Vísir - 03.11.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 03.11.1911, Blaðsíða 2
14 V 1 S 1 R 2. Icke Suveriina Stater och Stats- fragment. En Kort Studie. Stockholm 1903. 3. Islands Straatsrechtliche Stellung. Von der Freistaats Zeit bis in unsere Tage. Berlin 1908. 4. Vida Várlden. Dess lánder och folk. Upsala 1911. Auk þessahefur hann ritaðgrein- ir í ýms merk tímarit. Þar á meðal hefur hann ritað um hundraðára afmæli Jóns Sigurðssonar í »Finsk Tidskrift« og í sænskt tímarit; og í »Statsvetenskaplig Tidskrift® hefur hann ritað um þjóðrjettarstöðu ís- lands góða og gagnorða grein. Hann hefur og ritað bækling um verslunarviðskifti Svía og íslend- inga og nú síðast bækling, ernefn- ist: »Den nuvarande várldspolitiska situationen« (Karlskrona 1911). Þar minnist hann og á rjelt íslands til að vera sjálfstætt sambandsland Dan- merkur og fullvalda; og eru þetta niðurlagsorðin: »Skoðana munur er mikill, en hlutdrægnislaust athug- að sýnist svo sem viðurkenning á rjetti íslands ryðji sjer meir og meir til rúms bæði í Danmörku og að alþjóða dómi«. Margir merkir menn hafa farið lofsamlegum orðum um stjórnfræði- rit Ragnars Lundborg. Skal jeg þar til nefna S. J. Boethius, kenn ara í stjórnfræði í háskólanum í Uppsölum, Fr. von Liszt háskólakenn- ari í Berlin og G. Jellineck háskóla- kennara í Heidelberg Hann skrif- aði Ragnari Lundborg skömmu fyr- ir andláí sitt og bað hann að rita um þjóðrjetarstöðu íslands í tíu a- rit það, er Jellineck gaf út, »Jahr- buch des ötfentlichen Rechtes der Gegenwart«. Ragnar Lundborg tók þegar á ungum aldri að leggja stund á ís- lenska fræði og einkum íslensk stjórnmál. Á hann hið mesta safn sem jeg hefi sjeð af bókuni, ritl- ingum og blaðagreinum um það efni. Hefur hann tekið ástfóstri við Island svo sem þeir menn gera, er taka ungir að gefa sig viðþeim hlutum, og eigum vjer fáum mönn- um slíkar þakkir að gjalda. Þó á hann einkum þakkir skildar, þar sem hann hefur tekið málstað vorn um það, sem erfiðast er að kenna öðrum þjóðum rjettan skilning á. En það eru þjódrjettindi vor. »íslandsvinir« eru sem aðrirvinir að þeir reynast í raun. Sannir vinir íslands eru þeir menn, sem styðja oss til að ná rjetti vorum, en hinir Linoleum dúkar Og borðvaxdúkar bæarins stærsta og ódýrasta úrvaí hjá Jónatan Þorsteinssyni. eru óvinir vorir, sem vinna sjer nafn og frægð með því að rita um bókmentir vorar, en bregðast þegar á reynir og nota þá nafn sitt til þess að veikja málstað vorn. Sá er vinur, sem í raun reynist. Ragnar Lundborg er sannur vinur íslands. Ragnar Lundborg er fríður mað- ur sýnum, bláeygur og snareygur og bjartur á yfirlit. Hann er hár meðalmaður á vöxt, grannvaxinn og beinvaxinn og limaður vel. Hann er hæverskur og ljúfur í máli og liinn prúðmannlegasti í hvívetna. Gestrisinn er hann og, eigi miður en þeir, sem besl eru þeim kosti búnir 'njer á landi. (Birkibcinar.) Eaddir almennings. Margt er skrítið í harmóníu. | Miklir dænralausir klaufar, voru andbanningar hjer í bæ að gjöra ekki kaupmanninn að þingmanns- efni, sem skrifar í Vísi í dag. Það hefði sannast að honum hefði gengið betur en heimsspekingnum, sem var að hóta okkur fátikling- unum að við fengum aldrei romm- búðing ef bannið kæmist á.— Hann heldur líklega að það sje sunnu- dagamatur hjá okkur, sem okkur taki sárt að missa, og sýnir með því greinilega hvað heimspekin hans i fer fyrir ofan eða neðan kjör vor »Iægri« stjettanna. — Og satta að segja getum vjer vel unt þessaheims- legum spekingum og höfðingjum að þeir verði að neita sjer um romm- búðinginn. Því satt er það hjá Þorsteini Erlingssyni að bannið fer ekki eins að mannvirðingum og tolluiinn. En kaupmaðurinn er almennileg- ur karl, sem vill að félk þjeni til að auðga kassana hjá landinu — og sjer, og premíu eða doktorshatt á hann skilið fyrir að halda því fram að því fleiri sem vínsölustað- irnir verði og því greiðari aðgangur að víninu, því minna verði drukk- ið. Mjer líkar vel hjá honum einurð- in, því þótt hún fari í berhögg við alla reynslu í öllum löndum, þá gjörir það lítið, enda er slíkt algengt þegar blessað brennivínið er í koll- inum eða kútnum. Samt þykir mjer það vanta, að hann skyldi ekki gjöra tilraun kosn- ingadaginn og gefa að minsta kosti andbanningum oghelstöllum »greið- an aðgang« að vín nu. Hann heíði getað t. d. látið keyra nokkrar tunnur og vínkassa suður að barnaskóla osf auglýst að þar gætu menn ókeypis fengið sjer að drekka. — Vitanlega hefði það ekki orðið eins ríkulegt, eins og ef tjörnin væri full af brennivíni, en það taldi hann að mundi verða eittnvert besta hófsemdarmeðal hjer í bæ. (!!!) Hann gæti enn, til að sannfæra vantrúaða, opnað tunnu á götunni og veitt úr henni ópeypis, það er ekki hætt við eftir hans bókum að neinn drykki ofmikið af þvíl! Annais er það skrítið, svona rjett ofan í stórkostlegan ósigur bann- fjenda við kosningarnar hjer í bæ að vera að skeggræða um hvað gera skuli, »þegar banninu er slitið«, — æíli það væri ekki rjettara að geyma að selja húðina þangað til björn- inn er veiddur! 1. nóv. 1911. Hjalti. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4- Talsími 16. -5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.