Vísir


Vísir - 03.08.1911, Qupperneq 3

Vísir - 03.08.1911, Qupperneq 3
V í S I R 95 Samsöngurinn. Á tíunda tímanum á laugardags- kveldið varð mjer reikað fram hjá Bárunni. Sá jeg þar þá dálítinn hóp manna sem auðsjáanlega voru að hlusta á eitthvað. Jeg gekk fljótt úr skugga um hvað það mundi vera, því innan úr húsinu heyrðist hljóð- færasláttur og mansrödd undra mikil og hljómfögur. Jeg spurði strax einhvern hver hinn mikli söngvari væri er þar skemti með þeim yndis- Iegu hljóðum. Var mjer svarað því að það væri Pjetur Jónsson hinn nafntogaði söngmaður íslendinga er hjer væri að lofa löndum sínum að heyra til sín. Jeg fór að hlusta eins og hinir. Söngvarinn virtist hafa mjög mikið vald yfir rödd sinni. Áhrif tónanna snugu gegnum »bein og merg«, ýmist titrandi, viðkvæm- ir sem andvarp syrgjandi ástvinar, mildir og þýðir sem aftanblær eða stórskornir, hvínandi sem stórviðri í fjallaþröng eða drynjandi, sem brim í fjarska. Mikill skaði þótti mjer það að þekkja ekki lögin sem með var farið, þvi þó maður þyk- ist vera einn í tölu hinna söngelsk- andi manna, þá fer í fyrsta skifti æði mikið fyrir ofan garð og neðan af þeim himneska unaði, sem felst í mörgu listaverki tónskáldanna og sem ekki kemur fram í tilfinning- unni fyr en eftir skemri eða lengri tíma og margar endurtekningar. En svo hjelt jeg áfram að hlusta, vita hvort jeg þekti það sem með var farið. Jeg heyrði að maðurinn hafði afarskíran framburð, en — jeg gat ekki skilið neitt orð. Mjer þótti þetta kynlegt, hnippaði í einhvern er næst stóð og spurði hvort mað - inn færi ekki með íslenskan texta. Sá svaraði »nei« og minnti mig á söngskrána. Jeg fór aftur að hlusta eins og jeg tryði ekki sjálfum mjer. Jeg fjekk einhvern óþægilegan sting. Mun hafa tautað eitthvað Ijótt fyrir munni mjer, því mjer heyrðist pískrað úr hópnum; »Hann er víst óvan- ur við »Konserta« þessi«. Jeg hjelt áfram að hlusta á tvö eða þrjú lög. íslenskur maður að syngja fyrir Ianda snia á erlendri tungu og þetta virðist falla í smekk fólksins. Jeg fór að spyrja sjálfan mig: Er jeg svona smekkiaus, svona á eftir tímanum? Mjer finnst tónarnir hrífa mig mest er jeg heyri þá hafða við hjartkæru íslensku söngvísurnar og ættjarðarljóðin. Ætli það finnist raddirnar hljóma næmast á þeirri tungunni, sem maður hefur heyrt og talað alla æfina. Er ekki nóg af yndislegum kvæðum á okkar máli undir hrífandi og jafnvel íslenskum lögum. — Ótal hugleiðingar ruddust fram og flestar ásakandi, ein t. d. svona: Þar sem móðurmálið er ekki látið sitja í öndvegi, er dauðinn fyrir dyrum, þjóðernisdauðinn. Þökk og heiður sje Pjetri Jóns- syni fyrir dugnað hans og miklu hæfileika og mikill sómi er það oss íslendingum hve sá maður er búinn að afla sjer mikils álits meðal annara þjóða og óskandi að honum auðnist að halda áfram svo fagurlega byrjuðu starfi með sem bestum árangri, en óþökk sje honum og sjerhverjum er beinlínis eða óbeinlínis verður til þess að rýra gildi þeirrar tungu, sem oss öllum á að vera helgust og er langsterkasta taugin til þess að binda okkur saman sem þjóð. Sjerfróðu mikilmennin hrífa fjöldann með sjer. Ef eitthvað slæðist með hjá þeim er síður skyldi — jafnvel óviljandi, eins og að sjálfsögðu á hjer stað — er ekki víst að fólkið kunni að »láta grön sía« en venjist ósiðum og sjái því ekki hver hætta er á ferðum. Þetta þurfa leiðandi mennirnir að athuga, svo þeir ekki geri óbeinlínis ílt með því sem þeir ætluðu að gera í besta tilgangf'og * sjálfu sjer er fagurt og gott. Þjóðlegir samsöngvar eru vel fallnir til þess að glæða ættjarðar- ást og sjálfstæði, en »Konserta« á útlendum tungumálum gef jeg lítið fyrir. fslendingur. Vorið ilmandi, Saga frá Kóreu eftir óþektan hqfund. Frh. Hinir mandarínarnir voru allir ótta slegnir og báru við ýmsum ástæðum til þess að komast burt, svo mandarinin í Nam-Hyang varaleinn og yfirgefinn. Jafnóðum og mandarinarnir komu út voru þeir handsamaðir af þjón- um I-Torengs. »Hversvegna erum við teknir fast- ir«, spurðu þeir. »Það vitum við ekki« við förum eftirskipunum hins ,konungl.sendiherra‘. »Hvarerhann?« spurðu þeir með skjálfandi röddu »Sendiherran, það vitum við ekki« svöruðu þjónarnir, »hann var þarna ekki fleirum en mjer unaðsríkustuinni hjá ykkur rjett áðan. Þeir sannfærðust nú um að betlar- inn hefði verið sendiherrann í dular- klæðum. , Sendiherrann var nú látin vita að mandarinarnir hefðu verið hand- samaðir og skipaði hann að Iáta þá lausa, en aðeins gæta mandar- inans í Nam-Hyang, og var hon- um síðan varpað í dyflissu. I-Tor- eng bauð síðan að sækja Tchoun- Hyang svo að hún fengi dóm sinn. Hún varð forviða á hvað fljótt var sent eftir henni og spurði hvað um væri að vera. Henni var sagt að hlnn konung- legi sendiherra hefði sent eftir henni og ætlaði nú að dæma hana. »Nú á jeg að deyja«, mælti hún frá sjer »f skelfingu »hafið með- aumkun með mjer og sækið móður mína svo jeg fái að sjá hana enn einu sinni áður en jeg dey.« Þjónarnir urðu við bón hennar og móðir hennar kom hlaupandi. »Móðirmín«,mælti Tchoun-Hyang, »nú er komið að dauða mínum. Hvar er nú I-Toreng vinurminn?« «I-Toreng!« hrópaði móðirin. »Jeg hefi ekki hugmynd um, hvar hann er; hann var horfinn úr húsunum í morgun og jeg er búin að leita að honum um alt og hefi ekki getað fundið hann.« »Ó! móðir mín, þú hefur verið vond við hann; þessvegna hefur hann farið. Þú bakarmjer mikillar sorgar.*--------- Þjónarnir skildu þær nú og sögðu, að sendiherran hefði engan tíma til að bíða eftir, að þær yrðu búnar að tala út. Þeir fóru með Tchoun- Hyang með sjer, og vesalings móð- irin fór i humátt á eftir þeim. Sendiherrann sat á bak við tjald- ið, þegar komið var með Tchoun- Hyang og fór jafnskjótt aðyfirheyra hana. --------- Frh. *) Sendiherrann er ætíð á bak við tjald þegar hann dæmir dóma; vegna starfsemi hans er best, að sem fæstir þekki hann í sjón, þar eð hann á þannig betra með að komast eftir framferði þeirra sem hann á að hafa eftirlit með. < 3 A U R A (*) X > mJ með lituðum landslags- c < myndum og fögrum konumyndum áafgr.Vísis 3) n 3 A U R A > Útgefandi. Einar Gunnarsson, cand. phll.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.