Vísir - 26.09.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 26.09.1911, Blaðsíða 3
V I S I R 11 TIL LEIGU EÐA SOLU hús Sameignarkaupfjelags Reykjavíkur á Hverfis- göiu 12 — besta íbúð með öllum þægindum og blóm- garði, og sjerlega góð sölubúð með skrifstofu og miklu vörurúmi. Lysthafendur snúi sjer til Hr, Sveins Björnssonar eða G. Gíslason & Hay. Óli lagði því reiðinga áfjórtán hesta; og fíýtti sjer sem mest hann gat. Svo lagði hann hnakkinn sinn á »Trausta« gamla og tók svipuna sína, sem var silfurbúin. Hana keypti hann um vorið fyrir lambs- reifi og hagalagða, sem hann tíndi. Hann var talsvert upp með sjer af henni, því honum þótti hún mjög falleg. Svo steig nú Óli á bak, og var það æði löng lest, sem hann teymdi. Hann hugsaði ekki um annað en að komast áfram ogbyrj- aði með að kallafullum rómi: »ho- ho-ho-ho«, til þess að láta lestina vita, að nú væri hann að fara á stað, og allir ættu að vera liðugirí taumi á leiöinni. Veðrið var indælt, alt ljómaði í sólskininu, og ljek í titrandi hillingum. Sunnanvindurinn bljes þýðlega um kinnar Óla, og alt í náttúrunni var svo tignarlegt og göfugt. Ó, hvað það var fögur sjón að horfa inn á engjarnar á »Felli«. Eggsljettar glitrandi flatir, sem glóðu í fíflum og sóleyjum. Og á stöku stöðum voru mjallhvítir fífublettir, sem í fljótu bragði litu út eins og snjóhvítt lín. Skrúð- grænar fjallshlíðar og svört hamra- belti gnæfðu við himin fyrir ofan engjarnar. Niður hlíðarnar runnu óteljandi silfurtærir lækir. Sumstaðar sleyptust þeir níður af Iiáum berg- stöllum í freyðandi smáfossum. Niður þeirra var svo þýður og blíður. En hæst af öllum söng stóri fossinn í. Hvannáargilinu. Híbýli lians voru undrafögur, allir veggir skreyttir óteljandi reyniviðarhríslum stórum og smáum. Ein var þó langstærst og fegurst og var hún drotning hinna. Nl. Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. phil. Gristihúsið í skógiimm. Rússnesk saga eftir Gaston. Þýdd úr Dönsku. ---- Frh. Alltí einu varð hinn ungimaður, þess var, að hann var kominn að húsi Iwans Markovna. Hann taldi víst að Irina hefði þjáðstaf æsingu og óþreyu þessa daga. Hann hugsaði sig um eitt augnablik, og sneri síðan aftur sömu leið og hann var kominn. »Jeg get ómögulega látið hana sjá mig« muldraði hann dapur í bragði. »Mjer er ómögulegt að standa nú á ný frammi fyrir liinu álasandi augnaráði hennar, þegar jeg nú í annað sinn verð að skýra henni frá, að jeg alls ekkert hafi getað afrekað«. t>að fór að verða framorðið, en altaf ráfaði Belosoff hvíldar- laust um stræti St. Pjetursborgar. Honum var svo órótt, að hann gat hvergi verið. Hann vissi að sjer var ómögu- legt að upphugsa nýa ráðagjörð, því hann var búinn að grafa heila sinn til þrautar um það. Metnaðargirni hans hafði orðið fyrirþunguáfalli, og hæðnisaugna- ráð furstans elti hann alstaðar. Óhæfurlögregluþjónn eftir því! — Hvað varðaði hann um hina tólf, semenguhöfðuheldur fengið áorkað. Hann hafði haft bestu líkur fyrir að komast ágætlega áfram, og nú átti alt að verða að engu vegna hvarfs þessa Markovna. Hann vissi ekki af fyrri en hann var kominn á bakka Neva-fljóts- j ins. Hríðin fór æ vaxandi, hún æddi ískrandi milli hinna fáu blaðlausu trjáa, er meðfram veginum voru. Bylgjur fljótsins brotnuðu með háum skellum á ströndinni. ísrek var í ánni, og stöðvuðust jakarnir við brúarstólpana og hrúguðust þar hver ofan á annan uns þeir hrundu aftur með voða skarkala ofan í ána. Belosoff staðnæmdistum stund. Hann horfði út í biksvart myrkrið, sem grúfði yfir ísbylgjum Neva- fljótsins. Skamt frá honum var ljósker, og lagði frá því aðeins mjög daufa ljósglætu á það sem næst var. Hinn ungi maður hrökk alt í einu við. Honum sýndist kvenmaður læðast grunsamlega fram hjá sjer. Að vísu hafði hann ekkert fóta- tak heyrt, en það gat nú vel átt sjer stað, þar sem snjórinn var orðinn um fet á dýpt, og auk þess heyrðist ekkert fyrirólátunum í veðrinu og ísrekinu. Belosoff hvessti augun eftir mættij til að reyna að sjá í gegn- um sortann, en það var ekki hægt. Enga lifandi veru, að sjálfum honum undanskildum, var hægt að greina það sem til sást. Samt sem áður hraðaði leyni- lögregluþjónninn för sinni. Á tiu mínútum gat hann komist að stóru brúnni sein þar liggur yfir Neva-fljótið. En hann varð að fara ofurlítinn krók. Þégar hann aftur nálgaðist ár- hakkann kom hann auga á kvenn- manninn, sem hann áður hafði orðið var við. Það var svo að sjá, sem hún krypi á knje. Hinn ungi lögregluþjónn sá vel hvernig stormurinn feykti til fötum hennar. Hver skyldi þetta geta verið? sagði hann lágt við sjálfan sig. ^AAáske einhver ógiftur aumingi sem velur þessa nótt til að stýtta sjer stundir á bylgjum Neva- fljótsins. Enginn vökumaður er sýnilegur er geti hjálpað henni. — Hver veit annars nema best sje að jeg láti þessa ókunnu stúlku sjálfráða. Hefi jeg svo sem nokkurn rjett til að hindra mann, er sjálfur óskar að losast við byrði lífsins?«. Hann var rjett að snúa við en heyrðist hann þá heyra ógreini- legt hljóð. Frh. Prentsm. D. Östlunds

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.