Vísir - 07.02.1912, Blaðsíða 4

Vísir - 07.02.1912, Blaðsíða 4
8j0 V 1 S 1 K inn valt fyrst einsog í snarbratta svo heyröu þeir ekkert til steins- ins, fyrr.en nokkrum augnablik- um seinna að hann buldi og brast í stórgríti. Steinninn hafði dott- ið niður fyrir hengiflug. »Guð hjálpi mjer« sagði Walter og greip ? fjelags sína »við stönd- um .yrir ofan hengiflug og meg- um ekki færa okkur einu íeti framar. Það væri vís dauði! Fall steinsins færði þeim ’heim sannin, um hina miklu hættu, er yfir þeim vofði. Þeir voru allir sem lamaðir af hættunni. Kenrick og Power settust báðir niður frá sjer af kvíða. »Missið ekki móðinn fjelagar* sagði Walter »eina björgin erað láta ekki hugfallast. Jeg álít að við verðum að bíða þangað til þokunni ljettir eitthvað. Vertu ekki hræddur Ken« sagði hann og greip hendi dréngsins »alt okkar ráð er í guðs hendi*. Kenrick var lostinn af kvíða. »En að vera hjer alla nóttina í þoku kulda og myrkri, f svo hræðilegri óvissu. Jeg vildi óska að birti, jeg gæti fremur umborið að deyja, ef birtiU »Gefðu ljós, góði guðU sagði Walter, og fjelögum hans varð það ósjálfrátt að endurtaka sömu , orð. Þeir fjelagar köstuðu sjer allir á knje, grúfðu sig niður og j báðu innilega þann hjálpar, sem j gat hjálpað. Þokan grúfði yfir j þeim, sem mara. Bænir þeirra voru heyrðar, fyr I an varði. Vindgustur klauf þok- una og sýndi þeim niður undan sjer hyldýpi gjáarinnar og í fjar- lægð mótaði fyrir Bardlynhálsi. Uppyfir höfðum þeirra rofaði í bláan himin. Þetta var stórfeng- leg sjón, en við slíkt festa ekki hugan, þeir sem staddir eru í lífsháska. Frh. Laugav. 55 selur sjóstígvjel úr ágætu efni fyrir lægra verð en nokkur annar._____________________ .Stakkar á peysur og flauelis- húfureru gérðar á Laufásveg 5 (uppi). Sirauning hvergi jafngóð og á Skólavörðustíg 12. Frá útlöndum. (Frh.frá l.síðu.) Fyrirspurn. Stórfeld frost f Norður- Ameríku. í ársbyrjun hefur verið afar mikið frost í Norður-Ameríku. í Dululli í Minnesota hefur frost- ið orðið 38° Celsius og í suður- hluta Bandaríkjanna hefur frostið orðið frá 28° og alt upp í 45° og hefur fjöldi manns helfrosið. Hjá Redwing í Minnesóta sprungu járnbrautarteinar af frosti og lest fór út af sporinu en 20 manns limlest- ust. í New York'líða þúsundirmanna neyð fyrir frostið. Öll skýli fyrir heimilislausa menn eru yfirfyllt og nú hefur þeim einnig verið hrúgað inn í líikhús borgarinnar. Hver blöð eru gefin út á íslandi? Sp. s. e. v. Svar: Ausíri—Bjarmi—Dvöl — Freyr— Frækorn — Haukur, heimilisblað — Herópið — Ingólfur — ísa- fold - Kvennablaðið — Lögbirt- ingabl. — Lögrjetta — Norðri — Norðurland — Nýar Kveldvökur — Nýtt Kirkjubl. — Óðinn — Reykja- vík — Skinfaxi — Skólablaðið — Suðurland— Sunnanfari — Templar — Jnga ísland — Ungi hermað- urinn — Vestri — Vísir — Þjóð- ólfur — Þjóöviijinn — Þjóðhvellur — Ægir — Æskan. New Mexiko er nýlega tek- in upp í ríkiatölu Bandaríkjanna í Norður-Air eríku. Þaö er 47. rikið f því bandalagi. Blaðakaup. G-amalt silfurkoffur af mjög fallegri gerð er til sölu. Þeir sem vilja eignast ákrifamik- ið blað sem kemur við sögu heimsins, ætti að kaupa Daily Mail (weekly). Það flytur hing- að nýrri frjettir en dönsk blöð, sem skiljanlegt er, því að skipin fara nokkrum dögum síðar frá Leith en K.höfn, Hvert blað er um 20 þjettprent- aðar siður í stóru broti. Daily Mail kostar aðeins 4 kr. 75 aura um árið eins og undan- farið þótt ýms önnur blöð hafi veriö hækkuð í verði. ísiandsafgreiðslan tekur við pöntunum. Ritstjóri vísar á. [eilabrot. 1. Fjórir menn hittast í einu og heilsast allir með handabandi. Hvað takast þeir oft í hendur? 2. Hvernig er hægt að Iáta 25 fugla í 6 karfir, svo að stök tala sje f hverri? vxv evktvvwau* vtvtv, Sta$\x*'\xvtv/ JDalakutuv uúUwvatvs SU^v^vúJuvtvav a8m tegundir brjefspjalda fásf á afgr. Vísis Stúlkum kent að sauma. Ódýrt. Ritstj. vfsar á. ^ KAUPSKAPUR^g Sjóvetllngar til sölu. Afgreiösl. vísar á. 9. árg. Frækorna til sölu. Afgr. vísar á. Bókaskápur óskast til kaups. Afgr. vísar á. Vatnsstfgvjel til sölu. Afgr. vísar á. L E I G A Herbergi fæst til leigu nú þeg- ar, handa kvenmanni. Ritstj. vísar á. 2 herbergi til leigu í miðbæn- um. Ritstj. vísar á. 2 smá herbergi óskast nálægt miðbænum. Þjónusta óskast á sama stað. Ritstj. vísar á. 2 herbergi með eldhúsi og geytnslu fást í miðbænum. Ritstj. vísar á. 3 góð herbergi til Ieigu frá 14. maí næstkomandi á besta stað í miðbænum. Mjög hentug fyrir skrifstofur. Afgr. vísar á. ^TAPAD-FUNDIÐ^ 2 vetlingar fundnir. Afgr. visará. Næla fundin, vitja má að Höfn, Hafnarstræti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.