Vísir - 18.10.1911, Side 2
70
V I S I R
nýkomið
Vetrarkáputau
Austui'stræti L
Ásg. G. Gunnlaugsson & Co.
, Stríðið milli
ítala og Tyrkja.
---- Niðurl.
Nú skreið annar torpedobátur inn
á höfnina og hafði hann einnig
fi'ðarflagg uppi. Þá fór fólk að
s;reyma til aðseturs ítalska ræðis-
mannuiis og voru það einkum
í.alir, G} ðingarogMaltaverjar. Leyfði
ræðismaðurinn þeim að fara út í
herskip ílala, ogþáðu margir bóðið.
Fóru þeir 't í torpedobátinn, en
hann ljet;i þegar akkerum og hjelt
út. Meöal þessara var gömul kerl-
ing fárveik, sem borin var í rúmi
Nú var hliðum ræðismannsbú-
staðarins lokað með slagbröndum,
eu þar voru inni meðal annars 12
blaðamenn, er biðu eflir að sjá
hvað veröa vildi. Við höfðum allir
tekið með okkur matvæli og skot-
færi.
Klukkan tvö kom þýski ræðis-
maðurinn og var þá tekið niður
ítalska flaggið og hið þýska sett j
upp í staðinn. Gerðist það mcð
mikilli viðhöfn. Við vorum þá í
vernd keisarans.
í sama mund drógu hinir aðrir
ræðisntenn flöggástengur og sjúkra-
húsin drógu upp rauða kross flagg-
ið. Skotdemban virtist vera í að-
sigi.
Bryndrekarnir 4 lágu þarna úti
og sægur af torpedobátum og við
biðum eftir hinu fyrsta skoti.
Kastalarnir virtust mannlausir, þó
fallbyssurnar sæust raunar, en ekki
varð vart þar við aðra menn en
tvo verði hjá vitaturninum.
En herskipaflotinn lá hreyfingar-
laus allan daginn og skaut engu
skoti.
Eftirvæntingin er nærri óþolandi.
Smá herflokkar ganga um göturnar,
en Arabar eru rólegir. Það er sagt,
að þeir hafi ekkert á móti því að
verða ítalskir þegnar.
(Eftir ensku blaði.)
PREMTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS
s\á\Jvfcm
Eftir Tom Murray.
(þýtt tír ensku.)
Frh.
Mjer lærðist ekki að lifa, fyr en
jeg var farinn að versla fyrir sjálfan j
mig, þá fyrst fann jeg að pening- !
arnir eru ekki fljótteknir, og þá fyrst
lánaðist ntjer að láta tekjur mínar ;
og þurffarfje standast á.
Árið 1897 var jeg að þrotum
kominn; peningáeign mín var ekki
orðin meir en 11 Sterlingspund
(þ. e. 200 krónur).
Jeg litaðist um á fjölförnustt. stræt-
um Chicago, hvar búð væri að fá,
og fann til leigu að lokuin búð,
sem var skamt frá Kaupmanna=am-
kundunni. Jeg fór heim uni kvöldið
og sagði konu minni, að jeg heföi
fundið búð, sem lægi vel við versl-
un.
Mjer fannst sjálfsagt að ráðfæra
mig við konu mína bæði vegna
þess að mjer höfðu gefist ráð hennar
vel, og líka vildi jeg segja henni
frá ráðagjörð minni, til þess ef ekki
gengi vel, að hún neri mjer ekki
um nasir einræði mitt.
Það er mín skoðun að kvenfólk
hafi mikið betra verksvit, en alment
er álið, og fjöldi manna mundi kom-
ast betur áfram, ef þeir tíðir ráð-
færðu sig við konur sínar.
Það urðu ráð okkar beggja, að
jeg fór daginn eftir til húseigand-
ans og leigði búðina til þriggja ára,
fyrir 600 Sterlingspunda ársleigu.
Það voru 40 darar til 1 desember
og fjekk jeg búðina leigufrítt til
þess tíma. Jeg varð að borga 10
Sterlingspund til að festa búðina svo
peningaeign mín varðþáekki nema
einar 18 krónur. En jeg tók dag-
lega við dálitlu af peningum fyrir
umboðssölu mína. Þegar jeg nú
var búinn að fá búðina, þá varð
jeg einnig að fá í hana búnað og
vörur. Jeg fór til tveggja mjög stórra
heildsöluhúsa, seldi annað þeirra
fatnað alskonar, en hitt hálslín.
Báðar þessar verslanir voru mjer
kunnar um mörg ár. Jeg sagði
þeim, að jeg hefði leigt búð og
mig langaði til að versla — þó
rekstursfje hefði jeg ekki. Því var
ekkert til fyrirstöðu, að jeg fengi
vörurnar.
»Murray, þjer geti fengið það sem
þjer viljið af vörum, — þjer komist
áfram.«
Um leið gáfu þær mjer það ráð,
að fara varlegar með peningana, en
jeg hefði gert.
Jeg blygðast mín ekki fyrir að
játa, að því ráði tók jeg með
þökkum.
Þegar jeg var búinn að fá lofun
fyrir vörunum, þá sendi jeg eftir
manni til að s.níða skápa oghyllur
og prýða búðina sem þurfti. Þetta
átti að kosta 270 Sterlingspund, og
gerðí jeg samninga við hann að
borga honum einn þriðjahluta inn-
an 60 daga, annan þriðjahluta inn-
an 90 daga og ljúka skuldinni að
fullu innan 120 daga.
Jeg borgaði honum í tæka tíð.
Jeg hjelt áfram umboðssölu minni
og tók að því er mjer fannst hæf-
an mann til að standa fyrir búð-
inni.
Það kom mjer mjög á óvart,
þegar jeg gjörði upp reikningana
eftir fyrsta árið að vantaði 520
Sterlingspund uppá að búðin bæri
sig. Mjer þótti ekki gott að hugsa
til þess, ef svo færi að nafnspjald
mitt yrði tekið af búöinni, eins og
það nafn hafði gott álit. Jeg ásetti
mjer að hætta við umboðssöluna
og taka búðarsöluna í sjálfs míns
hendur. Þetta gjörði jeg og Iagði
mikið á mig. í 3 ár fór jeg aldrei
heim, að borða miðdegisverð, frá
búðinni. Jeg prýddi búðarglugga
mína á nóttunni til að eyða ekki
tímaádaginn frá sölunni. Jegvissi
að ef jeg sjálfur að eins einu sinni
afgreiddi mann, þá kæmi hann aft-
ur að versla við mig, og færi til
þess fram hjá mörgum öðrum búð-
um.
Jeg tók, eins og fyr segir sjálfur
að mjer verslunarforstöðuna — því
mjer líkaði það ekki ef verslunin
yrði tekin til gjaldþrotameðferðar.
Jeg hafði oft sjeð að mikil að-
sókn var að búðum, þar sem stóð
auglýst: »Verslunin ertekin til þrota-
búsmeðferðar af fógetanum*.
Frh.
Útgefandi:
Einar Gunnarsson, cand. phil.