Vísir - 29.02.1912, Síða 2
42
V I S I R
ái einnig það sem eftirer. Og síð-
an ljet hann sig falla aftur á bak
í sjóinn. — Þá sáu þeir að þarna
var 20 feta hákarl, sem hafði verið
að leika sjer við hann. Báðir fæt-
urnir höfðu verið »kliptir« af hon-
um um mið lærin og hákarlinn
sinti fram og aftur í blóðlitum sjón-
um og velti sjer við í hvert sinn
er hann klipti af honum. Þeir sáu
aldrei framar örmul af fjelaga sínum.
Eftir stundar þögn hjelt hann
áfram: »Fyrrum fengum við 50
og jafnvel alt að 80 krónur fyrir
hákarlslýsis tunnuna. Nú er verðið
aðeins 26 krónur. — Lýsið er það
eina sem notað er af hákarlinum
og lifrin í honum verður hjer um
bil öll að Iýsi. Hún er stór í hon-
um lifrin, hún nær alt framan frá
höfði og aftur að sporði. Oft er
lítið annað í hákarlinum en lifur
og hinu af hákarlinum skilum við
aftur í sjóinn.«
»Til hvere er lýsiðnotað? Fyrr-
um var það notað í götu ljósker,
en nú eftir að farið er að veiða
hvali með sprengikúlum og eftir
að þeir hafa fundið' upp gasið, raf-
magnið og allan þann djöfulgang,
þá er það nær eingöngu notað til
sútunar.*
Nú fjekk hann sjer tvær langar
strokur úr krítpípunni. — »Og«,
sagði skipstjórinn, »auk þess er
ekki til í öllum heiminum annar
eins öldulægir og hákarlslýsi, það
segi jeg. — Þekkið þjer hann Jón
gamla Jónsson frá Seyðisfirði? —
Svo, ekki það, hann er líka hrein-
asti fábjáni en útgerðarmaðurinn
hans, hann Pjetur Hansen, hann er
piltur sem vert er um að tala.
Takið nú eftir! Jón var skip-
stjóri á skonnortu sem Gerða hjet
og hann var einmitt í þetta sinn,
sem jeg sit hjer og tala um, áleið
frá Eskifirði til Noregs, með há-
karlalýsi í lestinni og PjeturHansen
í káetunni. Þeir fengu slæma ferð
— eilífan storm og þokur — og
þegar þeir voru komnir upp undjr
land í Noregi, hleypur Gerða á
blindsker og verður mjög lek mið-
skipa. Jón varð undir eins ráðalaus
því að því meira sem dælt var, því
meiri sjór hljóp {• skipið. Upp við
land var bullandi brim og ekki var
hugsandi til að hleypa henni gegn
um það. Björgunarbáturinn? segið
þjer — já, gáið þjer að, þeir höfðu
raunar gamlan fúinn flatbotna bát,
en hann var hlaðinn af rusli og
engar árar voru til við hann.
Frh.
Flatarstærð Reykjavíkur
í örum (a) og hekiörum (ha).
Allir smáfletir: húsagrunnar, smálóðir, gólfrúm, veggfletir o. þ. h.,
sem útheimtir mikla nákvæmni er mælt í fermetrum (m2). Stærri svæði,
svo sem tún, matjurtagarðar, engjar, skóglendi, þorp o. fl. í örutn (a)t
eða hektörum (ha). Stór landsvæði og heil lönd í ferkílömetrum (krn2).
Grunnar undir meðalstóru húsi — 10 m á lengd og 10 m á breidd
— er 1 ari (a) eða 100 m2. Grunnflötur Vinaminnis er líklega (sjá
ísafold XXXIX. 3) 1 a (reitur).
Fjórar línur, hin fyrsta frá miðjum Herkastalanum að útnorður-
horninu á Hotel ísland, önnur þaðan austur að dyrum Vöruhússins,
þriðja frá dyrum Vöruhússins suður að útnorðurhorni Alþingishússins
og hin fjórða vestur í byrjunardepilinn við Herkastalann, innilykja flöt,
sem er rjettur ferhyrningur, 100 m á hlið eða 10000 m2. Þessi flötur
er nefndur 1 hektari (ha) og er hann 100 arar (a) (== teigur).
Ferhyrndur flötur, sem hefur hliðarlínur, hina fyrstu frá Laufási
vestur á íþróttavöll, aðra norður í Dráttarbrautina (»Slippinn«), þriðju
austur að trjesmíðaverksmiðjunni Völundi og hina fjórðu í byrjunardep-
ilinn við Laufás, er 1000 m á hlið eða 1000000 m2 og kallaður 1 fer-
kílómetri (km2) eða 100 ha (—ferröst).
Eftir lauslegri mælingu hafa mjer virst ýmsar flatastærðir í Reykja-
vík á þessa leið:
A. Vesturbœrinn:
1. Fyrir vestan Bræðrab. st. norður
að Vesfurgötu 21,50 ha
2. Fyrir sunnan Vesturg. millum
Bræðraborgarst. og Vesturg. 40,00 —
3. Svæðið millum Vesturg. og sjáfar 11,00 —
72,50 ha.
B. Miðbœrinn:
Svæðið millum Hafnarinnar og Tjarnar-
innar, frá Aðalstr. aö vestan austur
að Læk 7,50 —
D. Austurbœrinn:
1. Millum Tjarnarinnar og Skólavst.
að Bankastræti, að undantekinni
Skólavörðuhæðinni sv. til 15,00 ha
2. MiIIum Laugav. og Skólav.stígs,
þríhirningur a. í Rauðarárlæk 15,00 —
3. Frá Læknum, mill. Laugav.
og sjáfar, a. að Rauðarárlæk 30,00 —
60,00 —
Tjörnin
Flatarstærð Reykjavíkur
Samtals 140,00 —
10,00 —
150,00 —‘
eða 1,5 km2
Þessar stærðir skiftast þannig:
Húsagrunnar um 10 ha
Götur, gangstjettir og torg — 20 —
Tún — 50 —
Matjurtareitir, opin svæði og
fiskireitir — 40 —
Óbygðar lóðir — 20 —
Tjörnin — 10 —
Alls 150 —