Vísir - 06.09.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 06.09.1911, Blaðsíða 2
58 V I S I R Stór flokkur frá Lapplandi er kominn hjer og Skemtir í Báruhúsinu miðvikudaginn 6. sept. 1911 kl. 872 með hljóðfæraslætti, frakk- neskum, spönskum og egiptskum þjóðdönsum með bendingaleik Brúðkaup sýnt með presti og djákna. Frk. Pursalína (20 ára) á að giftast Andrjesi Park (35 ára). Þjóðsöngvar. Aðgöngumiðar á 50 aura fást í Báruhúsinu frá kl. lO árdegis til T síðdegis. ext 2>ev^o\w, Jtofefesti&ú. Skógareldarnir í Poreu Pine. ----- Nl. Frá næsta bæ við brunasvæðið, Golden City, voru strax sendir allir bátar, sem í bænum voru til að bjarga fólkinu frá South Porcupine, sem næst var hinna brennandi bæa. Fyrst var konum og börnum bjarg- að,og bátarnir hlaðnir hröðuðu sjer til Golden City, og svo aftur til brunasvæðisins. En öllum varð ekki bjargað, margir menn sukku, yfir- komnir af þreytu, undir yfirborð vatnsins, og komu aldrei upp fram- ar. Einn þeirra manna, sem var á björgunarbátnum, segir svo frá, að fólkið hafi staðið upp undir herðar í vatni, með teppi yfir höfði sjer, og beðið bátanna. — Sumir mann- anna hjeldu ungbörnum á lofti, og kölluðu ákaft til bátanna að bjarga þeim (ungbörnunum) að minsta kosti. En stundum vildí svo til, að öldurnar höfðu skolað bæði mann- inum og barninu í kaf áður en bátarnir gátu komið til hjálpar. Eymdarkvein þes«ara sárþjáðu ves- alinga heyrðist langar leiðir, en þó sýndi margur maðurinn fádæmahug- rekki og hreysti. Flest af fólki því sem bjargað var til Golden City, var hörmulega út- leikið: Sumir blindir eða hálfbiind- ir, aðrir skaðbrendir á höfði og út- limum. A sumum mönnum voru hendur brunnar af upp undir oln- boga, og andlit margra brunnin inn í bein, og jafnvel beinin sviðin. Einum manni varð bjargað með báðar hendur brunnar upp að oln- boga, en hann dó skömmu eftir að til bæarins kom. Af fjölda manna varð að taka hendur og fætur. Öll hús í Golden City eru full af lim- lestum og sárþjáðum aumingjum, sem bjargað var af brunasvæðinu. Annað, sem er átakanlegt, er það, að líkum þeirra, sem dáið hafa, hefur orðið að hola niður í jörðina, án þess að slegið hafi verið utan um þau. Enginn viöur til í líkkistur, —aðeins hægt að fá spítur í kross- mörk á leiðin. Síðan að jarðskjálftarnir miklu eyðilögðu San Francisco um áriö, hefur ekki annar eins hörmungaat- burður gerst í Ameríku sem þessi. Tuttugu þúsundir manna misstu heimili sín og aleigu og tvö hund- ruð farast, og enn er ekki sjeð út yfir, hve margir deyi af þeim, sem liggja þungt haldnir í Golden City og víðar af brunasárum. Um —alt Canada og víða í Banda- ríkjunum hefur verið byrjað að safna fje til hjálpar hinu nauðstadda fólki, og þarf naumast að geta sjer annars til, en hver og einn einasti maður skoði það sem skyldu sína að leggja einhvern skerf í þann hjálparsjóð. Stærra nauðsyn hefur aldrei í þessu landi verið á almennri hjálp almennings. Síðustu frjettir segja manntjónið ekki eins mikið og áætlað var í fyrstu. Hafa sumir af þeim, sem álitið var að hefðu farist, komist lifandi af,þar á meðal ítölsku námu- mennirnir frá Big Dome. En mann- tjónið nemur hundraði, og er það ærið tilfinnanlegt, þótt bót sje frá því, er áður var álitið að farist hefði. Brjef til Vfsis frá Plausor. Heyrðu »Vísir« sæll. Þú ert altaf að kvabba á mjer að skrifa þjer brjef, og jeg held kanske að jeg hafi einhvern tíma dregist á það við þig, að pára þjer línu; en nú veit jeg ekki hvern fjandann jeg á að klóra þjer, nema mína meinhægu líðan, 1. s. g., og gefi mjer það sama af þjer að sannfrjetta. Jeg hefi verið á flakki í sumar eins og aðrir góðir Reykvíkingar, og tekið mjer tvo lystitúra upp á Akranes.—Ó það var svo dæmalaust skemtileg! Þú hefðir bara átt að vera þar og láta strákana hrópa: »Viljið þið kaupa Vísir, því hann Iesa’ allir íslenskir grísir«. Það eru nú nálægt 40 ár síðan jeg varð Rvíkingur, og var það venja þá, ogávalt síðan.að þeir.sem einhver ráð höfðu og ekki voru alveg tímalaus- ir, fóru á hverju sumri eitthvað út fyrir borgina til að dusta af sjer kaupstaðarrikið. Þá þektist ekki Þingvalla-gjálífið og ljetu menn sjer fyrst »framan af« nægja, að ríða með pelann sinn í Kollafjarðarrjett, og koma svo stauraður heim að kvöldi, því á þeim árum voru það lög, eða hefð, að enginn mátti sjást ófullur í rjettum. Síðar fluttust þessir rjettartúrar í Árnakrók, og þar voru sannarlegar gleðinætur um rjettirnar, og ekki sparað að dansa þar á flötinni og kom þá fyrir að suma reikaði á eftir svo þeir ultu ofan í Iækjarsitruna, sem rennur þar fram úr dalnum. Nú eru rjettir þessar fluttar að Hafravatni og fara þangað fáir nú, nema þeir, sem erindi eiga að sækja rollurnar sín- ar. — Venja var það áður fyr, að Reykvíkingar tóku sig útreiðar »túra« upp um Mosfellssveitogsjerstaklega upp að Tröllafossi, sem álitinn var fegursti staður á landinu í þá daga; en nú eru túrar þessir fyrir Iöngu fallnir »úr móö«, enda eru Mosko- vítar búnir að girða lönd sín með gaddavír, svo ómögulegt er að kom- ast yfir þau nema í Ioftfari. Þá var Marardalur alkunnugt sumarhæh Reykvíkinga, en þangað rötuðu ekki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.