Vísir - 05.01.1912, Síða 3

Vísir - 05.01.1912, Síða 3
V í S 1 R 111 reiður. Hann sló Walterkinnhest svo að tók undir í salnum. Walter riðaði til sætis síns. Reiðin rann afPatoneins snögg- lega og hún hafði komið; Paton var svo órótt innanbrjósts, að hann varð að fara út tilað svala sjer. Hann hafði orðið fyrir mikl- um vonbrigðum. Hr. Percival kendi piltum sín- um í sömu stofu og Paton, hann var alveg hissa, þegar hann sá Paton berja Walter, Paton var ekki því vanur. Hann ætlaði að fara að spyrja Paton, hvað um væri að vera, en þá var hann farinn út. »Af hverju var herra Paton svo reiður*. Enginn svaraði, en úr umli, er heyrðist í bekknum, mátti greina orðin: »Handrit — herra Patons — brunnið*. Hr. Percival fór út á eftir hr. Paton, til að fá vitneskju um, hvað væri um að vera. Hann hitti Paton í garðinum, þar sem hann gekk órór í skapi. »Jeg vona að það hafi ekki komið neitt fyrir yður«. »Ó, ekkert, ekkert*, sagði herra Paton og gat varla varist því að titringur kæmi í röddina. »Ekk- ert nema það, að árangur 1Q ára vinnu er nú orðinn kol og aska í skólastofuofninum*. »Éru latnesku handrit yðar brunnin*, sagði Percival og varð hverft við. »Þjer hafið sjeð mig vinna að þeim um ár og dag, Percival. Pjer vitið, að jeg hóf verkið áður en jég fór frá háskólanum, að jeg eyddi til þess verks öllum tóm- stundum mínum og áleit takmark lífs míns,að ljúka því verki. Þjer hafið orðið var við, að jeg var stoltur og ánægður af því, hvað jeg var langt kominn á leið og þjer hafið sjeð, hve mikil hugfró mjer var að þeim starfa, eftir strit ogmæðu kcnslu- stundanna.c »Það starf hefur veriðmjer til uppörfunar og gleði í mörg ár.« »Jeg hafði Iokið því!—átti að- eins eftir að fara yfir handritið og það hefði verið búið til prent- unar eftir eins mánaðartíma. Erfiði mitt hefði orðið mjer til sóma. Það var draumur sem er á enda. Strit o£ erfiði bestu ára miuna hefur orðið til einskis.« Það var á vitund hr. Percivals.að hr. Patonum margra ára bil hafði unniðaðskýringuáhebreska text- anum 4 stóru spámannanna. Þetta hafði verið æðsta mark hans í lífinu og hann hafði unnið að því takmarki með þróttmiklum áhuga. Hann var útskrifaður af prestaskóla og hafði samið rit sitt til stuðnings þjóðkirkjunni, auk þess bjóst hann við, að rit- ið yrði sjer til sóma og frama, á fimm mínútum hafði drengur svift hann öllum framtíðarvonum. »Alt annað hefðu þeir getað gert mjer, ef þeir hefðu lofað mjer að halda riti mínu, sem ekki kom þeim við nje skólannm. Jeg vildi heldur hafa mist allar eigur mínar«, sagði Paton mjög æstur í skapi. »Var það Evson, sem gerði það«. »Já, en það er nú sama hver gerði það.« »Það er sjálfsagtað reka“hann úr skóla. En gætuð þjer ekki byrjað aftur á ritinu? »Hvernig ætti jeg að byrja aftur«, sagði Patonjhasturí rómi; »hvaðan gæti mjer komið 15 ára þróttur og von. Hvernig ætti jeg aftur að geta lagt á mig þær óteljandi rannsóknir og hugs- anir, er oft hjeldu mjer vakandi lángt fram á nótt? Hvernig ætti jeg að ná til allra þeirra bóka, er jeg hefi haft hliðsjón af við starf mitt? Þetta lamar hugsun mína. Nei, Percival, skeð er skeð og hugsjónir mínar munu ekki rætast. Jeg get ekki sagt: »Guðs vilji ske» öðruvísi en með beiskju. Lofaðu mjer að vera einum.« Percival kendi sáran í brjóst um hr. Paton. Þegar hann var kominn aftur inn í skólastofuna og sá púltið uppbrotið, varðhann fullurgremju og þótta. »Þið vitið ekki, drengir, hve mikið tjón þið hafið unnið í hugsunar- og kæru-leysi. Þetta á þó ekki við nema einn ykkar, en hann hefur sýnt sig í því verki, sem fremur hæfði fávísum, illa vöndum og ómenntuðum ræfli, en skólapilti í Skt. Winifred skóla. Sá, sem brendi dýrmælt handrit, gæti einnig kveikt í húsi! »Ó, herra Percival,« sagði Henderson og stóð upp, »við erum -allir sekir, það vorum við sem brendum prótókollinn. Walter kom ekki að því.« »Prótókollinn«, sagði Perci* val. »Það veit jeg ekkert um, en hafið þið brent hann, þá er það illa gjört og þið eigið refsingu skilið. En samborið við hitt er það ekkert.* Hann snjeri sjer að Walter og sagði: ♦Veistu, óartardrengurinn, hvað þú gjörðir? Af óart þinni hefur þú ieyðilagt margra ára vinnu

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.