Vísir


Vísir - 02.01.1912, Qupperneq 2

Vísir - 02.01.1912, Qupperneq 2
1Q8 Haddir almennings. Gassð. Þar sem útlendir kaupendur altaf fara fram á aukning á vöruvönd- un við okkur íslendinga og vjer finnum það sjálfirhversu heillavæn- leg áhrif það hefur á alt viðskiftalíf okkar þá verðum við og að fara þess sama á leit við útlendinga sem við skiftum við. Þeir verða að vanda þær vörur sem þeir selja okkur,ekki síst þjóðar- heiðurs síns vegna, þarsem öll sam- keppni er fyrir fram útilokuð. . Gasið sem við Reykjavíkurbúar kaupum svo margir er eitt af því sem vjer verðum að krefjast fyllstu vöndunarframleiðslu á. Sökum þess að við verðum enn þá að kaupa það svo dýrt til þessað framleiðslu starfsemin geti borið sig. Nú virðist mörgum samt sem áður gaslýsingartækin ekki eins ábyggileg, sem í fyrra vetur og leiða menn að því ýmsar getgátur. Sót vill safnast ílampana. Netin vilja rifna og verðá svört stundum. Og flest- um kemur saman um það, að Iamp- arnir sjeu netafrekari nu í ár cn í fyrra. Auk þess er sem lamparnir geti nú oft ekki haldið til lengdar jafnvægi því sem gasmennirnir setja á þá, og kenna margir því um alt þetta; að gasið sje ekki eins nákvæm- Iega framleitt eins og það var í fyrra vetur og ekki jafnaðarlega hreinsað eins vel. Enda hve annar umsjónarmaður við gasstöðina, hafa verið sendur til Noregs og látin takast þar á hendur sömu stöðu og hann hafði lijer, við gasstöð í Tönsberg. Er því eðlilegt að fyrsta umsjón- armanni sje ófmikið starf ætlað þar sem hann bæði þarf að annast sín eigin störf og svo þessmanns sem hann var sviftur. Þar afleiðirþað; að sú hugsun lítur út fyrir að vera á rökum bygð að gasframleiðslan sje ekki eins nákvæmleg og hún hefur verið. Og nákvæm gasfram- leiðsla er sú vöruvöndun sem við Reykjavíkurbúar höfum fylsta rjett til að krefjast. A, b. a. Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. phil. Prentsmiðja Östlunds V 1 S I K Hjónin á Saurum. Ummiðja öldina sem leið bjuggu á Saurum í Vindhælishreppi í Húna- vatnssýslu hjón, er hjetu Sölvi og Guðrún. Hann var vel skynsamur maður og hún .einnig í góðu lagi, og skörungur mikill. Henni hafði orðið það á í æsku að eignast meybarn með giftum presti, er ekki verður nefndur að þessu sinni. Sú hjet Margrjet og var vel greind og skáldmælt. Frá henni segi jeg ef til vill eitthvað síðar. En nú mun jeg segja nokkuð um Guðrúnu sjálfa og Sölva mann hennar. Þau voru barnslaus, en hann gerði sjer lítiö fyrir, og átti krakka fram hjá kerlingu. — Þus- aði Guðrún þá mjög, ogsagði meðal annars: »andskotinn taki alla hór- dómsmenn«. — »Ekki blessaða prestana Guðrún mín«, sagði Sölvi gamli. Guðrún var víngjörn og þau hjón bæði. Þó drukku þau ekki að staðaldri. Eitt sinn, síðla sumars, reið faðir minn Arni Sig- urðsson í Höfnum, sem þá var ung- ur maður, inn í Höfðakaupstað. Það var á sunnudegi. Mætti hann þá þeim hjónum Sölva og Guðrúnu, skamt frá Hofskirkju; voruþaubæði drukkin, Þau heilsuðust. Guðrún tók upp pelaglas með brennivíni, og bauð fööur mínum en hann neytti Iítils, því hann var engin vín- maður. Hann spurði hvaðan þau kæmi. »Við komum frá kirkju; við vor- um til altaris í dag, viö Sölvi minn«. »Hvaða ógnar altarisgöngur eru þetta,« sagði faðir minn; »jegman ekki betur en aö þið væruð til alt- aris í vor.« »Manni veitir andskotann ekkert af því, hjerna Árni minn, að vera tvisvar til altaris á ári,« sagði kerl- ing. Við það feldu þautalið og kvödd- ust. Verið getur, að jeg segi fleiri sögur þessum líkar í Vísi öðru hvoru, svo það er vísast fyrir þá sem hafa gaman af slíku, að kaupa Vísi daglega, Árni Árnason frá Höfðahólum. Reinh. Andersson klæðskeri Horninu á Hótel ísland. il. flokksvinna. Sanngjarnt verð. Allur karlmannabúnaðurhínnbesti. SktWinifred. Ensk skóiasaga eftir F. W. Farrar. ---- Frh. »Jeg skal segja ykkur hvað við eigum að gera, við skulum brenna prótókollin, svörtubókina ógeðs- legu, sem hann skrifar í allar ó- virðingar okkar«. »Aumingja bókin,« sagði Hen- derson, »sú mun fá samviskubit- ið, þegar hún kemur í eld brenn- andi«. »Þú skalt ekki eiga neinn þátt í því«, hvíslaði Henderson að Walter. »Jú — fyrst þeir á annað borð eru að berja mig, þá er best þeir fái ástæðuna.« • Púltið er læst« sagði Anthony, »við getum ekki náð í refsiprótó- ko Inn«. »Jeg skal ná í hann«, sagði Walter. »Dubbs, rjettu mjer eld- skörunginn«. »Það gjöri jeg ekki«, sagð' Dubbs, og var hlegið að honum_ »Þú ert heybrók, Dubbs« ði Franklín, »þú kemst ekki í skömm fyrir það, þó þú rjettir eldskör- unginn«. »Ekki datt mjer það í hug,« sagði Dubbs, »en jeg væri hug- leysingi, ef jeg ljeti ykkur fá mig til þess, sem mjer er um geð- Já, jeg geri það ekki, þó þúklípir mig Franklín«. »Sleptu handlegg hans,« sagði Henderson, honum þótti -vænt um Dubbs, þó hann- oft stríddi honum. »Jeg tek eldskörunginn og þið skulið ekki fá hann ; til þess að sprengja upp púltið.« »Jeg notast þá við nnan,« sagði Walter tók stól og sló fast undir lokbrúnina með ' hon- um, svo púltið hrökk upp. »Þarna erum við komnir 'í bobba,« sagði Franklín. »Þaðtjáirekkiað sakastum orð- inn hlut, þarna er prótókollinn og nú ríf jeg fyrsta blaðið úr honum«, sagði Anthony. »Þú Franklín þorir víst að rífa annað blaðið.« Burton reif þriðja blaðið og Henderson fjórða, hann sagðist ekki vilja skerast úr leik. Dauberry tók prótókollinn og sagði að nú væri nóg komið af svo góðu. Tracy þreif bókina af

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.