Vísir - 31.10.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 31.10.1911, Blaðsíða 2
V I S 1 R "NDewös^ssel Vetrarstúlku á lítið ‘en gott heimili vantar. Stúlkan þarfað vera þrifin,reglusöm og áreiðanleg og kunna auk venju- legra hússtarfa að búa til mat. Gott kaup. Tilboð merkt Vetrar- stúlka afhendist áafgreiðslu Vísis. Jev Jtá \ö. tvóvettvöet öevtvt W ARNIEIRÍKSSON AUSTURSTRÆTI 6 Felkna siórt úrval af VEFNAÐARVÖRUM Eitthvað nýtt með hverju skipi Bestar og ódýrastur Vefnaðarvörur í bænum Um það eru allir sammála. E/s Klar, capt. Rabe, rak sig á Örfirisey á innsiglingu í gær. Skip- ið losnaði, en var svo lekt, að skip- stjóri setti það á land og þar lá það í nótt, og Geir við hliðina á því og pumpaði,svo farmurinn (salt til P. J. Th. & Co.) eyðilagðist ekki. ^yvtv^vs^ostvvtv^at. í Mýrasýslu er kosinn Magnús Andrjesson próf- astur með 126 atkv. Haraldur Níelsson hlaut 101 atkv. í Vestur-ísafjarðarsýslu erkos- inn Mattfas Ólafsson kaupm. með 114 atkv. Kristinn Daníelsson hlaut 112 atkv. Sakirnar standa svo: Heimastjórnar-þingm. 6; atkv. 1467 Sjálfstæðis- — 0 — 1168 Utan flokka -- 2 — 429* Þingm 8;atkv.3064 * Þar með taldir 60 andbanningar. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. aj s\á\Jum m^et. Eftir Tom Murray. (þýtt úr ensku.) ---- Frh. Jeg fór tillögreglustjóraogspurði hann hvað stúlkunni væri gefíð að sök, »Uppþot« sagði hann. Jeg spurði stúlkuna að hvort hún vildi ekki hafa dóm fyrir því, að Kvenn- mönnum væri bannað að vinna fyrir sjer á heiðarlegan hátt, með því að mála auglýsingar. Hún sagði svo. Jeg gekk í ábyrgð fyrir hana, að málið færi til dóms. Þegartil dóms kom, sagði dómarinn: »Murrayþú kant lögin, en þetta er ein auglýs- ingin þín. Nú fresta jeg málinu vikutíma, og vil fá frekari sannanir þess að stúlkan sje málari«. Um þessa auglýsing mína, heyri jeg talað næstum daglega. Það var nýstárleg auglýsing. Sjaldan hef jeg óreglumenn íþjón- ustu minni, en oftast eru 2 eða 3 aumingjar hjá mjer, sem jeg reyni að gera að mönnum. Það starf hefur mjer lánast vel, og sumir beztu menn mínir nú, eru menn sem jeg hef bjargað úr óreglu. Ljettara hefur mjer þótt að ljetta af mönnum vínfikn heldur en sviks- fíkn. Margir af búðarmönnum mínum eru yfir 45 ára að aldri. Sumir þeirra eru uppgjafakaupmenn, þeir hafa reynst mjer ágætir búðarmenn þó þeim hafi ekki haldistvelásinni eigin verslun. Jeg vil heldur ráða til mín reyndan mann, serv er yfir 45 ára að aldri, heldur en spilagosa sem hefur ekki hug á starfi sínu, er að hugsa til sunnudagsins, hve- nær hann fær kaupið borgað, og nær vinnutíminn sje úti. Maður, sem er 45 ára að aldri, 55 ára eða sext igur, hann metur stöðu sína og metur meðferð mína. Þessir 45 ára menn fara sjaldan úr þjónustu minni, ogjeghefalls einu sinni, sagt svo rosknum manni upp stöðunni, en það varaumingja óreglu- maður, sem var óbetrandi. j Eðlilega hef jeg marga unga i menn í þjónustu minni, en ekki fá | þeir að afgreiða viðskiftamenn fyr ! en þeir eru að minsta kosti 20 ára að aldri. Jeg hefi trú á því, að fá góða menn og borga gott kaup. Jeg hugsa að kaup manna minna sje yfirleitt hærra, en önnur versl- unarhús í sömu grein, borga hjer í Chicago. Jeg gæti fengið eins marga versl- uuarmenn eins og jeg vildi fyrir 2 sterlings pund (36 kr.) á viku. En jeg vil það ekki. Menn eru oft að bjóða mjer, að þeir byrji með því kaupi, en ef jeg vil mann- inn þá segi jeg við hann: »Þú skalt fá 3 sterl. pd.« Jeg vil ekki að menn mínir hafi neina ástæðu til að vera óánægðir með oflítið kaup, og freistist því til að taka það sem þeir ekki eiga. í öllum búðum í Ameríku, það jeg til þekki, verða búðarmenn að standa frá því á morgnani þangað til á kvöldin að búðum er lokað. Hjá hverju borði í búð minni er stóll, og jeg óska eftir að búð- armenn nu'nir setjist og hvíli sig þegar þeir eru þreyttir, og ekki í önnum. Jeg óska ekki eftir að þeir þjóti úr sæti þó þeir sjái húsbónda sinn. Þjónar mínir vilja heldur vita mig nær sjer en fjær. Þeim finst jeg auðveldur. Jeg segi hverj- um deildarstjóra, að vera góðir við menn þá er þeir hafa yfir að ráða,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.