Vísir - 19.09.1911, Page 3

Vísir - 19.09.1911, Page 3
V í S I R 87 MELOFUR, BAUAUAS, YÍNBER, LAUKUR, KARTÖFLUR í versl. Einars Árnasonar. þær bæði getu og vilja að bæta úr skák — það hefur kvemiþjóð Amer- íku sýnt öðrum til fyrirmyndar hjer sem oftar. Eftirfarandi saga ber þess vott. Yudisleg ung amerísk stúlka hafði góða atvinnu við bankastörf. Hún kyntist ungum manni sem var efni- legur blaðamaður. Þau unnust hugástum, en hann var hræddur um að tekjur sínar væru of litlar til þess að hann gæti sjeð fyrirheimili. Hinni ungu stúlku, sem var 29 ára að aldri, þótti ilt að bíða efnda þeirra heita sem unn- ustinn liafði daglegaá vörunum. En hvað um það, framtíðarvonirn- ar um efnahaginn voru ekki sem glæsilegastar. Það er leikur hjá ungu Ameríku fólki, sem þarf að takmarka fjarút- ; gjöld sín að halda svokallaða dollar- kveldverði. Nafnið sýnir þýðinguna sem er sú að keppast um hve mörg- um mönnum sje hægt að veita mat fyrir efni sem hefur verið keypt fyrir aðeins einn dollar, og þá kem- ur það fram hver stúlkan hefur gert best kaup á efninu til matarins. Þær kaupa efnið sjálfar blessaðar og búa til matinn. Stúlka vor sendi nú boðsbrjef til þriggja vinkona sinna og fjögurra kunningja og var eðlilega unnust- inn einn þeirra. Herbergið var hátt uppi í marglyftu húsi og var einkar vistlegt þó leigan væri ekki há og þar reiddi ungfrúin sjálf matinn. í máltíðarlok 'engu allii gestirnir boðmiða til minmngar um kvöldið svo sem húsmóðirin sagði. Á kort- inu stóð. Dollar kveldverður, og þar fyrirneðan varskráður nákvæm- lega sundurliðaður reikningur yfir hvað maturinn kostaði. Gestirnir voru mjög hrifnir einkum karlmenn- irnir, og þá helst unnustinn. Fjár- hagsleg varúð hans við að ganga út í hjónabandið var öll á burtu. Hann beið þegar hinir fóru og geta allir getið sjer til hvað þá var er sjálfsagt að setja í Vísi es þær eiga að útbreiðast vel þær eiga að útbreiðast fljótt þær eiga að lesast almennt Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. phil. GrÍStÍllÚSÍð í skóglmiin. Rússnesk saga eftir Gaston. Þýdd úr Dönsku. ---- Frh. Þau gengu nú yfir lítinn dimman garð yfir að einum hliðararmi byggingarinnar. Alstaðar var búið að slökkva Ijósin. Gamli þjónninn tók upp lykil og opnaði útidyr byggingar- armsins, og komu þau þá inn í breiðan gang, og voru þar margar dyr á báðar hendur inn í starfs- herbergin. Innst inni var eigin-skrifstofa Markowna. Irina fjekk þjóninum þegjandi tvo lykla. Fyrst opnaði hann járnslegna hurð og því næst innri hurðina og komu þau þá inn í hina rúm- góðu vinnustofu Ivans Markovna. »Dragðu gluggatjaldið fyrir« sagði leynilögregluþjónninn, og benti gamla þjóninum áeinaglugg- an, sem á stofunni var og gaf henni birtu á daginn. Þegar þau komu inn í ganginn, hafði þjónninn þrýst þar á hnapp í þilinu og kviknaði þar á raf- magnslampa. Birtan af þeim lampa lagði nú inn um skrifstofudyrnar, sem stóðu opnar. Þegar þjónninn var búinn að draga gluggatjaldið fyrir, kveiktu þau á rafmagnsljósakrónu, sem var í skrifstofunni. »Við eigum víst ekki á hættu að eftir okkur sje tekið hjer?« spurði leynilögregluþjónninn. Hann leit fljótlega yfir herberg- ið og húshúnaðinn. »í þessum stóra skáp þarna munu vera geimdar höfuðbæk- urnar og skjöl verslunarinnar?« spurði hann. Irina hneigði höfuðið til sam- þykkis, og rjetti þjóninum aftur litla lyklakippu. »Maðurinn minn fjekk mjer lyklana áður en hann fór að heim- an«, sagði hún »og enginn leyfir sjer að opna þennan skáp nema jeg og verslunarfulltrúi okkar. Annað er nú ekki í skápnum,nema aðeins lítil peningaupphæð«. Pjetur Belosoff ljet þjóninn hjálpa sjer til að bera nokkrar höfuðbækur yfir á skrifborðið, og settist svo niður við það. »Með yðar leyfi, frú, ætla jeg að líta fljótlega yfir bækurnar« sagði hann. Hann beindi nú allri athugun sinni að bókunum; blaðaði í þeim og las. Við og við skrifaði hann ein- hverjar athugasemdir upp hjá sjer. Lagði hverja bókaftur þegar hann hafði yfirfarið hana og rjetti þjón- inum hana, en hann setti bækurn- ar aftur, hverja á sinn stað í járn- skápnum. Á meðan á þessu stóð, sat Irina í fornfá’egum stól rjett við skrifborðið. Hún athugaði gaumgæfilega og steinþegjandi hverja hreifingu og athöfn leynilögregluþjónsins. En hafi hún gjört sjer von um, að geta ráðið af svipbreitingum hans, hvort hann uppgötvaði nokkuð, þá skjátlaðist henni al- gjörlega. Andlit PjetursBelosoff’svarjafn hreifingarlaust.eins og ásmurlingi. Hann leit ekki einn sinni eitt augna- blik til hinnar fögru frúar. Loksins hafði hann lokið starfi sínu. Hanngekkmeðþjóninum að skápnum og ljet hann opna hvert einasta hólf. Pví næst sagði hann með skip- andi rödd. »Þú mátt nú loka þessum«, og við Irinu sagði hann, »og nú tökum við það næsta. Petta skrifborð er fornt og mjög i stórt sje jeg. Pað eru vafalaust í því mörg hólf og leynihólf. Jeg Prentsm. D. Östlunds.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.