Sigurðsson (Blaine) bróðir Tómasar bónda á Barka- stöðum, 70 ára öldungur, Jóhannes Guðmundsson frá Vatnsleysu — 80 ára öldungur. Hyggja þeir öld- ungarnir að setjast hjer að. Frá Vancouver kom frú Sigurbjörg An- derson með systurdóttur sína, Helgu Jónsdóttur. — Brilloin fv. konsúll kom og með verkfræðinga sína, 20—30 mælingamenn og allniargir túristar. E/s Vestri fer kl. 2 í dag. E/s Castor kom kl. ÍO1^ hlað- inn fólki. Páll Torfason tók sjer far á »Austra« 10. þ. m. áleiðis til Reyð- arfjarðar til þess að líta eftir Helgu- staðanámunni. Hjólreiðar eru iðkaðar með meira móti á Reykjavíkurgötum um þessar mundir og mega menn gjalda varhuga við, að ekki sje riðið á þá ofan. — í gær hjóiaði einn á Guðmund ■ Bergsson póstaf- , greiðslumann á miðju Kirkjustræti, í en sem betur fórstóðst Guðmundur j áhlaupið og sakaði ekki. Gestir í bænum. Meðal þeirra, sem verið hafa íbænum undanfarna dagaeruhjerennþessir: Að austan: Jón Arnesen disponent Eskifirði, Sigurður Eggers sýslumaður í Vík, Gísli Jónsson factor í Vík (tekurnú við verzlun í Borgarnesi) frú Krist- ín Blöndal á Eyrarbakka. Að vestan: Guðmundur Sveinsson kaupm. í Hnífsdal, Guðmundur Bergsson póst- afgrm. í Skutilsfirði, Guðm. Hannes- son lögfræðingur sst., sr. Þorvaldur Jónsson prófastur sst., sr. Þorvarður Brynjólfsson á Stað í Súgandafirði og frú hans, sr. Magnús Þorsteins- son íSelárdal, sr. Guðm. Einarsson í Ólafsvfk Að norðan: Sigurður Sigurðsson kcnnarí á Hólum. "Mtaw aj taw&i. Isafirði 11. júní 1911. Guðjón Baldvinsson cand. phil., kennari andaðist í gærkveldi úr hjartasjúkdómi, eftirlanga legu. íshrafl töluvert útundan Horni og Straumnesi í gær. Aflabrögð. Norsk gufuskip iiska ágætlega, en lítiðerum afla á mótorbáta yfirleitt. Einn kom þó með 15 þúsund pund í fyrra- dag eftir fárra daga túr. Arnar — vals — smirils — hrafns — sandlóu — skúms— skrofu — rjúpu — þórshana — hrossagauks —fl sendhngs — álku — teistu —| og ýms fleiri, ný og óskemd, kaupir Einar Qunnarson, Pósthússtræti 14A r - ----------- 3 Minnist jóns B Sigurðssonar með j gjöf tilHeilsuhælisins almennings. „Dans á eftir“. Allir kannast við þess tálbeitu, sem margoft hefur verið höfð til þess að ginna ljettúðugt fólk á Ijelegar samkomur, einkum í útkjálka þorp- um. Fyrirlestrar af lakasta tagi hafa oft og einattauglýst »dans á eftir;« Það er þá aldrei svo að ekki komi einhverjir svona í lestrarlokin til þess að ná í »seinni blessunina«. Trúðleikarar, sem allir vóru orðn- ir leiðir á, fóru að auglýsa »dans á eftir« -- og það »trekti« peninga. Nú auglýsir forstöðunefnd Jóns Sigurðssonar -hátíðarinnar, að þessi mikla og margþætta minningarhátíð skuli enda með kvöldmáltíð og — »clans á eftir*!! Jeg ætlaði varla að trúa mínurn eigin augum: Aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, iðnaðarsýning íslands, háskóli íslands stofnsettur, Bókmenta- fjelag íslands sameinað og »flutt heim«, og svo — »dans á eftir«! Hvernig væri annars að enda al- varlegt og viðhafnarmikið ættjarðar- kvæði á — »beinakerlingar-vísu?« Heggur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.