Vísir - 07.03.1912, Page 2

Vísir - 07.03.1912, Page 2
62 V I S I R G-rímu-dansleikur líkiega sá besti og síðasti á þessúm vetri ■ verður iialdinn í Bárubúð nm aðra Mgi. lánar augiýst síðar. Alla þessa viku og ekki lengnr er selt á Laugaveg 20: Allur nærfatnaður karla og 'kvenna MEÐ 10°|o AFSLÆTTI. Kjólatau og margt fleira MEÐ ALT AÐ 30°|o AFSLÆTTI ENSKAR HÚFUR MEB 50°|o AFSLÆTTI ILMVATN MEÐ 50°|o AFSLÆTTI. Kristín Sigurðardóttir. Dóttir okurkarlsins. (Þýtt). ---- Frh. En þetta voru engar nýungar fyrir Hannibal Jarvis. Hann hafði svo oft verið stadd- ur hjer, og það ætíð á vandræða- mestu stundum æfi sinnar. Og hann var sannarlega ekki eini ungi maðurinn í Lundúnum, af heldra fólki kominn, sem í þess- um klefa hafa lifað hin sárustu og kvalafylttu augnablik æfi sinnar. Nei — nei — margir aðals- menn, ungir lávarðar og barónar og synir hinna auðugustu kaup- manna í City hafa komið í þenna klefa, og Ijóti gráhærði karlinn nef- stóri, hefur horft á þá jafn fjand- samlegu og tortryggilegu augna- ráði undan ýglibrúnum sínum, eins og nú á Hannibal Jarvis. »Gott kvöld, herra Tucker«, sagði Jarvis og hneigði sig og gekk nær skrifborðinu. »Gott kvöld, herra Jarvis«, hvæsti Jónatan Tucker — »Það er mikil þoka í kvöld. — En hverju á jeg að þakka þá ánægju að sjá yður hjer í kveld?« »Það er sjálfsagt af því, að þjer óskið að borga nú þegar í dag þann 26. mánaðarins víxilinn, sem fellur í gjalddaga þann 29.« »Það er mjög stundvíslegt--— Jeg er alls óvanur því af viðskifta- mönnum mínum. — En þeim mun betra, því jeg þarf nú á peningum að halda — miklu af peningum — og hefi einmitt fastlega vonað að þessi víxill yrði innleystur.« »Fantur«, hugsaði Hannibal — »honum er alt of vel kunnugt um að vasar mínir eru tómir — En hann er ætíð verri en tíu Gyð- ingar, og miskunnarlausari en nokk- ur morðingi frá Whitechapel.« En Hannibal forðaðist náttúr- lega að láta þessa meiningu sína í Ijósi. Hann var hingað kominn til þess að biðja Tucker um stóran greiða, og því varð hann aö vera sem allra kurteisastur og liprastur. Okurkarlinn benti á stól við skrif- borðið, og Jarvis tók sjer þar sæti. »Herra Tucker«, sagði hann, »því miöur verð jeg að láta yður veröa fyrir vonbrigðum.* »Jeg hefi ekki hjá mjer þessi þrettán þúsund pund sterling til þess að innleysa með víxilinn, en ætla þar á móti að biðja yður að framlengja hann enn þá einu sinni fyrir mig.« Augun ætluðu alveg út úr höfð- inu á Tucker gamla, og hann starði með illgirnislegri gieði á vandræða- svipinn á andliti Hannibals. »FramIengingin á aðeins að vera um einn tnánuð«, flýtti Hannibal sjer að bæta viö. »Þá er takmark- inu náð og jeg er orðinn mynd- ugur. Þá fæ jeg hinn mikla föð- urarf minn útborgaðan og get þá samstundis borgað yður höfuðstól og vexti,« »Þjer hljótið að sjá, herra Tucker, að þetta er áhættulaust fyrir yður.« »Svo fljótt og áreiðanlega hafið þjer aldrei fyr grætt 500 pund sterling, því þá upphæð ætla jeg að leyfa mjer að borga yðurívexti fyrir hjálp yðar.« En Jónatan Tucker hristi höfuð- ið jafnt og þjett neitandi. »Get það ekki, herra Jarvis — get það ekki« — hvæsti hann út úr sjer. »Þjer getið það ekki, herra Tucker, þýðir það að þjer óhjákvæmilega heimtið víxilinn borgaðann.* »Óhjákvæmilega.« »En þjer vinnið ekkert við að láta afsegja víxilinn og fara í mál út af honum.« »MáIafærsIumaður minn mun sjá svo um, að það dragist lengur en mánuðinn að þjer fáið peninga yðar með því móti — og jeg bið yður alls ekki uin meira en mán- aðarfrest.* Frh. Með hirðingjum á &yð- ingalandi. ---- Frh. Karlmönnum leyfist ekki að ganga inn í kvennabúrið og föður stúlk- unnar væri óhæfa í því að leggja hendur á kvenfólk. Þegar út kem- ur, er stúlkan sett á hest eða úlf- alda, með skrautlegu söðulreiði, leidd í tjald hins unga manns, þeg- ar þar kemur, er veislu slegið upp, og þarmeð er hjúskapurinn stofn- aður. Eftir á er sæst á málið, og greiðir brúðguminn tengdaföður sín- um þann mund sem um semst, hesta, úlfalda, geitur eða aðra gripi og silfur eða gull þar á ofan, eftir því sem hann hefur efni til. Um rán á úlföldum og öðrum fjenaði, sem tíðkast meöal þessara hirðingja, segir höf. langar sögur. Þó allir sjeu vopnaðir kemur sjaldan til vígaferla, því að hvorir tveggja hafa njósnir, eru afarskjótir

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.