Vísir - 18.10.1911, Blaðsíða 1
18
Ketnur venjulegaút kl.2 síðdegis sunnud.
lniðjud, miðvd., fimtud. og föstud.
Miðvti. t8. okíóber 1911.
Sól í hádegisstaö kl. 12,13“
Háflóð kl. 2,41“ árd. og 3,14“ síöd.
Háfjara kl. 8,53“ árd. og 9,2ó síðd.
Afmseli 1 dag.
Frú Lilja Kristjánsdóttir
Jón Þorvaldsson cand phil.
Magnús Stephensen fv. landshöfðingi
Tryggvi Ounnarsson fv. bankastjóri
Þorfinnur Kristjáusson, prentari.
Frí augnlækning, Lækjarg. 2, kl. 2-3.
Póstar á morguns
Ingólfur kemur frá Borgarnesi mcð
norðan og vestanpóst.
^jxi utt'éndum
Viðsjár í Poríugah
Altaf hafa verið viðsjárí Portugal
síðan Manúel kunungi var steypt
og liafa konungssinnar gertalt sem
þeir hafa getað til þess að halda
uppi óeirðum í Iandinu, verkföllum
og ýnasum óskunda til þess að al-
þýða snerist í móti núverandi stjórn-
arfyrirkomulagi.
Sá sem hefur herstjórn konungs-
sinna heitir Concerio og er hers-
höfðingi. Hann sendi um miðjan
síðastl. mánuð ávarp til land og sjó-
hers, þar sem hann skorar á þá að
vera reiðubúna á hverju augnabliki
að styðja sig. Einnig hefur hann
sent alþýðunni ávarp þar sem hann
lofar að hún megi velja konung,
ef hann geti kollsteypt lýðveldinu.
Aðal stjórn uppreisnarmanna hefur
annar herforingi Joao d’ Almeida.
En uppreitarmenn hafa naldið sig
mest á Spáni við landamærin, því
að Portugalsstjórn leggur sig mjög
í framkróka með að ná þeim, sem
von er. Hinn 22. f. m. hafði Joao
d’Almeida þó verið narraður inn-
fyrir landamærin og er minst varði
var hann tekinn þar höndum og
færður til varðhalds. Um leið og
hann steig niður úr vagninum sem
hann var fluttur í til fangahússins
kom motorvagn í hendingskasti þar
að og þaut hann þar uppí og kvaddi,
25 blöðinfrá24. sept. kosta: Áskrifst.50a. Afgr. ísuðuiendaáHotellsland l-3og5-7
Send út mn landóO au. — Einst.blöð 3 a. Óskað að fá augl. seni tínianlegast.
en þeir sem böfðu haudsamað hann
og áttu von á miklum launum fyrir,
sátu eftir með sárt ennið.
Laugardaginn 30. f. m. reyndu
konungssinnar að ná borginni Opor-
to á sitt vald. Klukkan 4 um morg-
uninn læddust nokkur hundruð
mams inn á völlinn fyrir framan
Krystals Slotið. Erþar skemtistað-
ur bæarmanna, en hermannabúðir
þar á eina hlið. Konungssinnar
hugðu að herdeild sú, er þar var,
væri sjer fylgjandi og höfðu þeir
mútað einum hershöfðingjanum til
þe?s að drepa deihiarforingjann á
eitri. En hershöfðingi þessi sveikkon-
ungssinna ogsagði til þeirra. Komu
þá að vörmu spori nokkrar her-
fylkingar og luktu göturnar er láu
i't frá vellinum og var þar með
tekið að skjóta á konungssinna, en
þeir gáfust þegar upp og voru
teknir höndum nokkuð á fjórða
hundrað manns, en fáeinir höfðu
fallið.
Meðal hinna handteknu voru
prestar, ýmsir embættismenn og
j kaupmenn. Voru þeir allir fluttir
á herskipum til Lissabon.
Hinn 5. þ. m. var hátíðlegt hald-
ið afntæli lýðveldisins í ölluni helstu
borgunr landsins og var þar svo
almenn hluttekning að búast nrá
við aö konungssinnum veiti ervitt
að vinna landið.
Á Spánarströnd rjett fyrir norð-
an Portugal er borgin Vigo við
samnefndan fjörð og eru þar 25
þúsund íbúar. Þar hafa konungs-
sinnar frá Portugal aðal bækistöð
sína. Eru þeir búnir að konta sjer
þar upp álitlegum her sjálfboða-
liðá og verður aðal áhlaupið gert
þaðan.
Næsla heimsfriðarþing
verður háð í Róntaborg að vori og
hefst 21. mars.
Francesco Madelro sá
er stóð fyrir uppreistinni í Mexiko
er nú valinn forseti lýðveldisins.
S,L,D;
SÍLÓAM við Grundarstíg á hverju
sunnudagskveldi kl. ö'/2, þangað til
samkomiihúsið Betel verður notað.
Fundur í fjelaginu »Aldan« á
morgun kl. 8 síðd. á Hótel ísland.
Áriðandi að allir mæti.
Stórfengleg uppgötvun.
Að nota sjávarföllin til
framleiðslu rafmagns.
Þýskur verkfræðingur Pein að
nafni hefur fundið ráð til þess
að nota sjáfarföllin til þess að
framleiða með rafurmagn. Á ferð
sinni um Þýskaland hitti Edison,
hugvitsmaðurinn heimsfrægi, Pein
og rannsakið tæki hans og hrósaði
þeim mjög.
»Nú eigum við að eins eftir að
ná fullum notum af sólinni« sagði
Edison.
Áttahundruð stúdentar
voru innritaðir við danska háskól-
ann í haust og er það miklu meiri
aðsókn en nokkru sinni áður. 1%
af hinum innrituðu voru íslendingar.
Dr. Cook sá er þóttist hafa
komist á Norðurskautið hefur nú
samið bók mikla unr ferð sína. Er
hún með fjölda af myndum eftir
ljósnryndum og teikningum og út-
gáfan hið ytra hin prýðilegasta. Dr.
Cook ber þar þungar sakirá Peary
og mótniælir því algjörlega að hann
hafi náð Norðurskautinu. Fáir eru
þeir orðnir sem trúa Cook, en sumir
halda því fram að hann sjegeggjaður.
Fermingarföt
nýkomin til
Th. Torsteinsson
& Co.