Vísir - 03.10.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 03.10.1911, Blaðsíða 2
V I S I 26 MT Útsala. Það eru svo margir, sem hafa útsölu þessa dagana og bjóða góð kaup, að VÍSI finnst, að hann skerist úr leik, ef að hann hefur ekki líka útsölu. Er því ákveðin útsala á nokkrum eintökum frá því sagan GrlSTIHfrSE) í SKÓGrlNUM byrjaði, en sú saga er nú að verða mjög »spennandi.« Útsalan byrjar þegar. Blöðin eru seld fyrir hálft verð. Útsalan stendur meðan blöðin endast, en það verður varla marga daga. Stríð! Gerist strax áskrifendur að OVERSEAS DAILY MAIL, (kostar aðeins 5 kr. um árið), ef þjer viljið fá greinilegar ognýar frjettir af því, sem nú er að gerast í heiminum. — íslandsafgreiðslan tekur við pöntunum. Raddir almennings. Sauðfje 1 Kálgörðum. Vikuna sem leið hafa margir bæarmenn orðið fyrir stórskaða á kálgörðum sínum af sauðfje, sem farið hefur í garðana á náttarþeli og etið gulrófur og aðrar káljurtir, auk þess sem það hefur skemt trje og blóm, þar sem þau eru í görð- unum. Mönnum þykir hart að verða fyrir þessum búsifjum af sauðfje, ekki síst þar sem það mun verða harð- bannað að láta fje ganga laust á götum bæarins. En því miðurvirð- ist engin gangskör að því gerð að framfylgja þessu banni. Jeg vil nú spyrja hverjirþeirgóðu menn eru, sem látið er haldast það uppi að hafa kálgarða bæarmanna að beitilandi. Það er beint áskorun mín, að lögregluþjónarnir hafi hendur í hári þessara fjáreigenda, og Iáti þá sæta þyngstu sektum fyrir brot á lög- reglusamþyktinni, jafnframt því, sem þeir ættu að greiða fullar skaða- bætur þeim mönnum, sem orðið hafa fyrir skaða af fje þeirra. Garðar. Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. phil. Prentsm. D. Östlunds. Eldlendingar. —— Frh. BátarEIdlendingaeru meðröng- um úr trjeað innanverðu, klæddir trjáberki og allir bundnir saman með sinum. En svo lekir eru þeir, að stöðugt verður að vera að ausa þá. Leirhlóðir eru á botni bátsins og kynt á þeim. Bátum þessum er róið með einblöðuð- um árum, stundum af kvenfólki, en segl þekkja þeir ekki. Á þessum kænum róa landsbúar ekki aðeins um firðina og milli ey- anna, heldur og stundum all-langt á haf út, — til ystu hólma og skerja, þar sem selurinn helst við. Þarf til þess sterka heilsu og karlmensku að vera á sjó í stormi og sjógangi, slyddu og rigningu allsber, nema með snep- il af dýrshúð á herðunum. En þetta þola aðeins úrvalsmennirnir að hraustleika; hinir deyja, sem óhraustari eru. Það er uppi fótur og fit í kof- unum á kveldin, þegar karlmenn- irnir koma heim af sjónum með veiði sína.en kvenfólkiðogbörnin r skógunum — og búið er að setja bátinn á land. Setjast þá allir kring um eldinn og taka að verma sig og jeta kveldverðinn- Reyndar gengur maturinn nokkuð ójafnt yfir; því karlmennirir jeta fyrst alt hið besta, en kvenfólkið börnin og hundarnir verða svoað sætta sig við leifar og ogruður, sem afgangs máltíðinni verða. Þegar máltíðinni er lokið sest svo fólkið við vinnu sína kring um eldinn. Yfir höfuð lendir þó mest af heimavinnunni á kven- fólkinu, því að karlmennirnir þykjast að jafnaði of góðir til annars en laga vopn sín og veið- arfæri. Áður voru ekki önnur eggfæri til en flísar úr skeljum eða steini, sem bundnar voru á steinskaft eða beinskaft með seymi; en nú hafa Eldlendingar fengið sjer axir, meitla og hnífa úr járni hjá ýmsum sjómönnum, sem komið hafa að landinu. Frh. S&aatt aS sjáVSum m\er. Eftir Tom Murray. (þýtt úr ensku.) ----- Frh. Jeg hjelt eplasölunni áfram, en þá var þaö einn dagerjeg var uni 13 ára að aldri, að stærsti kaup- maðurinn í bænum stansaði fyrir fratnan mig þar sem jeg var með epli rnín, lagði hendinaáhöfuð mjer ogsagði: »Þúert lieil mikill verslagi, drengur minn, hvernig þætti þjer að fá vinnu í búð minni?« Mjer fanst mikið til um hrósyrði af vörum kaupmannakonungs hins litla heims míns. Jeg var í engum efa og hljóp sem fætur toguðu heim til móður minnar að segja henni hvílíkt happ hefði borið fyrir sig. »Hann segist vilja borga mjer 5 Sterlings-pund (um 90 kr.) í árskaup fyrsta árið, og meira kaup næsta árið sagði jeg. Móðir mín hjelt því fram að jeg ætti að vera áfram í skólanum því mentunin væri fyrir miklu. »Já« sagði jeg, »en hjá kaup- manninum læri jeg að versla.« Jeg fór til kaupmannsins ogfjekk þar þýðingarmikla verslunarfræðslu þó ekki á þann hátt er jeg hafði hugsað mjer. Aðal lærdómurinn var þessi: Er jeg hafði verið um 2 mán- aða tíma í búðinni, þá var jeg far- inn að reikna miklu betur en jeg hafði áður gert, og það hafði mikið aðdráttarafl fyrir migað reikna. Hug- urinn dvaldi mikið við það, hve gott kaup jeg hefði, og einn dag tók jeg örk af grápappír og fór að reikna hvað mikið kaup jeg hefði á dag. Jeg var hissa á útkomunni á darminu. Það var þá kaup, 25 aurar á dag! Jeg ætlaði ekki að trúa sjálfum mjer og fór aftur ná- kvæmlega yfir dæmið til að vera viss. Hugurinn hvarflaði til daga þeirra er jeg hafði grætt 10 til 15 kr. á eplasölu. Um kvöldið fór jeg heim með grápappírsörkina og fór yfir dæmið með móðir minni. Gæði kaupmanns- ins virtust okkur ekki söm og okk-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.