Vísir


Vísir - 02.01.1912, Qupperneq 1

Vísir - 02.01.1912, Qupperneq 1
205 24 Kemur venjulegaút kl.2 síðdegis sunnud- 25 blöð'n frá 3. des. kosta: Á8krifst.50a. Þriðjud., miðvikud.jiimtud. og föstud. Send út um landöO au,—Einst. blöð 3 a. Afgr. í suðurenda á Hotel Island 1-3 og5-7. Oskað að fá augl. sem tímanlegast. Þriðjud. 2. jan. 1912. Sól í hádegsstað kl. 12,31“ Háflóð kl, 3,23 árd. og kl 3,52 síðd. Háfjara er um 6 stundum 12 mín. eftir háflóð. Afmæll 1 dag: Jóhann Ármann Jónsson úrsm. Sveinn Sveinsson, trjesmiður. Þorvaldur Björnsson, lögregluþjónn. Á morgun. Ingólfur fer til Borgarness Norðan og vestaupóstur fara Hafnarfjarðarpóstar kemur og fer Álftanespóstur kemur og fer. Vísir 1912 Kemur út venjulega 5 sinnum í viku. Einstök blöð kosta venjulega 3 au. 25 blöð (5 vikur) kosta: tekin á afgreiðslunni 50 aur. send út um land 60 au. og til útlanda 75 au. (eða 20 cts). Árgangurinn (minst 260 blöð) kostar innanbœar 5 kr. út um land 6 kr. erlendis 7,50 kr. (eða 2 dali). Útsölumenn fá sölulaun. Auglýsingar kosta 50 au. centi- meter (lástiká) dálksbreiddar. Mik- inn afslátt fá þeir sem mikið auglýsa. í fjarveru minni — um mánaðar- tíma — gefur Júl. læknir Halldórsson út Vísir. 2. 1. '12. Einar Qunnarsson. Um nýárið. Veðrið var hið besla bæði á gaml- árskveld og nýársdag. Svo sem lög gera ráð fyrir voru messur í öllum kirkjum á gamlárs- kveld kl. 6. Ki. 9 spilaöi lúðrasveitin nýa upp við Mentaskóla og var Lækjargatan full af fólki að hlusta á. Kl. 10 byrjaði brennan í Effersey og »tóð hún Iengi. Til hennar hafði stofn- að Magnús V. Jóhannesson, ogmarg- ir höfðu til hennar gefið svo sem Slippurinn og Thor Jenssen, en ekki D. D. P. A. svo sem áður var get- ið í Vísi. Menn skemtu sjer einn- ig við að Iesa auglýsingu, sem fest var upp um brennu þessa, hvar í stóð blátt bann borgarstjóra að nokk- ur »óviðkomandi« stigi fæti sínum í Effersey og yrði sá vægðarlaust rekin burtu. Kl. 11V2 messaði Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason í Dómkirkjunni. Alt kveldið og nóttina var verið að skjóta flugeldum hjer og þar og uppljóma með bengölskum Ijós- um. — Á nýársdagsmorgun var þreytt kappsund frá Steinbryggj- unni að viðstöddu afarmiklu fjöl- menni svo þúsundum skifti. Sund- ið var um 50 stikur og reyndu sig 7 sundmenn. Varð Erlingur Pálsson þeirra langfyrstur og hlaut hann bikar þanh er þessu sundi fylgir. Guðm. landlæknir hjelt á eftir snjalla ræðu af pakkhúslofti Edinborgar. Þar í var þetta: Ungmennin skiftast nú á tímum mjög í tvo flokka næsta ólíka. Vaka aðrir á nóttunni og drekka þá stríðsölið, en á daginn dotta þeir. Eftir þá Iiggur ekki annað en brot- in glös og glóðaraugu. Hinn flokkurinn sefur á nóttunni, en er líka spillifandi á daginn. Eftir þá liggur skíðabraut, sundskáli og skógarrunnar. Af þeim flokki eru þessir drengir sem nú hafa þreytt kappsund í dag. Lúðrasveitin nýa spilaði við og við. Fyrir fslandi var hrópað ní falt húrra og fyrir Erlingi Pálssyni fjórfalt Síðar um daginn skemti eldri lúðrasveitin mönnum frá Austur- velli. Ágætis skautasvell var á tjörninni en fáir notuðu það. Úr bænum, Nýárssundið fór fram við Bæ- arbryggjuna í gær á rjettum tíma 7 menn kepptu. Fyrstur varð Erlingur Pálsson 375/2 sek. Sigurður Magnússon, Sigurjón Sigurðsson, Guðm. Kr. Guðmundsson, Jón Sturluson, Jón Tómasson, Sigurjón Pjetursson. Erlingur synti af mikilli list; sýndi að hann er einn af þeim mönnum sem við getum liaft góða von um að taki framförum — í sundíþróttinni sjer og öðrum til gagns — og við vonum að svo megi verða! allir hinir syntu líka ágætlega vel — og voru mjög fljótir, — og fór sund- ið hið besta fnm. — Þar var blásið á lúðra fyr og eftr sundið. Að afloknu sundinu kom landlæknir Guðm. Björnsson fram á sjónar- sviðið með Erling við hlið sjer en alla hina sundmennina að baki — og hjelt snjalla og góða ræðu og afhenti Erlingi bikarinn og bað hann verja hann sem hetja og hvergi flýa þótt einhver kæmi færari því betra væri að falla en flýa, margt sagði landlæknir fleira gott á nýárs- daginn, — og að endingu var hróp- að 9 falt húrra fyrir fósturjörðinni af hinum mikla mannfjölda er safn- ast hafði saman svo árla á nýárs- daginn til að horfa á sundmennina. — Það var hátíðisblær yfir þessari stuttu stund. Jeg segi: Þökk, suudmenn, þökk, landlæknir. Meira af svo góðu! íþróttavinur. Modesta kom í gær frá Khöfn. Haföi póst meðferðis. Strákar tvcir eru falir og fúsir til vika og vinnu. Annar'-á 15. ári en hinn á 9. Báðir eru þeir áreiðan- legir, og allra stráka fóthvatastir. Ritstjóri Vísis vísar á. Q KAUPSKAPUR Nýtt ágætt útdráttar lausa rúm fæst nú kept ;með afarlágu verði tæki- færiskaup Skólavörðustíg 29._ ^TAPAD-FUNDIÐ^ Skóhlífar (merktar) teknar í misgripum á jólatresskemtum versl- unarmanna síðastl. laugardag. Óskast leiðrjett á~afgr. Vísis. Göugustafur með nafni týndur. D. Östlund.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.