Vísir - 22.10.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 22.10.1911, Blaðsíða 1
152 21 Kemur venjulegaút kl.2 síðdegis sunnud- þriðjud, miðvd., fimtud. og föstud. 25 blöðinfrá24. sept.kosta: Áskrifst.50a. Send útum landóOau.— Einst.blöð 3 a. Afgr. ísuðurendaáHotelIsIand l-3og5-7 Óskað að fá augl. sem tímanlegast. Sunnud.22. október 1911. Nýtt tungl. Sól í hádegisstað kl. 12.12' Háflóð kl. 5,7' árd. og 5,24' síðd. Háfjara kl. 11,19' árd. og 11,36 síðd. Afmæll f dag. Fní Helga Thorsteinssen. Guðm. Olsen, kaupmaður, Hermann Jónasson, fv. alþingism. Sigurður Guðmundsson, afgreiðslum Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2. Náttúrugripasafnið opið kl. l1/,—2V2 Póstar á morgun: Sterling fer til Hafnar. Sunnanpóstur kemur. Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer. n 9C v • t a heldur D. S^OSpjOtVUSlU östlundí SÍLÓAM við Grundarstíg í kveld kl. ö1/^. AUir velkomnir. Ur bænum. Botnia kom í gærmorgun de^i fyrir áætlun. Meö henni komu Magnús Blöndahl alþm., Petersen forstjóri Biós ásamt frú og margir aðrir. Pólitískir fundir hafa nú verið haldnir síðustu daga fjölmennir og fjörugir. í dag er þingmálafundur í barna skólagarðinum kl. lx/2 -j-Sigfús Eymundsson fyrrum bóksali ljest á föstudaginn, eftir all- langa vanheilsu (f. 24. mai 1837). Hann var með merkustu borgurum þessa bæar. fÞorstejnn Egilsson fyrrum kaupmaður í Hafnarfirði ljest þar á föstudaginn eftir langa vanheilsu. ' Hann var kominn um sjötugt. Frá Kína Framfarir — Óeyrðir. Nú virðist Kína vera farið að hugsa um fyrir alvöru að breyta til hjá sjer. Hætta mörg þúsund ára gömlum venjum ög taka upp nýa siði að dæmi Japana. Sem stendur sitja 200 hinna Iærð- ustu Kínverja sem margir hverjir hafa fengið háskólamentun í Norð- urálfu, á ráðstefnu í Peking, til þess að undirbúa breytingar á kenslu og skólum. Er helst í ráði að lög- bjóða skólsskv'du barna á 6—14 ára aldrinum. Á kensluumsjón að verða aðalstarf sóknarnefndaog helm- ingur til 4/ó a^ tekjum sóknanna er ætlað að gangi til skóla. Ennfremur á nú að leggja niður táknaletrið — en nú er sjerstakt ta'kn fyrir hvert orð í málinu - og taka upp stafaletur. Um 50 einstök hljóð eru í kín- verskunni og eiga jafnmargir stafir að vera í stafrófinu. En Kínverjar vilja Iíka margir breyta til um stjórnarskipun og fá lýðstjórn í stað, keisarastjórnar. Hafa í því augnamiði myndast ðflug samtök um alt ríkið. Stjórnin hefur gert alt sem í hennar valdi hefur staðið til þess að komast fyrir þessi samtök og hefta og hefur sent her- deildir út um" landið til þess að bæla alla uppreisn niður; en það hefur hvergi nærri lánast enn. í alt haust hafa verið sífeld uppþot hjer og hvar í ríkinu. "rÞegar "svo er ástatt í Kína, eru útlendingar ekki óhultir það í landi. Uppreistarmenn drepa þá hvar sem þeir ná til og hafa allir kristniboðar flúið niður í sjáfarborgirnar, þar sem öruggara hæli er. Ræðismenn stórveldanna hafa ver- ið að senda smá sveitir mannaupp í land til þess að ná Norðurálfu- mönnum þar búsettum ogskiphafa verið send upp allar skipgengar ár til þess að taka á móti flóttamönn- um. Almenn bylting braust út 12. þ. m. og stóðu stórar orusfur víðs- vegar um ríkið. Var barist af mik- illi grimd og fjellu tugir þúsunda af báðum. Mörg þorp voru brend og annar óskundi í frammi hafður en ekki hafði her keisarans 'uhnið á uppreistarmönnum er síðast frjett- ist. FiskiveiðarSkota 1910. Nú er nýlega komin út skýrsla um fiskiveiðar Skota 1Q10 ogsýna þær að fiskiveiðar hafa gegngiö þar eink- ar vel. AIls hafa veiðst 880 milj., pund af alskonar fiski og, er hann 56 miljón króna virði. Aðal veiðin er síldveiði. Af síld veiddust 580 milj. pund 29 milj. króna virði. Skoski fiskiflotinn er 9724 skip 139 710 »reg. tons, brufto« og á þessum skipum eru 38940 manns. Gufuskipin voru 1393 og af þeim 320 trollarar. A skýrslunni sjest að Skotar era níi íóðaönnað auka niótorbátaflota sinn. Flugna-spurningakver heitir lít- rit sem börn í sumum barnaskól- um Bandaríkjanna eru látin Iæra. Þar er þeim sýnt fram á þær hætt- ur sem yfir mönnum vofa vegna flugnanna, sem eru mannkyninu einhver hin hættulegustu dýr jarð- arinnar. Fluga nokkur, sem veidd var í New York í sumar, var rannsökuð og fundust á fótum hennar eitt hundr- að þúsundir bakteríur. Hjer er sýnishorn úr umræddri bók: Hvar fæðistflugan? — í óhrein- indum. Hvar lifir flugan? — í óhrein- indum. Hvert leitar hún? — í eldhúsið og baðstofuna. Hún gengur á brauðinu, grænmetinu, smjerinu og fær sjrx stundum bað í mjólkinni. Heimsækir flugan sjúksinga sem þjást af berklaveiki, taugaveiki og »kolerine«? Já, það gerir hún og síðan kemur hún til þín. Hvaða sjúkdóma ber flugan með sjer? — Hina ófan greindu og marga aðra. Á hvern hátt? — Á vængjum sínum og sínum hörðu fótum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.