Vísir - 16.06.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 16.06.1911, Blaðsíða 2
74 V í S I R fjallaland, heldur og eldland. Dan- mörk væri ekki skógi vaxin, heldur skógi prýdd, en ísland væri nakið, svo að á Suðurlandi fyndist aðeins ein stór hrísla (8— 10 álna reynitrje) og af þessari hríslu væri þeir svo hreyknir, að þeir hefði spurt sig, hvort hann hefði ekki sjebtrjeð! — Og »skógarnir« væri svo, að þegar hann hefði fyrir nokkru verið búinn að ríða í gegnum einn, þá hefði hann spurt, hvort þeir færi nú ekki bráðum að koma í skóginn! Hann talaði um stærð lands- ins og um gífurleik jökla, sanda og eldhrauna. Væri því ekki undarlegt, að þessi stórfenga nátt- úra gerði þjóðina ólíka öðrum. Náttúrufegurð væri svo mikil, að fjöll og dalir Noregs kæmi ekki til jafns við. Dalirnir bjartir og breiðir með Ijómandi á éftir endilöngu. — Allra best gæti maður skilið fegurð landsins á orðum Gunnars: »Fögur er hlíðin.« (Þú mátt geta nærri hversu áheyrendur skildu þetta vel, eða hitt heldur). Mikla áherslu lagði hann á það, að íslendingar hefði aldrei kallað j sig Norðmenn og vildi ekki vera ' Norðmenn. Talaði um landnám og sagði, að engin þjóð væri af jafn- hreinum aðli sem íslendingar, þ. e. af norskum stórhöfðingjum og írsk- um konungaættum (Mýrkjartan, Bjól- an etc.) og væri því eðlilegt, að þeir væri öðruvís skapi farnir en Danir. Sagði, að Danir hefði aldrei skilið íslendinga og aldrei reynt til þess, enda bæri ísl. — því miður — ekki hlýjan hug til Dana. Þ;tta kæmi af tvennu: Danir væri ekki nógu miklir til þess að ísl. gæti litið upp til þeirra og ekki nógu vingjarnlegir og svo þekkingarlitlir. Hann taldi þó ótækt, að ísland hefði ekki annað sameiginlegt við Danmörku en konunginn, því að konungur gæti ekki tvískift sjer. Það »gæti ekki gengið.* Skilnaður fanst honum líka óhugsanlegur(I) en vildi þó viðurkenna ísland fjórða landið á Norðurlöndum. Skuggamyndir sýndi hann, þar á meðal af Jóni Sigurðssyni ogjónasi Hallgrímssyni. — Ennfr. af Safnhús- inu og kvað það bygt af dönskum »Arkitekt.« Var það auðsjáanlega skilið svo af áheyrendutn, að við værum altaf upp á Dani komnir. Þeir þyrftu að »halda um hendina« á okkur, eins og krakka, sem er að byrja að læra að skrifa. — —« Hálfdan. | Vísir 1-56 ^ (I—III flokkur)fæst innheftur. Frá íþróttaveUinum. Eg komst vestur á melaá sunnu- daginn var — eins og margir aðrir — og inn fyrir girðinguna, sem umhverfis er íþróttavöllinn. Nær öðrum enda vallarins var lítill trjepallur lagður, ætlaður til leikfimis sýninga. Fyrir öðrum enda hans var nokkurum bekkj- um raðað í hálfhring. Kl. 4 var fátt manna komið. Sátu að eins f fáeinar hræður á bekkjunum og nokkrar stóðu á bak við þá. Hugði jeg gott til glóðarinnar að ná í sæti í sólarhitanum. En í opi bekkjahringsins við annað pallhornið sem að hon- um vissi, mætti jeg kunningja mínum og ávarpaði hann. Hann ansaði mjer varla og virtist þurfa að gæta að hverri mannskepnu sem nálgaðist. Fyrst komu nokkr- ir drenghnokkar og ætluðu auð- vitað að setjast. »Ekki lengra, strákar.,« hrópaði kunningi minn og þreif óþyrmilega í tvo þeirra. Jeg starði þeyjandi á leikinn. í sama bili bar þar að nokkra eldri — og heldri — borgara bæ- arins. »Ekki lengra!« Einn ráðunautur landsins varð fyrir svörunum og sagði.: »Nú, eru ekki auð sæti þarna?« »Jú, en þau eru ætluð--------- bæjarstjórninni — og — land- stjórninni — og — og öllum sem er boðið.« »Þakka ykkur þá fyrir boðið«, sagði ráðunuturinn og dró sig til hliðar. Jeg gladdist í hjarta mínu, engu síður en »herfólkið« yfir frelsi sínu, að jeg, sem var kominn þarn í sömu erindum, skyldi losna við áminninguna. — Eftir að kl. var orðin 4 stytti hornaflokkur fólkinu stundir með ósamhljómun sinni. Fólkinu fjölgaði jafnt og þjett og allir fóru sem næst pallinum. Þar átti víst dýrðin að standa. En þegar minst varði kom einn leikenda og bað fólkið .að færa sig fjær pallinum. Alla langaði til að sjá hvað um væri að vera, svo að í bili varð þröngin meiri eftir en áður. F>ó rýmkaðist dá- lítið til að lokum. En vegna þess, að þarna varð rýmra, þustu þeir nýkomnu því örar í skarð- ið. Þvílík þrengsli! Og þarna lenti nú blessaður ráðherrann sjálfur í miðri þvög- inni svo að ein frúin varð að hjálpa honum til að komast áfram — því að hún leiddi marga til sæt- is — og jafnvel bauð honum að koma úr þrengslunum upp á pallinn — því að þangað vog- aði enginn nema óartar drengir og hún sjálf — af neyð auðvit- að. Ef þið bara vissuð hve er- vilt frúin átti með að kljúfa þröngina og vísa ráðherranurr. til sætis. Ólafur ritstj. talaði nokkur orð — vel en veikt — og hornin hvinu hvert í kapp við ann- að á undan og eftir. — Frh. Lige. ittötvAum. Flugmanna-slys mega heita daglegir viöburöir. Hinn 27. f. m. fjell Vladímir Smith til jarðar ur 150 feta hæð hjá Pjetursborg og fjekk bráðan bana. Hann var 21 árs. Annar flugmaður fór frá Nice á Frakklandi 5. þ. m. og ætlaði til Corsika. Hann kom aldrei fram og hefur vafalaust fallið í Miðjarðarhafið. — Enn fórst ítalskur flugmaður hjá Róm 8. þ. m.— Vjelin fjell úr 150 feta hæð til jarðar og var maður- inn þegar steindauður. Sagt er, að flugvjel hafi nýlega fallið úr háa lofti niðurá hóp áhorf- enda við Kursk á Rússlandi. Særð- ust 5 menn til ólífis en 100 hlutu meiðsl.,, Stór farþegaskip tvö hefir Hamburg-Arnerican-línan nú í smíð- um. Hvort þeirra ber 50 þúsund smálestir. Þau eiga að heita: Hmpera- tor< og Evropa« og flytja fólk um Atlantshafið. Grfsklr ræningjar náðu á vald sitt þýskum jarðfræð- ingi, professor Edward Richter, 28. fyrra mánaðar, er hann var á ferð í Þessalíu og ætlaði að ganga upp á fjallið Ólymp. Hinn 5. þ. m. buðu bófarnir að sleppa professorn- um gegn 370 þúsund króna lausn- argjaldi. Ráðuneytið í Belgíu lagði niður völd 8. þ. m. vegna misklíð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.