Vísir - 18.01.1912, Blaðsíða 4

Vísir - 18.01.1912, Blaðsíða 4
24 V i $ 1 K Skt.Winifred. Ensk skólasaga eftir F. W. Farrar. ----- Frh. Nú varð Franklín að ganga úr leik, og Henderson komst með naumindum yfir. En Walter, sem hafði sett hörku í sig, stökk vel og fimlega. Nú var kiappað mikið fyrir Walter. Piltar fundu með sjálfum sjer, að þeir höfðu gert honum órjett og vildu bæta sig, og klöppuðu því þegar hjer var komið fult svo mikið fyrir honum og hinum. Nú var komið kapp í piltana. Stöngin var nú í 4 'feta 6V2 þumlunga hæð, hafði Walter stokkið yfir hana einu sinni, Henderson þrisvar. Var hrópað húrra fyrir honum, og var auðskilið, að þorri skólans óskaði þess að hann ynni. Þess óskaði Walter líka vin sínum. Stöngin var enn hækkuð um hálfan þum- lung. Pegar þeir báðir Hender- son og Walter höfðu stokkið yfir stöngina, þá gaf Walter sig frá og var þá ákveðið, að verð- laununum skyldi skift milli þeirra tveggja, er fræknastir urðu, Nú fóru allir að pallinum, þar sem rektorsfrúin útbýtti verðlaun- um, en Walter kom ekki þangað og var horfinn, og tók Henderson því við verðlaunum beggja. Verðlaunin voru svipa silfur- búin og belti með silfurspennu. Rektorsfrúin sagði við Hend- erson,að þeirfjelagar rjeðu hvern- ig þeir skiftu með sjer gripunum. Nú dreifðist úr mannþyrping- uni, og þeir Henderson og Ken- rick fóru að leita Walters. Peir rendu grun í, hvar hann mundi að hitta. Hann sat í skógarjaðrin- um á Bardlynhæð, þegar þeir hittu hann. Henderson varákaflegakáturog sagði við Walter, að hjer fengi hann að sjá sigurlaun sín. Walter fór að brosa, þegar hann sá hvað Henderson var innilega kátur. »Þú skalt eiga hvorutveggju gripina, jeg hefði aldrei gefið mig til, ef þú hefðir ekki talið mig á það.« »Þú verður að þiggja annan gripinn.annarshugsa piltarað þú sjert stoltur* sagði Kenrick. Frh. Telefón 140. SKRiFSTOFA fyrir Jeg undirskrifaður hef nú sett á fót skrifstofu fyrir al- menning og verður hún fyrst um sinn í Austurstrœti 3 (í húsi Hannesar Þorsteinssonar). Tilgangurinn með þessari skrifstofu er að veita almenningi lögfræðislegar . leið- beiningar, semja sáttakærur og rjettarstefnur, skrifa alls- konar samninga, innheimta sknldir fyrir kaupnienn og aðra, flytja mál, mæta við fógeta- og uppboðs-gerðir á fasteignum og yfir höfuð að takast á hendur öll venjuleg störf málaflutningsmanna, að undarjteknum málaflutningi fyrir yfir- dómi. ■; ■ Ennfremur tekur skrifstofan að sjer kaup, sölu og maka- skifti á fasteignum hjer í bænum og úti um land, svo og lántökur í bönkunum hjer og opinberum sjóðúm. Ómakslaun fyrir ofangreind störf verða miklu lægri hjá skrifstofunni, en kostur hef'ir verið á áður fyrir slík störf. Skrifstofan verður opin alla virka daga kl. 1—3 e. h. og venjulega kl. 5—8 e. h. Jón Sigurðsson (áður fulltrúi bæjarfógeta). 19 M n n B B H B m B B Til sölu. , Sýnishorn 1:o 21 hestur (reið-, vagn- og áburðarhestar). 2:o 2 kerrúr og tvenn aktýgi. 3:o 5 tjöld o: 3 stór hring- mynduð, I ferkantað og 1 lítið hringmyndað tjald. 4:o 5 hnakkar með beislum. 5:o 3 tvöfaldar burðartöskur úr tvöföldu leðri með tvennum lokum, 3 pör af ferðakoffortum, ensk & ísl. gerð. 6:0 6 svefnpokar úr leðri, fóðraðir, algerlega vatns- heldir. 7:o Ýms ferðaáhöld og munir. Seljandi óskar helst að semja um kaup á öllu f einni heild, gegn peningum. Skriflegt tilboð eru menn beðnir að gera herra J.P.BrilI- ouin, konsúl. Villa ,Fjelagstún‘. fá í istahárskurður og snildar- hárkrýfing (Frisering) er að Hafnarstræti 22. Utgefandi: Július Halldórsson. Östlunds-prentsmiðja, af útsölunni hjá oss: Sólsklnssápa, tvöfalt stk., 0,20 Stangasápa ágæt 0,16 Cacao, 1 kr. pd. og ókeypis ein dós af Víking mjólk. Haframjöl 0,121J2 Sardínur, dósin 0,22 o. s. fr. ‘ T/ ‘ O Notið tækifærið. £áY\xsson, (i|| KAUPSKAPUR ^ Tækifæriskaup á sófa, 4 stólum, stofuborði og konsolspegli. Kýr. 2 velmjólkandi kýr til sölu meö eða án fóðurs í Bergstaðastr. 6B. ____________________^ A T V I N N A ^ Þrifin stulka getur úndrieins t fengið vist á Laugavegi 20 Bn. S

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.