Vísir - 22.12.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 22.12.1911, Blaðsíða 3
V I.S j R 83 SttWÍBÍfred. wÖKEYPIS Ensk skólasaga eftir F. W. Farrar. ----- Frh. Paton fór líkt og Prokrustes, þeir er gáfaðir voru, voru ekki nógu gáfaðir, og þeim er tornæm- ir voru setti hann fyrir of erfið- ar lexíur. Pó hann væri strangur, þá báru piltar mikla virðingu fyrir honum af því hann var rjettlátur. Hann tók piltana uppíröð; þegar kom að Walter spurði hann um nafn hans og skrifaði það í prótokoll- inn. Pegar hann svo fór að spyrja, sagði Walter: »Jeg hef engar bækur enn, og vissi ekki hvað var sett fyrir«. »Engar afsakanir«, sagði Paton með alvöru, »þú meinar að þú hafir ekki lesið lexfur þínar«. »Já.«—»Pá er illa á stað farið, Evson, komdu ekki oftar með svona afsakanir. Skrifaðú lex- íuna«. Hegninguna skrifaði hann inn í prótokollin, við nafn Evsons. Flestir kennarar hefðu ekki dæmt til neinnar refsingar þegar svona stóð á, og látið nægja aðvörun. En svo var ekki fyrir Paton; hann var sömu skoðunar og Escalus, að of mikil hlífð getur valdið mikilli ógæfu. Walter var ekki því vanur að afsaka sig, og hugsaði sjer að hann skyldi ekki gera það oftar við Paton. Drengur er Bliss hjet var næst- ur dæmdur f refsingu. Hender- son gat ekki leynt fyndni sinni þegar hjer var komið og fór að yrkja »sorgarljóð um Blissides*, og sagði Bliss frá. »Jeg skal berja þig, Flipp, þegar tímar eru úti«, sagði Bliss bálreiöur við Henderson. »Pví kalla þeir þig Flipp«, sagði Walter og hló. »Bliss, Henderson og Evson eiga að skrifa hundrað línurjiver«, sagði hr. Paton. Petta var í ann- að sinn að Walter var refsað fyrsta dag hans í skólanum. »Sei sei, — það var þá tekið eftir því — þetta var hræðilegt,« hvíslaði Henderson. Hann hjelt samt áfram að semja sorgarljóðin um »Blissides«, og ljet í þessu hinn heilaga Winifred gráta ör- lðg Bliss. fá allir sklftavinir mínir skrautlegt almanak um árið 1912. Frá þessum degitil jólaverður af rjettu söluveði gefinn 10°|0 afsSáítur 1 • Fyrirtaks jólagjafir, fjöldi tegunda, t. d. 45 mismunandi tegundir af svuntusilki með ýmsri greð; ennfremur ailskonar svuntuefni úr ull og hálfull, kjólaefni, slikibönd, slipsi, leggingar, blúndur, allskonar nýtískumunir, kvenskraut o. s frv. 200 tegundir af brúðum frá 0.10—4.85 hver Köhlers saumavjelar, sem hvarvetna eru álitnar bestar, eru jafnan meðteknar með þakklæti sem jólagjöf. Það heilrœði vil jeg gefa öllum, að kynna sjer vörugæði og vöruverð í verslun minni áður en þeir kaupa annara vörur. Kaupbætismiða verður eigi unt að innleysa, sökum annríkis, fyr en eftir nýár. MUNiÐ: 10% AFSLÁTTUR FÆST AÐEINS ÞESSA VIKU. Egiíl Jacobsen. Vefnaðarvöruverslun Reykjavík. Alt sem karlmenn þurfa ntaná sig til þess að verða son Iiorninu á Hótel Island Nú eru jólin riett komin og ekki tjáiraðaragaleng- ur að fá sjer til þeirra Mönnurn reynist best að versla hjer. Pegar Walter seinna bað Ro- bertson um pappír til að skrifa á refsinguna sagði hann: »Já já, Evson strax kominn að skriftun- um« og spurði hann ekki neijt hvað hefði valdið og sýndi hon- um heldur ekki neina hluttekning Walter fann með sjálfum sjer að þennan kennara mundi hann ekki kunna við. — Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.