Vísir - 29.06.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 29.06.1911, Blaðsíða 2
14 V í S I R íslands kveðja. / *Saint-Clair-siir Izpte« smá- þorpi var sáttmálinn gerður milli Gönguhrólfs og Karls einfalda Frakkakonungs, er Ffrólfur fjekk Normandíið að ljeni. Hjer byrj- uðu Normandíuhátíðahöldin 28. f. m. Magister Guðmundur Finnboga- son hefurskrifað blaðinu Ingólfi um atburð er þar varð og okkur má þykja mikils um vertogsegir hann frá á þessa leið: —— »ÞátálaðiPaul Verrier, prófes- sor við Sorbonne (Parísarháskólann) í Norðurlandamálum. Hann gatþess að á íslandi væri enn talað það mál, sem Hrólfur talaði, og hefði hann frá íslenzku skáldi Guðm. Guðmundssyni fengið kvæði: »ís- land til Frakklands. Kveðja á þús- undára hátið Normandís,* ogskyldi ' hann lesa upp þýðingu þá, er hann | hefði gert af kvæðinu. En nú væri j hjer kominn niðji Hrólfs í 32. iið, sendur af þjóð sinni til þess að vera við hátíðahöldin, og mundi hann lesa kvæðið sjálft. Kvæði Guðm. Guðmundssonar var svona. Stefja-hreimur stiltur tengir straumi hljómsins vina þrá: Þegar daga Ijósa Iengir lengst í höfum norður frá, frændur Hrólfs á Fróni senda Frökkum kveðjuorðin hlý, — fornar minjar bjartar benda bróðurhug í Normandi. Þar sem hátt í hvelfdum kórum harmatölur fylta vé: »A furore Normannorum libera nos, o domine!« — Þúsund ára tengdar trygðir tveggja þjóða eiga frið(<— nú er glalt um blómgar bygðir, bjarta strengi kveður við. Vel er það, að víkingslundin varð þar göfgrar orku rót, grimdin trylta, tamin, bundin tók þar ást og blíðu mót; frjáls og göfug því varð þjóðin þar sem Normenn tóku ból. Enn þá hljóma hetjuljóðin Hrólfs um fornan veldisstól. Og í Hólmi hlustar fögur háraprúð in unga drós á þá fornu söngva og sögur síð um kveld við mánans ljós, — en í lundi gígjur gjalla, gullna strengi dísin slær, þar sem Ijúft í faðmlög falla Frakklands sól og norðanblær. * * * Niðjar fornra feðra vorra, frægðar njótið ár og síð! Bróðurhönd frá hauðri Snorra höfin brúar glæst og víð. — Frakklands snild og fremdoggengi framtíð heilsi björt og ný! Svanir frjálsir syngi leng. sólarljóð um Normandí! Þegar Verrier hafði Iesið snildarvel hina ágætu þýðingu sína á kvæð- inu, flutti jeg kvæðið sjálft og var því tekið með dynjandi lófaklappi. Blaðamennirnir umkringdu Verrier til að fá þýðingu hans á kvæðinu. og höfðingjarnir þustu til mín og þökkuðu mjer með mörgum fögr- um orðurn. »Mjer fanst jeg skilja alt sem; þjer.sögðuð,«- sagði einn. »Svona hafa íslensku fornskáldin flutt kvæði* sagði annar. Sumir komu með brjefspjöld og báðu mig að skrifa nafið mitt á þau, svo þeir gætu sent kunningjum sínum, og einn setti mig undir marmaraplöt- una* og tók af mjer ljósmynd. Það sem’ eftir var dagsins voru menn við og við að koma til mín og þakka mjer fyrir kveðjuna. En mest komst. jeg við, þegar jeg með manngrú- anum var á leiðinni til járnbrutar- stöðvarinnar um kvöldið. Maður, sem gekk fram hjá, vatt sjer inn í þvöguna, tók í hönd nijer ogsagði: »Vive votre pays, monsieur!* («Lifi landið yðar!«) Ýms frönsk blöð hafa getið um þessa óvæntu kveðju og enska blað- ið »Daily Mail« fluttijgrein með fyrirsögninni: »Þúsundárahátíðin. Mál víkinganna við Normandís- hátíðahöldin.* Dagurinn varð einn af fegurstu sólskinsdögum æfi minn- ar. Fyrir - einkennileg atvik varð ísland sem snöggvast sem niiðdep- iirhátíðarinnar.’ Enginnlannar Norð- urlandabúi talaði þar orð. Og dönsk kona"ein, sem viðstödd var,' hafði orð á því við mig að það væri leitt, að enginn fulltrúi Danmerkur hefði konúð þar fram. Daginn eftir var jeg staddur á þjóðbókasafninu mikla. Jeg'var að leita að myndum af Charlotte Cor- day, sem jeg hefi unnað frá barn- æsku. Gamall maður lagði hönd- ina á öxl mjer og heilsaði hlýlega. »Jeg er kunnugur hjerna; mjerværi ánægja að þvi, ef jeg gæti 'Tgreitt eitthvað fyrir yður. Við sáumst í * Marmaraplata var sett hjer til minja um sáttmálagerðina. gær!« Og á svipstundu fann hann fyrir nn'g það, sem jeg var að leita að. — « Raddir almennings. Til Ameríku. Stöðugt fer þeim fjölgandi, sem fara til Ameríku, og Iíti maður yfir flokkana, sem fara með næstum hverri einustu ferð þá sjer maðurað megn- ið af þeim eru ungir og hraustir menn á besta skeiði. Það er kjarn- inn úr þjóðinni, sem er að flytja vestur yfir hafið. En hvernig stendur á þessu? Hvernig stendur á því að ungir og efnilegir menn fara hrönnum saman til Ameríku? Menn munu eflaust svara þessu á marga vegu; en mjer virðist hjer ekki geta verið nema ein aðal ástæða, og hún er — stjórn- arfarið í landinu; inenn eru ekki að flýja landiö, heldur óstjórnina í latidinu. Fjöldinn af þeim sem fer til Ameríku, eru eins og jeg heli áður drepið á, áreiðanlega ekki »ónýt- ustu« mennirnir, heldui þvert á móti. En því Ieggja þeir ekki krafta sína fram og reyna að bæta það, sem hjer fer aflaga? munu menn segja; en til þess er því að svara, að þeir geta það ekki, því til þess að geta Iagt fram krafta [sína þurfa menu að geta lifað, en hvað er gjört til þess að efla atvinnuvegi alþýðu? Jeg ætla að leyfamjer að segja, skammarlega lítið. Og hvað er gjört til þess, að auka áhuga ungra manna fyrir framtíðinni? Ekkert! nema ver sje, því það er reynt að drepa úr þeim allan dug með aukn- uni álögum, rjettlatum og ranglát- um. Það er verið að sjúga úr þeim allan lífsþrótt og starfsþrek, til þess að embættislýðurinn geti komið þess betur ár sinni fyrir borð gagnvart alþýðunni. Þessi embættis- líður sem ætti að vera árvakur fyr- ir velferð þjóðarinnar, en sem í þess stað er heimtufrekur á eign- ir hennar (Landsjóðinn.) Nei, al þýðan á að ráða, en embættis- mennirnir ekki, hún á að »moka þeim útúr þingsölunum« þangað til hún er orðin í ríflegum meiri hluta þar, hún á að eiga þar flest sætin en embættismennirnir ekki. Þú, sem ert alþýðumaður, hvenær ætlarðu að taka rjett þinn og ráða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.