Vísir - 16.06.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 16.06.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 75 ar viö vinstrimenn út af fræðslu- mála-frumvarpi. Styrjöld heldur áfran í Marokko. Moinier hershöfðingi Frakka komst til Fez 3. þ. m. til liðveislu við soldán og háði áður harða bardaga. — ímsir flokkar landsmanna eru enn undir vopnum og Iáta ófriðlega. Amerika ogYestur-Islendingar. STIMPLA af öllutn geröum stimpUblek, stimpil- púða, Ieturkassa og annaö þvilikt 7S útvegar Einar Gunnarsson. Afgr. Vidt. Eftir Sigurð Vigfússon. ----- Frh. Norður Dakota tekur við af Minne- sota vestan Rauðárinnar, og hefir sömu takmarkalínu að norðan. Þar er öllu óblíðara loptslag. Meðal- hiti á vetrum í höfuðborginni (Bis- marck) er — 15° C (mestur kuld. — 42° C). Meðalhiti á sumrum 20° C (mestur hiti -f 40° C). Akuryrkja er þar mikil og kvikfjár- rækt. Þangað leituðu innflytjendur að sjálfsögðu er tók að þrengjast um lönd í Minnesota. Þar er marg- ur gildur bóndi íslenzkur, og sam- landar vorir varðveita þar þjóðerni sitt vonum fremur með fjelagsskap og samheldni líkt og í Minnesota, þótt ekki hafi þeiríslenzkt málgagn þar, það mjer er kunnugt. Þessi eru helztu byggðu ból ís- lendinga í Bandaríkjum, þótt þeir hafi sett sig víðar niður að góðum mun, svo sem í Utah og vestur á Kyrrahafs strönd. En ekki er því að leyna að rómur íslendinga í Bandaríkjum, svo glæsilegur sem hann var fyrir eina tíð, er eins og að falla í gleymsku fyrir hinu yngsta landnámi sömu þjóðar í Kanada, sem nú er svo mjög á vörum höfð um allan hinn menntaða heim má líklega segja, og hefir vakið sjer- staka athygli á sjer eins og ung kona fríð og tíguleg ásýndum er stígur fram á leiksvið Iífsins og lætureitt- hvað mikið að sjer sópa. íslend- ingar njóta þá og einnig þessa sóma og rómur þeirra flígurút um lönd. Og með því sá rómur er fagur verður hann ættjörðinni fornu líka til vegs — því þaðan er uppruni þeirra. Svo fáum vjer þá snúið oss að landnámi íslendinga í Kanada. Frh. Rakarastofan í Austurstræti 17 er opin"til kl. 12 á hádegi laugardag- in 17 júní. Eyjólfur Jónsson frá Herru. Fallegustu brjefspjöldin í bænum (|| fást á afgreiðslu Vfsls: 1. 1000 ára minningarspjald Gröndals. 2. 9 isl. skáld (elsti flokkur). 3. 9 isl. tkáld (miðflokkur). Yngsti flokkur aðeins ókominn. 4. Rjettir. 5. Kýr (mjólkuð úti). 6. SafnahúsiB. 7. Akureyri (fegursta mynd þaðan. 8. Sláttur (við Mývati?). 9. Vestmannaeyar (komið úr róðri) 10. Jón SigurBsson, afmælismynd. 11. Þingvellir (frá Lögbergi). 12. AlþingishúsiB og dómkirkjan. 13. Jón SigurBsson i fána (2 tegundir). 14. Jónas Hallgrímsson í fána. 15. Þorsteinn Erlingsson í fána (nær uppgengin). 16. Einar Benediktsson i fána (nær uppgengin). 17. Kviaær úr Bárðardal). 18. Öxarárfoss 19. Ferhyrndur hrútur. 20. Ingólfur (á Reyjavíkurhöfn). 21. Heyskapur. 22. Útflutningshestar. Ennfremur ættartöluspjald Jóns SigurBssonar. Ný brjefspjöld meB hverju skipi. Útl. brjefspjöld á 3 au., 5 au„ 10 au. og 15 au. Á 15 au. spjöldunum eru hreyfanlegar myndir. Brjefspjöldin fást einnig í stórsölu. 1 Fyrir 17. júní parf fólk að kaupa margt, þar á meðal: Sjöl, Kjólatau, Klæði, Dömuklæði, Slipsi, Sikibönd, Barna- hatta, Nærfatnað alskonar, Sokka, Tvisttau, Vasaklúta o. m. fl. Það fsest alt best og ódýrast hjá Árna Eiríkssyni, Austurstræti 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.