Vísir - 11.07.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 11.07.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 39 hve lítil samheldi virðist vera meðal fólks í þeirri stjett hjer, og hve lítið það virðist hugsa — og ennþá minna gjöra — fyrir sína stjett. Það er þó áreiðanlega margt, sem veslunarfólk- ið gæti gjört til góðs og framfara bæði sjálfum sér sem einstaklingum og stéttinni allri sem heild. Og það er eins áreiðanlegt, að það er margt sem þarf að gjöra fyrir stjett I þessa. Högum hennar er ekki í öllum greinum svo vel komið hjer, að engra umbóta sje vant. Jeg vil strax taka það fram, að þar sem jeg tala hjer um verslun- arfólk, þá á jeg ekki við kaup- menn, heldur starfsmenn þeirra, þ. e skrifstofufólk og afgreiðslufólk innanbúðar og utan, starfsfólk banka, að bankastjórnum undanskildum, skrifstofufólk á afgreiðslustöðum skipa og skrifstofum iðnaðarstofnana o.fl. er lík störf hafa með höndum. Það er svo um þetta mái eins og raunar öll mál, er heilar stjettir fólks snerta, að til þess að halda framkvæmdunum og afleiðingum þeirra við lýði, er öflugasta meðal- ið að mynda samtök innan stjettar- innar. Starfskraftar og framkvæmda- möguleikar einstaWlinganna innan stjettarinnar geta svo ólíkt betur notið sín, þegar þeir styðjast við fjelagsskap stjettarbræðra sinna og hafa hann að bakhjalli, heldur, en þegar hver potar í sínu horni einn og aðstoðarlaus. Hjer er að vísu til fjelagsskapur innan verslunarstjettarinnar, sem sje sty rktarsjóður verslunarmanna. En sá fjelagsskapur er að því sem jeg best veit mjög þýðingarlítill fyr- ir verslunarfólkið nema í einu ein- asta augnamiði, sem er að styrkja fátæka óverkfæra verslunarmenn með nokkru fjárframlagi. Þetta er mjög gott og lofsvert, og má enginn skilja orð mín svo, að jeg vilji gjöra lit- ið úr þessari stofnun, því jeg álít hana einmitt sjerlega góða og nauð- synlega. En hinu held jeg fram að hún sje hngt um of einhæf ef svo mætti að orði komast. — Versl- unarfólksstjettin þarf samtök, með miklu víðaii sjóndeildarhring, með margfalt fleiri leiðum til að fara eftir í baráttunni fyrir framþróun sinni og velvegnun. Einn liðurinn í þvf kerfi er vitanlega hjálpsemi og fjestyrkur til þurfandi fólks, og þeim lið er sæmilega sjeð fyrir hjer með styrktarsjóðnum, sem er orðinn allvel fjáður, og auðgast vonandi með ári hverju. Og það ætti ein- mitt að vera svo afar mikil hjálp fyrir samtök verslunarfólks hjer, sem nú eða síðar yrðu mynduð, að svo vel er þegar sjeð fyrir þessum hluta ætlunarverksins, svo að hægt er að verja þeim mun meira af starfskröft og fjárframlögum til hinna annara þátta fjelagsstarfseminnar. Það var víst reynt fyrir fáum ár- um að stofna hjer verslunarmanna- fjelag, en lítið hefur borið á þeim fjelagsskap, og er jeg hræddur um að hann hafi aldrei komist verulega á fót, og sje nú annaðhvort alveg danöur eða þá í andarslitrunum, og er það illa farið. En þó svona færi með þessa tilraun, er engin ástæða til að leggja árar í bát. Því lítt hugsanlegt er, að slíkur fjelags- skapur gati ekki þrifist hjer og blómgvast, ef vel og og skynsamlega er að farið. Svo mikinn amlóðaskap get jeg ekki ætlað verslunarfólkinu í höfuðstað íslands á tuttugustu öldinni. Akureyri er að jeg helt, eini kaup- staðurinn hjer á landi, sem hefir nokkuð öflugt verslunarfjelag með því sniði, sem slikur fjelagsskapur þarf að hafa, til þess að geta kom- komið að verulegu liði. Það fje- iag er orðið nokkuð gamalt, líklega um eða yfir 10 ára, og hefur verið og er enn að því að mjer er sagt, starfsamt og gott fjelag, sem hefnr áunnið sjer hylli og velvild bæar- manna, bæði innan verslunarstjett- arinnar sjálfrar og utan hennar. Það fjelag mun eiga upptökin að stofnun verslunarskólans, að minsta kosti er mjer kunnugt um, að það hafði það mál mikið á dagsskrá sinni,og skrifaði um það til Alþingis og studdi framgang þess við marga þingmenn. Almennum frídegi fyrir verslunarmenn á Akureyri hefir þaö gengist fyrir og inörgu öðru í þarf- ir stjettar sinnar. Og að ýmsum almennum málum bæarins hefir það einnig unnið og haft áhrif á. Styrkt- arsjóðsstofnun er ein grein þess fjelags, og er sú grein raunar alveg sjálfstæð, því henni er svo fyrir komið, að hún getur staðið og haldið áfram störfum, þó fjelagið líði undir lok. Lögum fjelagsins er tvískift. Er annar hluti þeirra um styrktarsjóðinn, hvernig hann skuli mynda og ávaxta og hvernig honum skuli varið. Hinn hluti lag- anna er um aðra starfsemi fjelagsins, fundasköp, stjómarfyrirkomulag o. fl. Og að minni hyggju er margt í lögum þessa fjelags, sem þeir menn hefðu gott af að kynna sjer, sem hugsuðu til að stofna hjer líkt fjelag. Jeg ætla að láta eintak af lögunum, sem jeg hefi eignast, liggja frammi á afgreiðslu »Vísis* um tíma, og geta menn fengið að sjá þau þar hjá ritstjóranum ef menn óska. Nl. Yiktoria Luise. Koman til Wilhelmshafen hátíB- leg haidiu i Reykjavik. Þegar Viktoria Luise kom inn til Wilhelmshafen á laugardaginn var hefur víst fáum viðstöddum dottið í hug að hjer á hala ver- aldar væri fjöldi bæarmanna með borgarstjóra í broddi fylkingar"~að gera þá komu hátíðlega. »Pússa« upp Reykjavíkurbæ, I fylla blöðin með meira og minna vitlausum lýs- ingum,á skipinu. Æfaj almennar kurteisis-beygingar út af kurteisis- boðinu og skafa eyrun til undir- búnings lúðrahljóminum. Okkur hættir stundum við að vera nokk- uð á undan tímanum, og það á víst enn langt í land að hingað heyr- ist lúðrahljómur frá Wilhelmshafen. Það er annars ekkert merkilegur viðburður þó herskip komi inn-til Wilhelmshafen og engin ástæða fyr- ir þá stillingarmenn, sem þennan bæ byggja að verða uppnæmir útaf því.--En um Viktoríu Luisu skal jeg geta þess til frekari upplýsinga reykvískum blaðafróðleik um hana aö hún er ekki þýskt skólaskip og þvi síður stærsta þýska skólaskipið. Hún er í þeim flokki sem Þjóð- verjar kalla »Oe8chtitzte Kreuzer*, 5056 þúsund tvípund, 118,3 Stikur að lengd og breiðust 15,6 stikur ristir 6,7 stikur, þrfvjela með 12 þús. hesta afli, fer 21,5 mílur á vökunni, eyðir 800 þúsund tvípund- um kola og skipverjar eru 444. Þar eru 12 hraðskota fallbyssur 15 cm. og 8 sem eru 8,8 cm., og ennfremur eru þar fjórar maskínu- byssur 8 mm. og þrjár tundur- báta pípur. Þurfið þið nánari lýs- ingu heiðruðu bæarbúar? Máske ekki meðan hún liggur kjur í Wil- helmshafen. Stærsta skólaskip Þjóðverja heitir König Wilhelm 9560 smátestir að þyngd og þarf vonandi ekki að lýsa því frekar meðan ekkert frjett- ist um komu þess til Wilhelmshafen, Torpedcrleuinant

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.