Vísir - 12.07.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 12.07.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 43 ínimista kosti eigi ekki Alþingi, eða hið opinbera, að leggja meira fje til skólans en í mesta lagi helming á máti framlögum af stjettarinnar hálfu. Jeg held nú að verslunarstjett þessa lands taki svo ríflega þátt í fjárframlögum til landsjóðs, og beri svo fullkomlega sinn hluta byrðanna, móti öðrum stjettum þjóð- fjelagsins, að það sitji ekki á þjóð eða þingi að telja eftir styrk til verslunarskólans. Hitt er annað mál, að það væri vel gjört og mjög viðeigandi, að kaupmenn og verslunarmenn, sem nokkurs eru megnugir, rjelti skólanum hjálpar- hönd. Nokkrir kaupmenn lijer hafa og gert það drengilega og eiga þeir þökk og heiður skilið fyrir það. En mín meining er það, að verslunarstjettin eigi fulla sann- girniskröfu til þess, að þessi eina sjermentunarstofnun hennar sje styrkt af Iandsjóði eins og þarfir hennar og kröfur tímans heimta. En sem sagt, eins og nú standa sakir með verslunarskólann, og þann tíma, sem allur fjöldi versfunarfólks hjer hefur afgangs skyldustörfum sínum, til eigin nota, þá vantar mikið á að fullnægt verði upp- fræðsluþörfum verslunarstjettarinnar. Og úr þessum annniörkum hygg jeg fátt muni betur geta bætt en öfl- ugt verslunarmannafjelag. Jeg vona að þess verði ekki langt að bíða, að verslunarfólkið hjer taki rögg á sig og gjöri annaðhvort að lífga við og efla gamla verslunar- mannafjelagið, eða stofni annað nýtt og vinni í því með áhuga og skyn- semi stjett sinni til gagns og frama. Verslunarmaður. Drottirm í pólitík- inni. (Úr grein í síðasta Kirkjublaði) Allir fjelagsbótarmenn hafa, svo langt sem sögur ganga, veriðað ein- hverju leyti póliltískir leiðtogar síns tíma. Sjálfur æðsti spámaðurinn allra spámanna er þar eigi undanskilinn. Og spámenn gamlatestamentisinseru svo allra-átakanlegast pólitískir ritarar og ræðarar. Fólkið liefur verið alið upp í þeim misskilningi, um tugi kynslóða, — og tekur því svo langan tíma að eyða — að spámennirnir gömlu liafi aðallega verið að segja fyrir óorðna hluti. Rjett skilið gætir þess varla meira um þá, en aðra guðinnblásna fjel- agsbótarmenri á öðrum tímum. Nei, spámenn gamla testamentisins, sem mest ber á, eru einmitt hápólitískir bardagamenn síns tíma. Viljið þið svolítinn smekk hjá Jesaja í niðurlagi 22. kap. Jesaja er að velta einhverjum misindis-ráðgjafa. Hann heitir Sjebna Auðvitað lætur Jesaja Jahve vinna verkið: »Sjá Jahve varpar þjer burt mað- ur! þrífur fast í þig, vefur þig sam- an í böggul, og þeytir þjer sem sopp út á víðan vang. Þar skalt þú deyja . . . þú sem ert húsi drottins þíns til svívirðu! Eg hrindi þjer úr stöðu þinni, og úr embætti þínu skal þjer steypt verða.« Þetta er eflaust bókstaflega að skilja. Steyptum stórvesírum voru eigi veitt eftirlaun á Austurlöndum. Það var gengið svo frá þeim, að þeir þurftu eigi eftirlaun. Og há- mark refsingarinnar er hjer einmitt að burtrekni og drepni ráðherrann fær ekki einu sinni að koma í gröf- ina sína. En svo er Jesaja að koma að helsta og besta manni síns flokks í ráðgjafasætið. Hann heitir Eljakím. Stjórnarbyltingin sú hefur tekist. En nýi ráðgjafinn fær lífsreglurnar um leið til viðvörunar. Ráðherranum nýa er líkt við reginnagla í hásæt- isstoðinni. Þar er haldið. En svo kemur þessi aðvörun gegn flokks- og frænd-spillingunni. Hótunin ber- sýnilega sú, að eins geti komið fyr- Eljakím og Sjebna, fari Eljakím ekki betur með völdin: »En hengi allur þungi föðurætt- ar hans sig á hann með niðjum sínum og skyldmennum, öll smákerin, eigi aðeins skálarna, heldur og öll leir- kerin, þá mun naglinn — það eru orð Jahve hersveitanna — sem rek- inn var á haldgóðan stað, jafnskjótt láta undan, brotna og detta niður og byrðin sem á honum hjekk, skal sundur molast, því að Jahve hefur talað það.«* Væri ekki gott að eignast dálítið meira af trú og hugsjón Jesaja, að drottinn sje líka í pólitíkinni, eða vilji að minnsta kosti vera það? Og stafar ekki spillingin í póitík- inni einmitt þaðan, að drottinn er oflítið eða alls ekki í pólitíkinni? En við mennirnir þess meira f leik- * Athugi menn um leiö, hvernig. gamla þýðingin á niðurlagi 22. kap- lokar fyrir þennan stórnerkilega, og al veg sjálfsagðaskilning. um með allan okkar sjálfselsku- vitja? Nú er þaðsvoafarfjarri hugsun minni að einhver kirkjulegur eða trúarleg- ur fjelagsskapur sem slíkur bindist saintökum til afskifta af pólitík. í reynd hygg jeg slíkt oftar eða oftast verið til hins verra. Hitt er við- leitni mín, að reyna að koma þeirri skyldutilfinningu inn hjá trúuðum mönnum hjer á landi, sem mál mitt getur náð til, að þeir eigi að láta til sín taka um pólitík, einmitt allra helst nú, og við þingkosning- arnar sem í hönd fara, af því að nú eru vondir og hættulegir tímar. Og trúaðan kalla jeg hvern þann mannsem kennir guðstaugarinna með þeim hætti að hann má eigi úr sínu lífi missa þá vitund, að ein- hver góður vilji sje þó í tilverunni og að gott sje og eftirsóknarvert að mega vera eitthvaö í verki með þeim vilja. Þessu langar mig að koma inn, að ekki má kasta pólitfkinni frá sjer þó að hún sje orðin ill og spilt. Vjer trúum því að »ú fje- lagsskipun, sem nú er, sje, þrátt fyrir alt og alt, á þroskaleið til annars betra og fullkomnara , og að því sje hverjum oss skylt að vinna, með þeim mætti sem hann hefur. Og uinbæturnar verða að byrja hið innra í huga hvers ein- staks manns, með því — að hann varðveiti andlegt sjálfstæði sitt. haldi sínum siðferðislega dómi fyrir sig í fjelagsmálum, hlýði boði samvisku sinnar, en eigi utan að komandi skipunum. Drottinn á ekki nema eina leið inn í pólitíkina og hún er í gegn- um samvisku hvers einstaks manns. Menn hrista höfuðið yfir þessu og jumir verða auðvitað vondir: »Öll samtök og öll flokkssamvinna eyðilögð!« — Nú, í sjálfu sjer finst manni ekki líklegt að ilt komi upp af auknu siðferðilegu sjálfstæði ein- : staklinganna. Hitt fins mjer og að | yrði bein afleiðing af vakandi og vax- andi hluttöku manna í pólitík — með þeim huga sem jeg nú hefi lýst — að töluvert hreinsaðist til. Auglýsingar er sjálfsagt að setja í Vísi, þær eiga að útbreiðast vel þær eiga að útbreiðast-fljótt þær eiga að lesast alment

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.