Vísir - 17.09.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 17.09.1911, Blaðsíða 2
82 V 1 S I R | VERSLUNIN EDINBORG í REYKJAVf K. Úfsalan mikla hefsf 25, sept. er að sú sala verði hin áhrifamesta, sem við hingað til höfum haldið. Munið eftir: 1. Að það verður þá yðar hagnaður að skifta sem mest við okkur: 2. það verður okkar hagnaður, aö þau viðskifti verði yður sem hagkvæmust; 3. og að það verður sameighilegur hagnaður fyrir báða að hvorttveggja takist. * * * * Jfr » I Frá Gasstöð Eeykjavífcur, Oasstöðin hefur undanfarið ekki getað geymt undir þaki nema 500 tons af kolum. Hefur stöðin því orðið að geyma heilmikið af kola- byrgð sinni undir beru lofti—kolin rignt þar — og jiotagiidi þeirra til gasframleiðslu því rýrnað að mikium mun. Nú í sumar hefur stöðin látið byggja skúra mikla úr steinsteypu, og getur stöðin að þeim fullgerðum geymt undir þaki 1300 tons af kolum. Stöðin hefur þurft að bfða nú um tíma eftir bárujárni á þökin, skúrarnir annars fullgerðir fyrir nokkru. Notkun gass hefur mikið aukist hjer í bænum. Sem stendur er gasþurft bæarins 700 teningsstikur. Síðustu 4 vikurnar hefur verið full- gerð gasinnlagning í 42 hús. Nú verið að leggja gass inn í 26 hús. í ráði að leggja gass inn í Safna- húsið. Svo það fer að verða bjart í bænum. E. F. M. Raddir almennings. Málmarnir á íslandi. í blaðinu »Vísir« kom nýlega út greinarstúfur með fyrirsögninnni Námafarganið og neðanundir henni stendur nafnorðið Búi. Af því að höf. greinarinnar hefur auðsjáanlega ekkert vit nje þekkingu á námum eða námufyrirkomulagi í heiminum, er greinin full af vill- andi missögnum og sleggjudómum um þá menn á íslandi, sem mesta viðleitni hafa sýnt í rannsóknarátt- ina landi og lýð til hagsældar. Gamla íslenska tortrygnin kemur hjer fram á leiksviðið í ófrýnilegum búningi. Fyrsta villan, sem Búi fer með, er sú að fyrir 6 árum síðan hafi aldrei fundist neitt gull í. Vatns- mýrinni við Reykjavík. Veit þá ekki Búi að efnið sem upp kom við borunina var sent tveimur æfðum efnafræðingum erlendis og rannsak- að þar ítarlega og nákvæmar skýrsl- ur voru birtar í blöðunum heima um málmana sem þar komu í Ijós. Sjálfur var jeg staddur á íslandi um þær mundir sem málmarnir fund- ust í mýrinni og fjekk Iítið sýnis- horn af sandinum til rannsóknar hjá Birni kaupmanni Kristjánssyni, sem þá var einn helsti maðurinn við fjelagið »MáIm«. Þetta litla sýnishorn reyndist þannig að um 144 kr. af gulli voru í smálestinni (2000 pd.) auk annara málma sem þar voru einnig. Þegar því Búi ferað dæma um rannsóknirnar í vatnsmýr- inni, þá finst mjer full ástæða til að jeg leggi þarorð í belg, þóttekki sje til annars en að benda þjóðinni á stærstu villurnar hjá Búa. Búi kallar allar þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið á íslandi, »fargan« og »humbug«. Þessi tvö orð eru orðin ógn algengá íslandi og láta ; vel í eyrun allra afturhaldsmanna og þeirra annara, sem viJja draga kjark og dug úr þjóðinni. Segii" Búi.að námafjelögin á íslandi eða þeir menn, sem mest kapp leggi á að opna þar náma, sjeu allir »humbug« og hafi aldrei fundið kol nje málma. Auð- vitað dettur Búa ekki í hug að færa neinar minstu sahnanir á mál sitt; það getur hann ekki. Enginn óspiltur maður og einlægur getur trúað því, að allir þeir menn á ís- landi, sem annast láta sjer um að landið sje rannsakað til hlítar, sjeu hjegóminn einber, eða vilji draga þjóðina á tálar með lygum ogsvik- samlegum athæfum, eins og Búi gefur fyllilega í skyn, að sje mark og mið þeirra. Það, að málmar sjeu til á íslandi, er marg sannað og slíkt dettur eng- um íslandsvinum f hug að efa. Hitt er annað mál, hvort þeir málmar eru nógu miklir og auöugir til þess að borgi sig að reka þar námuiðn. Þetta er enn ósannað. En við áframhaldandi rannsóknir námafje- laganna heima — ef þau verða ekki öll kyrkt í fæðingunni og áður en þau ná sjer niðri — gcra menn sjer bestu vonir um góðan árangur.enda fylsta ástæðu til þess. Af vanþekkingu er það auðvitað hjá Búa, er hann álasar námafje- lögunum á íslandi fyrir það, að ekki skuli þegar vera býrjað að vinna námurnar af kappi. Það eru enn ekki liöin 8 ár síöan byrjað var á rannsóknum á íslandi og því varla við að búast, að Iengra sje komið í landi jafn-afskektu og örðugu yfir- ferðar. Það hefur stundum verið varið fleiri tugum ára við rannsóknir í málmhjeruðum hjer í Vesturheimi, áður en námarnir hafa verið opn- aðir. Þaö er því ekki tiltökumál, þótt hægt gangi á fósturjörðu okkar íslendinga. Það sem um er að gera er að gefast ekki upp, þrátt fyrir mótbárurnar. Það er trú rnín, að á þessari öld verði unnir auðugir gullnámará íslandi. íslendingarverða því að vera þolinmóðir. »Þol-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.